Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 44
160 LÆKNABLAÐIÐ við ISS og tíma frá komu til dauða. Af þeim sem dóu voru flestir með höfuð- eða hálsáverka sem aðal dánarorsök, eða 67% (31/46). Af þeim 25 sem dóu innan viku frá komu voru 18 með heilaáverka, þrír með brjóstholsáverka og þrír með fjöláverka á minnst þremur líkamssvæðum og einn með mænuskaða (tafla IX). Af þeim 21 sjúklingi sem dóu eftir meira en viku frá komu, dóu níu af fylgikvillum, ellefu af heilaáverkum og einn eftir mænuskaða. Tveir úr þessum hópi voru með ISS < 20, annar með ISS 16 og hinn með ISS 17, og dóu báðir af afleiðingum höfuðáverka. Mynd 8 sýnir ISS og dánartíðni hjá öllum hópnum og einnig í tveimur aldursflokkum, 0-49 ára og 50 ára og eldri. Þegar litið er á dánartíðnina með hliðsjón af ISS á 10 punkta bili í aldursflokkum 0-49 ára og 50 ára og eldri, samanber töflur X og XI, er marktækur munur á dánartíðni í þessum tveimur hópum. Þeir sem eru yngri en 50 ára eru með 7.8% dánartíðni, en 50 ára og eldri með 25.6%. Eins og sjá má af töflunum er mikill munur á fjölda í hverjum ISS hópi og nálgun miðað við normaldreifingu of gróf til að gefa nothæfar niðurstöður. UMRÆÐA Með AlS-kerfinu er stefnt að því að mismunandi áverkar á mismunandi svæðum, en svipaðir að stærð, séu metnir jafnháir. AIS- og ISS-kerfin eru samt ekki að fullu vísindalega nákvæm. Þannig er í áverkaskala AlS-kerfisins (1-5) ekki jafnt milli talnanna, og því er vægi áverkanna ekki jafnt frá einni tölu til þeirrar næstu (8,9). Hvað ISS snertir er ekki um samfellda töluröð í kerfinu að ræða með jöfnum millibilum, heldur er talnaröðin rofin á nokkrum stöðum. Þannig er til dæmis ekkert ISS-gildi 7 eða 15, og fyrir ofan ISS 57 er aðeins hægt að fá ISS 59, 66 og 75 (8,10). Sömu ISS-gildi hafa mismunandi vægi eftir líkamssvæðum, og heilaslasaðir hafa hærri dánartíðni við ISS 16 og ISS 25 en einstakir áverkar á öðrum svæðum með sama ISS (9). Við útlimaáverka fær sá, sem hefur brot á tveimur eða fleiri útlimum sama ISS og sjúklingur, sem hefur aðeins eitt brot álíka stórt og það stærsta hjá hinum. Sumir hafa gagnrýnt hvað sjúklingar með Table X. Number and mortality rate in 8 ISS groups for patients 0-49 years. Patients Mortality ISS N (%) N (%) 0-9 .................. 64 (20.1) 10-19 ................. 116 (36.4) 20-29 .................. 91 (28.5) 10 (10.9) 30-39 .................. 22 (6.9) 2 (9.0) 40-49 .................. 10 (3.1) 3 (30.0) 50-59 ................... 7 (2.2) 2 (28.5) 66 .................. 1 (0.3) 75 .................. 8 (2.5) 8 (100.0) Total 319 (100.0) 25 (7.8) Table XI. Number and mortality rate in 8 ISS groups for patients 50 years and older. Patients Mortality ISS N (%) N (%) 0-9 .................. 14 (17.1) 10-19 .................. 27 (32.9) 2 (7.4) 20-29 .................. 28 (34.1) 8 (28.5) 30-39 ................... 3 (3.7) 2 (66.7) 40-49 ................... 4 (4.9) 3 (75.0) 50-59 ................... 2 (2.4) 2 (100.0) 66 ................. 1 (1.2) 1 (100.0) 75 .................. 3 (3.7) 3 (100.0) Total 82 (100.0) 21 (25.6) alvarlega höfuðáverka eina sér eru lágt metnir með þessari aðferð (9,11). Wayne S. Copes og samstarfsmenn (9) gerðu samanburð á dánartíðni eftir líkamssvæðum hjá sjúklingum sem voru með ISS 16. Þar voru höfuð- og hálsáverkar með hæstu dánartíðni 17.2%, brjóstáverkar með 6.1%, kviðarholsáverkar með 10.5% en aðrir áverkar 0%. Semmlow og Cone gerðu rannsókn á umferðarslysum og öðrum slysum á 8852 sjúklingum (12), og var þeirra niðurstaða að ISS mætti nota við önnur slys en umferðarslys með jafngóðum árangri. Höfundar ISS- kerfisins mæltu upphaflega ekki með því að nota það við mat á skot- og stunguáverkum, fyrr en búið væri að rannsaka það betur. I nýrri og endurskoðaðri útgáfu, »AIS -1985 Revision«, hefur verið bætt úr þessu. ISS er nú almennt notað við flestar tegundir slysa, þó að sitt sýnist hverjum um áreiðanleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.