Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 24
144 LÆKNABLAÐIÐ Af innlögðum sjötíu ára og eldri voru 272 sem hægt var að skima. Skilvitlega truflun höfðu 87 (32%) þeirra. Frekari greining með DSM-III-R leiddi í ljós að 37 (13.6%) uppfylltu skilmerki um óráð (delirium) og 50 (18.4%) um glöp (dementia)(sjá töflu I). Tafla II sýnir kyn, kynhlutfall, meðalaldur og fjölda karla og kvenna í hópunum með óráð, glöp og í samanburðarhópnum. Hópurinn með óráð var yngri en hópurinn með glöp og í honum voru fleiri karlmenn. Konur voru hins vegar fleiri í hópnum með glöp eða í hlutfallinu 1.5:1. Frekari mismunagreining á glöpum var ekki framkvæmd og ekki var frekar litið á sjúklinga með eðlilega skilvitund (samaburðarhópurinn) síðar í legunni. Þeim sem fengu greininguna óráð var fylgt eftir og þeir metnir þegar óráðið var gengið yfir og þá með tilliti til glapa. Þá reyndust 26 af 37 sjúklingum með óráð við komu hafa skilmerki DSM-III-R um glöp. í heild voru því 76 (28%) sjúklingar með skilmerki um glöp. Til þess að koma í veg fyrir rannsóknarskekkju voru allir sjúklingamir metnir af sama aðila (H.K.) bæði með skimprófunum og nánari greiningu eftir DSM- III-R. Flestir sjúklinganna vom búsettir í Reykjavík (77%). Frá Reykjavík og stór- Reykjavíkursvæðinu komu samtals 92% en 8% utan af landi. Búsetudreifing var jöfn meðal hópanna þriggja. Heldur fleiri sjúklingar með óráð vom giftir en þeir sem höfðu glöp, en að öðru leyti er hjúskaparstétt sambærileg í hópunum þremur. Vemlegur munur var á milli hópanna þriggja eftir því hvort þeir komu frá eigin heimili eða stofnun fyrir aldraða. Frá eigin heimili komu 80% af samanburðarhópnum en einungis um 50% þeirra sem voru með óráð eða glöp. Aðeins 9.5% sjúklinga með eðlilega skilvitund komu frá hjúkrunarheimili, elli- eða vistheimili en 40% sjúklinga með glöp komu frá slíkum stofnunum. Rösklega þriðjungi sjúklinga var vísað til sjúkrahússins af heimilislækni og tæpum þriðjungi af bæjarvaktinni. Einn af hverjum fimm var lagður inn af sjúkravakt Borgarspítalans en þangað leituðu sjúklingar sem ekki náðu í heimilislækni eða vaktlækni og komu oft á eigin vegum. Athugað var sérstaklega á bráðainnlagnarskrá hvert var aðaleinkenni sjúklings fyrir komu og tilefni þess að hann var lagður inn. Reynt var að flokka einkennin og bera saman innbyrðis milli hópanna. Tafla III sýnir niðurstöður úr þessum samanburði. Marktækur munur (p<0.001) var á skiptingu sjúklinganna í hópa eftir því hvaða einkenni þeir höfðu við innlögn. Tæplega þriðjungur óráðshópsins reyndist hafa hósta/hita. Einnig reyndist stór hluti hafa heilablæðingu (16%) og rugl (confusion) (16%). Sjúklingar með rugl voru allir nema einn í óráðshópnum. Þannig voru einkenni sjúklinga í óráðshópnum hlutfallslega önnur en í hinum hópunum tveimur. Enginn sjúklingur í óráðshópnum hafði brjóstverk við komu, þó fengu tveir útskriftargreininguna bráð kransæðastífla. Glapahópinn einkenndi hve hlutfallslega margir höfðu ýmis konar verki (annan en Table III. Main conditions for admission of patients. Delirium n (%) Dementia n (%) Controls n (%) Cough and fever 12 (32) 11 (22) 27 (15) Dyspnea 6 (16) 11 (22) 23 (12) Stroke 6 (16) 2 (4) 10 (5) Chest pain 6 (12) 33 (18) Other pain 7 (14) 11 (6) General Weakness 2 (5) 9 (18) 13 (7) Confusion 6 (16) - 1 (0.5) Other 5 (15) 4 (8) 67 (36.5) Total 37 (100) 50 (100) 185 (100) Chi-square=9.6 df=14 P<0.001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.