Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
301
Vegna óaðgengileika broddhluta hjartans bætir
hjartaómun um vélinda þar sjaldnast miklu
við, nema myndskilyrði við ómun um brjóst
séu léleg. Öðru máli gegnir um segalind í
vinstri gátt. Hjartaómun um vélinda hefur
þar algera yfirburði. Sjá má forstig sega
sem hvirfilmyndun í vinstri gátt. Órsökin er
hugsanlega aukin samloðun rauðra blóðkoma
og blóðflagna. Segamyndun í vinstri gátt
byrjar oft í eða við op gáttareyrans og stækkar
svo. Gáttareyrað sést illa við ómun um brjóst
en yfirleitt vel við hjartaómun um vélinda.
Ennfremur sést mestur hluti vinstri gáttar
og segar er þar kunna að leynast. Greining
hjartaæxla, en af þeim er slímvefjaræxli
(myxoma) í vinstri gátt algengast, er og
auðveld (9). í heild er því hjartaómun um
vélinda nákvæmari og áreiðanlegri rannsókn
en hefðbundin hjartaómun við leit að segalind
í hjarta hjá sjúklingum með einkenni um
truflun á blóðflæði til heilans (11).
Greining meðfœddra hjartasjúkdóma.
Hægri gátt sést oftast ágætlega og
gáttaskilsveggurinn mjög vel. Er hjartaómun
um vélinda því sérlega vel til þess fallin
að meta hugsanlega göt og flæði yfir
gáttaskilsvegg með aðstoð lita-Doppler-
ómunar. Einnig má nota inndælingu
ómskuggaefnis í bláæð. Hingað til hefur
aðferðin fyrst og fremst verið notuð hjá
unglingum og fullorðnum við mat á ýmsum
meðfæddum hjartasjúkdómum. Hönnun
fíngerðari ómslöngu gerir nú hjartómun um
vélinda einnig mögulega hjá yngri bömum (9).
Notkun við aðgerðir. Hjartaómun um
vélinda hefur verið notuð í yfir 10 ár til
að fylgjast með starfsemi vinstri slegils
hjá áhættusjúklingum er gangast undir
stórar aðgerðir. Breytingar á samdráttargetu
vinstri slegils sjást mun fyrr með ómun en
breytingar á hjartariti eða á fleygþrýstingi
í lungnaslagæð (1,12). Undanfarin ár hefur
aðferðin sannað gildi sitt enn frekar við mat
á míturlokum sem reynt er að gera við án
ígræðslu gerviloku. Mat á árangri ígræðslu
gerviloku, bæði í ósæðar- og míturstað, getur
og gefið mikilvægar upplýsingar. Eins og fram
kom í núverandi rannsókn fást oft upplýsingar
er leiða til breyttrar meðferðar. Hægt er að
lagfæra hluti áður en brjóstholi er lokað
og koma þannig í veg fyrir enduraðgerð.
Hjartaómun um vélinda, ásamt beinni ómun
á hjartað við opnar hjartaaðgerðir (epicardial
echocardiography), gefur nú og möguleika
á nákvæmu mati á míturlokugöllum,
meðfæddum hjartasjúkdómum og á árangri
skurðaðgerða (9,13).
Nýjar aðferðir. Ný notkunarsvið hjartaómunar
um vélinda eru í þróun. íkoma efri
lungnabláæða í vinstri gátt sést oftast vel og
hægt er að meta hraðaómróf þar með púlsandi
Doppler-tækni. Gildi þessarar aðferðar til
að meta magn míturlokuleka og fyllingu
vinstri hluta hjartans við ýmsa sjúkdóma er
á rannsóknarstigi. Hjartaómun um vélinda
verður í auknum mæli notuð til greiningar
og við aðgerðarmat á flóknum meðfæddum
hjartagöllum hjá bömum. Nýrri tvíása
(biplane) og fjölása tækni, þróun álagsprófa á
hjarta með raförvun gátta samtímis hjartaómun
um vélinda, og hönnun tölvubúnaðar til
hraðgreiningar á samdráttarbreytingum
í vinstri slegli, mun enn auka notagildi
hjartaómunnar um vélinda í framtíðinni (9,14).
Notkunaröryggi. Hjartaómun um vélinda er
örugg rannsókn sem hægt er að framkvæma
hjá um 98% sjúklinga. Fylgikvillar eru
sjaldgæfir, en aukning á hjartslætti og
blóðþrýstingi, skammvinn hjartsláttaróregla,
uppköst, og spasmi í lungnaberkjum eru
þekkt. Sköddun á vélinda og rof er ætíð
fræðilegur möguleiki en sjaldgæft. Aðeins
eitt dauðsfall er þekkt í heiminum, hjá
sjúklingi er reyndist hafa æxli í vélinda (9,15).
Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf hjá sjúklingum
með meðfædda hjartasjúkdóma eða gervilokur
hefur ekki verið tíðkuð í Evrópu en er vanaleg
í Bandaríkjunum. Nýlegar rannsóknir hafa
sýnt að blóðsýklun getur orðið við hjartaómun
um vélinda og því þörf á endurskoðun
starfsreglna á þessu sviði (9).
Lokaorð. Síðustu 10 árin hefur hjartaómun
um vélinda sannað notagildi sitt á óyggjandi
hátt. Aðferðin telst ómissandi á sjúkrahúsum
þar sem stunduð er nútíma greining og
meðferð á hjarta- og ósæðarsjúkdómum, bæði
hjá fullorðnum og bömum. Hjartaómun um
vélinda kemur þó ekki í stað hefðbundinnar
hjartaómunar, en aðferðimar bæta hvor aðra
upp. 1 æfðum höndum er hjartaómun um
vélinda örugg rannsókn sem nota ber eftir
ákveðnum ábendingum (16).