Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 20
300 LÆKNABLAÐIÐ sýndi óverulegan míturlokuleka. Horfið var frá aðgerð á míturloku, og eftir að ósæðargerviloku hafði verið komið fyrir hvarf míturlokulekinn er fylliþrýstingur í vinstri slegli minnkaði. Árangur. Hjá 20 af 35 sjúklingum taldist hjartaómun um vélinda hafa gefið sérhæfðari og gleggri upplýsingar en hefðbundin hjartaómun. I 15 af þessum 20 tilvikum leiddi skoðunin til frekari rannsóknar t.d. með hjartaþræðingu, eða til breytingar á meðferð. í sumum þessara tilfella, einkum þegar um los og leka á gerviloku var að ræða, var skurðaðgerð ákveðin án þess að til hjartaþræðingar kæmi. Ef breytingar fundust sem vöktu grun um segalind var blóðþynning jafnan hafin eða bætt við blóðflöguhemjandi lyfi. I öðrum tilvikum afsannaði hjartaómun um vélinda alvarlegan sjúkdómsgrun og afstýrði þannig hjartaþræðingu eða tölvusneiðmyndartöku. Fylgikvillar. Yfirleitt gekk vandkvæðalaust að setja ómslönguna niður í vélindað hjá sjúklingum. Hjá einum sjúklingi, sem ekki var tekinn með í rannsóknaruppgjör, varð að hætta við skoðunina þar sem hann gat ekki kyngt fullnægjandi. Einn sjúklingur fékk vélindisspasma er ómslangan var færð niður. Var hann látinn jafna sig í nokkrar mínútur, gefin viðbót af róandi lyfi í æð og rannsóknin svo endurtekin án vandræða. UMRÆÐA Helstu kostir hjartaómunar um vélinda eru að hægt er að skoða sjúklinga sem erfitt er að óma gegnum brjóstvegginn vegna lungnasjúkdóms eða af öðrum ástæðum. Ombreytirinn liggur nær hjartanu og því hægt að nota hærri tíðni til ómunar er gefur skarpari ómmynd. Vissir hlutar hjartans er illa sjást við ómun um brjóst sjást vel með þessari aðferð. Niðurstöður þessarar rannsóknar, þó smá sé í sniðum, eru í aðalatriðum í samræmi við útkomur stærri rannsókna. Þær endurspegla í aðalatriðum helstu ábendingar hjartaómunar um vélinda og notagildi aðferðarinnar (1-6). Greining hjartaþelsbólgu. Skjót greining hjartaþelsbólgu er mikilvæg fyrir horfur sjúklings og ígræðsla gerviloku í bráðum fasa hefur vaxið undanfarin 10 ár (7). Hefðbundin hjartaómun hefur fyrir löngu sannað notagildi sitt við greiningu hjartaþelsbólgu. Með tilkomu hjartaómunar um vélinda opnaðist hinsvegar nýr gluggi til greiningar á þessum alvarlega sjúkdómi. Meðan hefðbundin hjartaómun hefur í besta falli um 60% næmi til að finna lokuhrúður er næmi hjartaómunar um vélinda um og yfir 90%. Yfirburðir aðferðarinnar eru sérstaklega miklir við grun um sýkingu, los og leka á gervilokum, bæði í ósæðar-, og míturlokustað. Aðferðin er einnig næm við greiningu á sýkingargúl í og við ósæðarlokuhringinn (2,4,8-10). Mat á gervilokum og lokugöllum. Auk greiningar lokuhrúðurs á gervilokum við grun um virka hjartaþelsbólgu, er myndræn skerpa hjartaómunar um vélinda svo mikil að hægt er í sumum tilvikum að sjá breytingar er benda til smásegamyndunar á gerviloku. Lokulos með leka meðfram lokuhringnum sést vel og yfirleitt er auðvelt að meta magn lekans. A þetta bæði við um ósæðar- og míturgervilokur, en þó er hjartaómun um vélinda sérstaklega vel til þess fallin að meta magn míturlokuleka. Hann sést jafnan illa við brjóstlæga ómun vegna skuggaendurkasts frá sjálfri gervilokunni aftur í vinstri gátt, en þegar ómað er aftanfrá er það vandamál úr sögunni. A sama hátt hefur hjartaómun um vélinda almennt verið sérstaklega vel til þess fallin að meta útlit, skemmdir, leka og þrengsli á bæði ósæðar- og míturlokum (2,3,6,9,10). Greining ósœðarsjúkdóma. Með því að snúa ómbreytinum í vélinda að ósæðinni má sjá mestan hluta hennar frá þind og yfir á ósæðarboga. Omun um vélinda telst því í dag ein skjótvirkasta og besta aðferð sem völ er á til greiningar bráðra ósæðarsjúkdóma. Einkum hefur aðferðin sannað gildi sitt við greiningu bráðs ósæðargúlsrofs. Með lita- Doppler má auðveldlega sjá falskan skilvegg milli hins eiginlega holrúms ósæðarinnar og falsks holrúms, svo og göt á skilrúminu. Osæðargúlar og gamlir segar sjást einnig vel, og handhægt er að staðsetja meðfædd ósæðarþrengsli (2,3,6,9). Greining sega og cexla. Segarek er berast um slagæðar til hinna ýmsu líffæra eins og heila, nýma, miltis og útlima, eru oft upprunnin frá hjartanu. Segamyndun í vinstri slegli við veggskemmd eftir hjartadrep má yfirleitt finna með brjóstlægri hjartaómun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.