Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 297-302. 297 Ragnar Danielsen HJARTAÓMUN UM VÉLINDA ÁGRIP Hjartaómun um vélinda (transesophageal echocardiography) var gerð hjá 35 sjúklingum á aldrinum 19-76 ára á hjartarannsóknardeild Haukeland háskólasjúkrahússins í Björgvin. Samspil ábendinga fyrir rannsókninni var oft flókið, en aðalábendingar voru grunur um hjartaþelsbólgu, starfrænar truflanir á gervilokum, lokugallar, ósæðarsjúkdómar, og segaleit. Inniliggjandi sjúklingar voru 25 og hjá fimm þeirra var rannsókn gerð meðan á hjartaaðgerð stóð, en 10 sjúklingar voru utan spítala. Hjá 20 af 35 sjúklingum gaf hjartaómun um vélinda sérhæfðari og gleggri upplýsingar en hefðbundin hjartaómun. f 15 tilvikum leiddi skoðunin til frekari rannsóknar, t.d. hjartaþræðingar eða breyttrar meðferðar. Fylgikvillar voru fáir. Grein þessi lýsir aðferðinni í aðalatriðum og skýrt verður nánar frá helstu ábendingum hennar og árangri. INNGANGUR Hjartaómun er tækni er síðustu 10 árin hefur gjörbylt rannsóknarmöguleikum á að meta starfsemi hjartans óblóðugt. Venjulega er hjartað ómað á hefðbundinn hátt gegnum brjóstvegg (brjóstlæg hjartaómun). Undanfarin ár hefur þó ný tækni er felst í því að óma hjartað aftanfrá með ómbreyti (transducer) staðsettum í vélinda verið notuð í vaxandi mæli (hjartaómun um vélinda) (1,2). Forstigi hjartaómunar um vélinda var fyrst lýst af Frazin og félögum 1976. Þeir notuðu M-tækni ómun til að fylgjast með samdrætti og stærð vinstri slegils við aðgerðir, en tilraunir þeirra vöktu litla athygli. Japanskir vísindamenn þróuðu frumstæðan búnað Frá hjartarannsóknardeild Haukeland háskólasjúkrahússins í Björgvin. Höfundur starfar nú við hjartadeild Landspítalans. Lykilorð: Hjartaómun um vélinda, aðferð, ábendingar, árangur. til tvívíddar hjartaómunar um vélinda árið 1977, en umbreyttu magaspeglunartæki til hjartaómunar var fyrst lýst 1982 (1,2). Ombreytirinn er þá staðsettur á enda sérsmíðaðs tækis er í meginatriðum líkist útbúnaði til magaspeglunar. Var slíkt tæki í fyrstu notað til að fylgjast með starfsemi vinstri slegils og lofti í hjarta við áhættuaðgerðir (1). Lita-Doppler-ómun bættist svo við 1987 og jók stórlega notagildi aðferðarinnar, en nýrri tæknimöguleikar hafa einnig komið fram á síðustu árum. Hjartaómun um vélinda er í dag besta og öruggasta tæknin til greiningar margra kvilla í hjarta og ósæð (3-6). í nóvember 1989 hlaut höfundur styrk frá norska rannsóknaráðinu í hjarta- og æðasjúkdómum til að kynna sér hjartaómun um vélinda við Stanford læknaháskólann í Kalifomíu. Grein þessi skýrir frá fyrstu reynslu höfundar eftir að aðferðin var síðan tekin í notkun á hjartarannsóknardeild Haukeland háskólasjúkrahússins í Björgvin. Aðferðinni verður lýst í aðalatriðum, skýrt frá helstu ábendingum fyrir rannsókninni og árangur rakinn. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Sjúklingaþýði. Hjartaómun um vélinda var gerð hjá 35 sjúklingum (17 karlar) er vísað var til slíkrar skoðunar vegna gruns um sjúkdómsástand er betur mætti kanna með þessari tækni. Sjúklingar voru á aldrinum 19 til 76 ára, en meðalaldur ± staðalfrávik var 58±13 ár. Inniliggjandi sjúklingar voru 25 og hjá fimm þeirra var rannsóknin gerð meðan á hjartaaðgerð stóð, en 10 sjúklingar voru utan spítala. Einn sjúklingur, sem ekki er meðal hinna 35 í rannsóknaruppgjöri, gat ekki kyngt fullnægjandi og var hætt við skoðunina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.