Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 25
l.æknablaðið 305 Tafla I. Fœrniskvarði hreyfigeiu, sjálfsbjargargetu og skilvitundar. Færniskvaröi Hreyfigeta Sjálfsbjargargeta Skilvitund 1. Full hreyfing án hjálpar Full sjálfsbjargargeta MSQ* 7-10 2. Hreyfigeta meö hjálp, Aðstoö við þvott, klæönaö s.s. hækjur eöa hjólastóll eöa viö að boröa MSQ 4-6 3. Rúmlega, hjálp í og úr stól Þarf alla aöstoð viö ADL'* MSQ 0-3 * MSQ=Mental status questionnaire ** ADL=Athafnir daglegs lífs Við athugun á skilvitund var notað einfalt skimpróf, svokallað MSQ-próf (Mental Status Questionnaire). Hreyfigeta, sjálfsbjargargeta og skilvitund voru flokkaðar á færniskvarða 1-3 þannig að óskert fæmi var 1 og skertust fæmi 3, sjá töflu I. Eftir sex mánuði var fólkið endurmetið. Af upprunalega 220 manna hópnum voru þá 195 lifandi og tókst að ná til þeirra allra. Dánartíðni var síðan aftur athuguð eftir 12 mánuði. Við tölfræðilegar athuganir var notað kí- kvaðrat próf. NIÐURSTÖÐUR í rannsóknarhópnum, alls 220 manns, reyndust 116 vera með þvagleka við fyrri athugun. Þvagleki meðal kynja skiptist þannig að meðal 173 kvenna voru 92 með þvagleka, eða 53%, og meðal 47 karla voru 24 með þvagleka, eða 51%, sem er ekki marktækur munur. Meðalaldur hópsins var 84 ár og var aldursdreifing 68-100 ár. Eftir 75 ára aldur var tíðni þvagleka svipuð í öllum aldurshópum og ekki algengari meðal eldri aldurshópanna en þeirra yngri. Meðalaldur kvenna með þvagleka var 85 ár en karla 80 ár. Á mynd eru aldursdreifing og algengi þvagleka sýnd á súluriti. Þvagleki var áberandi tengdur skertri fæmi og fannst meðal 56 af 68 sjúklingum (82%) sem flokkuðust með lclegustu skilvitundina. Af þeim sem höfðu minnstu hreyfigetuna voru 24 af 26 (92%) með þvagleka og 68 af 78 (87%) af þeim sem flokkuðust hafa minnstu sjálfsbjargargetuna. Aðeins 17 manns flokkuðust með 3 á kvarðanum í öllum þremur fæmissviðum og aðeins einn þeirra hafði ekki þvagleka. Hins vegar greindust 39 manns á kvarða 1, það er höfðu fulla Tafla II. Tengsl þvagleka og fœrni. Færnis- kvaröi Hreyfigeta N (%) Sjálfsbjargargeta N (%) Skilvitund N (%) 1. 36/98 (37) 9/59 (15) 28/104 (27) 2. 56/96 (58) 39/53 (74) 28/43 (65) 3. 24/26 (92) 68/78 (87) 56/68 (82) Fjöldi H Án þvagleka Aldur □ Meö þvagleka Mynd Aldursdreifing og algengi þvagleka. hreyfigetu, sjálfsbjargargetu og skilvitund, og reyndust 33 (85%) þeirra ekki vera með þvagleka. Tafla II sýnir tengsl þvagleka og fæmi. Algengi þvagleka var nokkuð mismunandi eftir stofnunum, t.d. voru 95% sjúklinga á Hvítabandinu með þvagleka en þar vistast fólk með langt gengna heilabilun og enginn þeirra hafði fulla sjálfsbjargargetu. Hins vegar reyndust 29% þeirra sem dvelja að vistheimilinu í Seljahlíð með þvagleka en þar eru fáir mikið skertir andlega eða líkamlega. (Sjá töflu III.) Eftir sex mánuði höfðu 25 látist, eða 11%. Af þeim höfðu 15 verið með þvagleka en það er 13% dánartíðni fyrir þvaglekahópinn. Þessi munur er ekki marktækur. Af eftirlifandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.