Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 19
R, E TÖFLUR; B 04 A A 25
Hver tafla inniheldur: Pravastatinum INN, natriumsalt, 20 mg.
Eiginleikar: Lyfið blokkar HMG-CoA redúktasa og dregur þannig úr
myndun kólesteróls. Lyfið lækkar LDL-kólesteról og þríglýseríða í
blóði. Þriðjungur lyfsins frásogast. U.þ.b. helmingur er próteinbundinn
í blóði. Helmingunartími í plasma er 2 klst. Lyfið útskilst í galli og þvagi.
Ábendingar: Veruleg hækkun kólesteróls í blóði, þegar sérstakt matar-
æði hefur ekki borið tilætlaðan árangur.
Frábendingar: Skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga
og brjóstagjöf. Lyfið ætti ekki að gefa konum á barneignaraldri nema
þær noti örugga getnaðarvörn.
Athugið: Vanda þarf sérstaklega notkun lyfsins og val á sjúklingum
vegna hugsanlegra aukaverkana. Mælt er með því, að lifrarenzým séu
mæld fyrir meðferð og á 4—6 vikna fresti fyrstu 12 mánuði meðferðar,
en síðan reglulega (sjá um frábendingar og aukaverkanir lyfsins).
Einnig er mælt með því, að sjúklingar fari í augnskoðun fyrir meðferð
og síðan með reglulegu millibili meðan á meðferð stendur (sjá um auka-
verkanir lyfsins). Aukin tíðni æxla (illkynja og góðkynja) í lifur hefur
sést við gjöf mjög hárra skammta hjá rottum, en ekki hjá músum.
Aukaverkanir: Hækkun lifrarenzýma í blóði. Hækkun CK-vöðva-
enzýms í blóði. Höfuðverkur. Útþot. Óþægindi frá meltingarfærum.
Skyld lyf geta valdið dreri á auga.
Milliverkanir: Ekki þekktar.
Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegir skammtar eru 10—40
mg einu sinni á dag síðdegis. Algengasti skammturinn er 20 mg á dag.
Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkningar: 28 stk.
LIP /TAT
U lli lilil lll'lnl
Fljótvirk leið til lækkunar á
óæskilegu kólesteróli.
Bristol-Myers Squibb
Pharmaceuticals Ltd.