Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 8
130 LÆKNABLAÐIÐ leggi leið sína til hinna tveggja síðastnefndu heimshluta. Athyglisvert er að enginn greindist með lifrarbólgu A sem verið hafði í Asíu. Kann það að skýrast af því að tiltölulega fáir íslendingar leggja leið sína þangað. A árinu 1989 varð aukning á bæði lifrarbólgu A og B meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig. Lifrarbólguveira B smitar í flestum tilvikum með blóðblöndun og kynmökum (7,8) og eru því fíkniefnaneytentur, sem sprauta sig í æð, í hættu á að smitast af þeirri veiru. Lifrarbólguveira A er hins vegar nánast alltaf talin smita frá saurmengaðri fæðu eða drykk (9) en smitun er einnig þekkt í tengslum við kynmök homma (10). A síðari árum hefur verið lýst smitun af völdum lifrarbólguveiru A meðal fíkniefnaneytenda, bæði meðal þeirra sem sprauta sig og hinna sem ekki gera það (11-13). Ekki tókst að sýna fram á með hvaða hætti íslensku fíkniefnaneytendurnir smituðust af völdum lifrarbólguveiru A. Getum hefur verið leitt að því að fíkniefni geti saurmengast við flutning landa á milli þegar þau eru falin í innyflum manna (14) og smitun eigi sér síðan stað við sprautun fíknefna í æð eða neyslu þeirra, t.d. í nef eða munn eða ef bragðað er á fíkniefnum til að sannreyna gæði þeirra (15). Smitun gæti einnig átt sér stað frá einum einstaklingi til annars með blóði vegna nálaskipta, kynmökum eða vegna almennt lélegra hreinlætisaðstæðna sem oft fylgja fíknefnaneytendum (11,12,15). Enda þótt smitun með menguðu blóði af völdum lifrarbólguveiru A hafi verið lýst (16,17) er sú smitleið þó sennilega þýðingarlítil þar sem lifrarbólguveira A er talin dvelja um skamman tíma í blóðrás (14). Niðurstöður þessarar rannsóknar leiða í ljós að nýgengi lifrarbólgna A og B er svipað á íslandi. Nokkurrar vanskráningar gætir á þessum sjúkdómum meðal lækna. Upplýsingar um ferðavenjur íslendinga, sem ekki tókst að fá, gætu gefið vísbendingar um hvemig hátta bæri ónæmisaðgerðum til ferðamanna gegn lifrarbólguveiru A. Einnig er ljóst að bæði lifrarbólga A og B em vaxandi vandamál meðal fíkniefnaneytenda hérlendis. Því er rétt að bjóða öllum næmum fíkniefnaneytendum bólusetningu gegn lifrarbólguveiru B með það fyrir augum að draga úr útbreiðslu smitsins. Niðurstöðumar renna einnig stoðum undir áður birt tilmæli um að nánum aðstandendum smitbera með lifrarbólgu B verði boðin bólusetning gegn sjúkdóminum (18). Utbreiðsla á smitandi lifrarbólgum bendir til þess að upplýsingaherferð heilbrigðisyfirvalda um smitleiðir alnæmisveiru hafi ekki haft áhrif á hegðun fíkniefnaneytenda. HEIMILDIR 1. Briem H, Weiland O, Friðriksson I, Berg R. Prevalence of antibody to hepatitis A in Iceland in relation to age, sex, and number of notified cases of hepatitis. Am J Epidemiol 1982; 116: 451-5. 2. Briem H. Declining Prevalence of Antibodies to Hepatitis A virus infection in Iceland. Scand J Infect Dis. In press. 3. Heilbrigðisskýrslur 1900-1989. Reykjavík: Landlæknisembættið. 4. Briem H. Weiland O, Einarsson ET, Von Sydow M. Prevalence of hepatitis B virus markers in ícelandic outpatients and hospital personnel in 1979 and 1987. Scand J Infect Dis 1990; 22: 149-53. 5. Centers for Disease Control: Viral hepatitis reporting. MMWR 1975; 24: 165-6. 6. Levy BS, Mature J, Washbum JW. Intensive hepatitis surveillance in Minnesota: methods and results. Am J Epidemiol 1977; 105: 127-34. 7. Francis DP, Halder SC, Prendergast TJ, et al. Occurrence of hepatitis A, B, and non-A/non-B in the United States. CDC sentinel county hepatitis study. Am J Med 1984; 69: 69-74. 8. Rosenblum LS, Hadler SC, Castro KG, Lieb S, Jaffe HW. Heterosexual transmission of hepatitis B virus in Belle Glade, Florida. J Infect Dis 1990; 161: 407-11. 9. Mosley JW. Epidemiology of HAV infection. In: Vyas GN, Cohen SN, Schmid R, eds. Viral hepatitis. Philadelphia: Franklin Institute Press, 1978; 85-104. 10. Corey L, Holmes KK. Sexual transmission of hepatitis A in homosexual men: incidence and mechanism. N Engl J Med 1980; 302: 435-8. 11. Widell A, Hansson BG, Moestrup T, Nordenfelt E. Increased occurrence of hepatitis A with cyclic outbreaks among dmg addicts in a Swedish community. Infection 1983; 11: 198-200. 12. Scheutz F, Skinhöj P, Mark I. Viral hepatitis among parenteral dmg addicts attending a Danish addiction clinic. Scand J Infect Dis 1983; 15: 139-43. 13. Holter E, Siebke JC. Hepatitis A in young Norwegian dmg addicls and prison inmates. Infection 1988; 16: 91-4. 14. Sundquist T, Johansson B, Widell A. Rectum carried dmgs may spread hepatitis A among dmg addicts. Scand J Infect Dis 1985; 17: 1-4. 15. Centers for Disease Control. Hepatitis A among dmg abusers. MMWR 1988;o 37: 297-305. 16. Seeberg S, Brandberg Á, Hermodsson S, Larsson P, Lundgren S. Hospital outbreak of hepatitis A secondary to blood exchange in a baby. Lancet 1981; i: 1155-6. 17. Hollinger FB, Kahn NC, Oefinger PE, et al. Posttranfusion hepatitis type A. JAMA 1983; 250: 2313-7. 18. Briem H, Þorsteinsson SB. Notkun bóluefnis gegn lifrarbólgu-veim B. Læknablaðið/ Fréttabréf lækna 1983; 1(10): 4-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.