Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
139
Mynd 3. Skipling barna eftir fjölda bráðra
miðeyrabólgna við eins árs aldur. (OMA: otitis media
acuta.)
Mynd 4. Skipting barna eftir fjölda bráðra
miðeyrabólgna við n’eggja ára aldur. (OMA: otitis media
acuta.)
Mynd 5 sýnir uppsafnaða tíðni (cumulative
incidence) fyrstu sýkinga skipt eftir kynjum.
Frá og með 17 mánaða aldri er marktækur
munur á fjölda drengja og stúlkna sem fengið
hafa bráða miðeyrabólgu (kí-kvaðrat próf).
UMRÆÐA
Þegar litið er á framskyggnar, erlendar
rannsóknir kemur fram mikill mismunur
á tíðni bráðrar miðeyrabólgu í bömum.
Samkvæmt þeim hafa 22 - 85% bama fengið
bráða miðeyrabólgu að minnsta kosti einu
sinni fyfir eins árs aldur (1-4,6,7). Við tveggja
ára aldur hafa 37-67% bama fengið bráða
miðeyrabólgu að minnsta kosti einu sinni (2-
4). Ekki er ljóst í hverju þessi mikli munur
liggur. I okkar könnun, sem var afturskyggn,
eru samsvarandi tölur 48% og 66%.
Uppsöfnuð tíðni fyrstu sýkingar er hærri
hjá drengjum en stúlkum og er sá munur
marktækur frá 17 mánaða aldri og út
rannsóknartímabilið (mynd 5). Þetta er í
samræmi við erlendar rannsóknir (1,2,5). í
einni rannsókn (4) þar sem þetta er athugað
kemur ekki fram marktækur kynjamunur
við níu ára aldur. Sé sú rannsókn skoðuð
nánar kemur fram, að við tveggja ára aldur
hafa marktækt fleiri drengir fengið bráða
miðeyrabólgu.
% sem hefur fengiö sýkingu
—I— Stúlkur
Mynd 5. Uppsöfnuð tíðni (cumulative incidence) fyrstu sýkinga bráðrar miðeyrabólgu eftir kynjum. Frá og með 17
mánaða aldri var munur á tíðni sjúkdómsins hjá drengjum og stúlkum marklœkur (p<0.05).