Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 52
168 LÆKNABLAÐIÐ * Norrœna lyfjanefndin í Uppsölum (NLN) vinnur að samræmingu lyfjalöggjafar, upplýsingamiðlunar og stjómunar lyfjamála. Þetta hefir leitt til mikils hagræðis og hafa miklir fjármunir sparast á þennan hátt. * Norrœna stofnunin fyrir prófun á efnum til tannlækninga (NIOM) í Haslum. Verkefnin eru stöðlun, prófun og rannsóknir, svo og söfnun upplýsinga um efni, sem ætluð eru til nota í tannlækningum. Markmiðið er, að búnaður, tæki og efni svari ávallt til þeirra staðla, sem settir eru. * Norrœna nefndin um áfengis- og fíkniefnarannsóknir (NAD) í Helsinkí. Innan hennar er rekin umfangsmikil rannsóknastarfsemi meðal annars á sviði félagslæknisfræði og félagsgeðlæknisfræði. Lögð er áherzla á rannsóknir, sem geta átt þátt í að koma í veg fyrir fíkniefnaneyzlu og þann skaða, sem af neyzlunni hlýzt. Sérstök samstarfsnefnd, sem áður var minnst á, hefir frá árinu 1985 borið ábyrgð á samnorrænum aðgerðum á svíði fíkniefnamála. SAMEIGINLEG MENNING - SAMEIGINLEGT MÁL I samvinnuáætluninni er gert ráð fyrir að endurskoða stefnuna í heilbrigðis- og félagsmálum á næstu árum. Ætlunin er að komast að því, hvort markmiðið »heilbrigði allra« og þær reglur, stofnanir og aðgerðir, sem ætlað er að færa okkur nær þessu markmiði, svari hvert til annars. Því verður að samræma stefnuna í heilbrigðis- og félagsmálum í hverju landi fyrir sig og á Norðurlöndunum sameiginlega. Nú hafa að auki bætzt við afleiðingar hugsanlegrar inngöngu fjögurra Norðurlanda í Evrópubandalagið, en Danir eru þegar þar innan. Við nálgumst óðfluga árið 1993 og verðum að fara að gera upp við okkur, hvort við ætlum að sigla eigin sjó, að fara einskipa inn með sérsamningum eða samskipa með öðrum Norðurlöndum. Takist okkur hið síðastnefnda, geta Norðurlöndin komið fram sem sameinað afl, er sækir styrk í sameiginlegt mál og sameiginlega menningu. SAMEIGINLEG MENNING Hér á landi hefir lítið verið fjallað um hugsanlega inngöngu Islands í Evrópubandalagið, þegar frá eru taldar bollaleggingar um það, hvort við þurfum að veita útlendingum hlutdeild í fiskveiðum við landið. Ástæðan er væntanlega sú, að til þess að geta sagt eitthvað frumlegt í þessum efnum, þurfa menn að vera ófreskir og geta sagt fyrir um óorðna hluti. Það einasta sem á er að byggja, er það, að á fundi í Dýflinni á síðastliðnu vori, samþykkti leiðtogafundur bandalagsins að stefna að pólitísku bandalagi á árinu 1993. Að sjálfsögðu vitum við ekki hvað felst í þessu pólitíska bandalagi, en augljóst er, að aðildarríkin verða að gefa eftir af fullveldi sínu og að við verðum háð frjálsum markaðsöflum, eins og það var orðað hér á norrænni heilbrigðisráðstefnu vorið 1990 (3). Inn í þessa mynd kemur tilskipun Evrópubandalagsins um frjálsar tryggingar, sem gildi tók 1. júní 1990, en það opnar erlendum tryggingum leið inn í þjóðlöndin. Þetta hefir valdið nokkrum áhyggjum, en á þetta má horfa frá eftirfarandi sjónarhomi: Með því að staðfesta stofnskrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa ríkisstjómir tekið á sig ábyrgð á heilbrigði þegnanna og þar með, að gera viðeigandi heilbrigðis- og félagsráðstafanir (4). Þessa viðurkenningu tel ég hluta af menningu okkar og trúi því, að ekkert okkar vilji hverfa aftur til hugmyndarinnar um sveitarómaga og fátækrahjálp. Svo lengi sem viðurkenndur er jafn réttur til heilbrigðisþjónustu, skiptir næsta litlu hvemig fjármögnunin er, hvort það er með iðgjöldum að mestu, með beinum sköttum og frjálsum tryggingum eða á einhvem annan hátt, jafnvel með happdrætti. Eg er sammála danska lækninum og heimspekingnum Henrik R. Wulff, þegar hann heldur því fram, »að á Norðurlöndunum sé opinbert heilbrigðiskerfi byggt á samfélagssáttmála og að einnig sé fyrir hendi skilmerkileg ósk um gagnkvæma samheldni, til dæmis þegar um sjúkdómsmeðferð er að ræða« (5). Hann staðhæfir, að enginn stjómmálaflokkur sé andvígur opinbera heilbrigðiskerfinu og að menn »taki því sem sjálfgefnu, að mikilvægur borgari og allsendis óþekktur einstaklingur eigi að fá sama lyfið og að sams konar aðgerð. verði gerð á þeim, séu þeir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.