Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 291 streitu og ekki fundust aðrar orsakir. Oföndun var talin orsök ef spenna var undanfari aðsvifs eða aðsvifskenndar ásamt hraðri öndun, köfnunartilfinningu og dofa í höndum eða munni. Ef aðsvif eða aðsvifskennd átti sér stað við þvaglát, hægðir eða hósta var slíkt talin orsök. Ef blóðþrýstingur féll meira en 25 mm Hg úr liggjandi í standandi stöðu, eða niður fyrir 85 mm Hg við réttstöðupróf, jafnframt því að saga sjúklings benti til að aðsvifið hefði átt sér stað við stöðubreytingu, var talið að blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu væri ástæðan. Aðsvif eða aðsvifskennd voru talin orsakast af lyfjatöku ef hægt var að setja einkenni sjúklings í beint samband við töku lyfja eða rannsóknamiðurstöður bentu til þess. Oftast var hér um að ræða blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu orsakað af lyfjum en í nokkrum tilvikum hægasláttur sem aukaverkun lyfja. Hjartasjúkdómur var talinn orsök aðsvifs eða aðsvifskenndar ef eitthvað af eftirfarandi atriðum komu fram: 1. Brátt hjartadrep (staðfest með breytingum á hjartalínuriti eða mælingu á hjartahvötum). 2. Alvarleg kransæðaþrengsli staðfest með hjartaþræðingu. 3. Hjartsláttartruflanir samkvæmt eftirfarandi skilmerkjum: a) Hœgur hjartsláttur; aðsvif: Minna en 40 slög á mínútu eða hlé á hjartslætti lengur en 3 sekúndur. Aðsvifskennd: Minna en 50 slög á mínútu eða hlé á hjartslætti yfir 2 sekúndur. Hér var um að ræða sinus hægslátt (sinus bradycardia), hægslátt frá AV hnút (nodal bradycardia), sinus stöðvun (sinus arrest) eða gáttasleglarof (atrioventricular block). b) Gáttahraðsláttur (supraventricular tachycardia) meira en 180 slög á mínútu fyrir aðsvif og meira en 160 slög á mínútu fyrir aðsvifskennd. c) Gáttatitringur (atrial fibrillation) og gáttaflökt (atrial flutter) meira en 180 slög á mínútu fyrir aðsvif og meira en 160 slög á mínútu fyrir aðsvifskennd. d) Sleglahraðsláttur yfir þrjú slög í röð fyrir báða hópana. 4. Raflífeðlisfræðileg rannsókn af hjarta er sýndi eftirfarandi skilmerki (7,11): a) Truflun á sinus hnút: Hlé á hjartslætti yfir þrjár sek. og/eða leiðréttur endurheimtunartími sinus hnúts (corrected sinus node recovery time) yfir 550 msek. b) Gáttahraðsláttur: Ef raförvun (tvö örvuð aukaslög eða örvun með 250, 350, 450 slögum/mín.) framkallaði gáttahraðslátt ásamt einkennum eða blóðþrýstingsfalli (minna en 90 mm Hg) með sjúklinginn liggjandi á baki. c) Truflun á AV-hnút: Ef AV Wencheback blokk II kom fram við örvun undir 80 slögum á mínútu (700 msek). d) Oeðlilegt nœmi carotis hnúts: Ef RR-bil var meira en þrjár sek. við carotisnudd. e) Truflun á leiðni í HlS-Purkinje kerfinu: Ef HV-bil var meira en 70 msek, töf í HlS-knippi var meira en 40 msek eða ef leiðni skiptist í HlS-knippinu. f) Sleglahraðsláttur eða sleglatitringur: Ef raförvun (tvö örvuð aukaslög) framkallaði sleglahraðslátt að minnsta kosti fimm slög sem var hægt að endurtaka. 5. Osæðarþrengsli eða neggaukaþrengsli (hypertrophic obstructive cardiomyopathy) greindust með ómskoðun eða hjartaþræðingu. Niðurstöður voru metnar tölfræðilega með hlutfallsprófun (tests on proportions) (17) og tölfræðileg marktækni miðuð við 95% öryggismörk (p<0.05). NIÐURSTÖÐUR Alls reyndust 169 sjúklingar uppfylla skilyrði um aðsvif. Þar af voru fjórir sem fengu tvívegis aðsvif á tímabilinu, þ.e. 173 aðsvif alls. Karlar voru 77 (46%) og konur 92 (54%). Meðalaldur var 57 ár og var aldursdreifingin 12-94 ár. Af hópnum höfðu 73 fengið aðsvif áður (46%). Þekktan hjartasjúkdóm höfðu 42 (25%). Skiptust þeir sjúklingar nokkum veginn jafnt milli þeirra sem fengið höfðu aðsvif áður og þeirra sem aldrei höfðu fengið aðsvif. Þekktan taugasjúkdóm höfðu 21 (12%). Alls voru lagðir inn 126 sjúklingar með aðsvif, þ.e. 75% hópsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.