Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 36
314
LÆKNABLAÐIÐ
Hinn 1. janúar 1990 tóku gildi ný lög
um málefni aldraðra (10). Þessi lög
byggðu á lögum frá 1982 en gerðar höfðu
verið ýmsar breytingar vegna breyttra
viðhorfa í öldrunarþjónustu og breyttrar
verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Lögin
fjalla einnig ítarlega um framkvæmdasjóð
aldraðra, heimaþjónustu, dagvistun svo og
greiðsluþátttöku hinna öldruðu. I þessum
lögum er lögð mikil áhersla á vistunarmat.
Það skal vera í höndum þjónustuhóps aldraðra
eða öldrunamefndar, og enginn má vistast til
langdvalar á viststofnun fyrir aldraða nema að
undangengnu mati á vistunarþörf. Reglugerð
um vistunarmat var gefin út í byrjun árs
1990 (11). Að samningu reglugerðarinnar
starfaði starfshópur á vegum Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins.
VISTUNARMAT
Verkefni starfshóps um vistunarmat var
að greina alla þá grunnþætti, sem almennt
liggja til gmndvallar vistun, hvort heldur
er í þjónustuhúsnæði eða á hjúkrunardeild.
Jafnframt var verkefni starfshópsins að leggja
til mælikvarða á þyngd hvers gmnnþáttar
í ákvörðun um vistun. Vistunarmatið á að
endurspegla raunverulegar þarfir þeirra, sem
þurfa á vistun að halda þannig að enginn
veigamikill þáttur verði útundan. Hinsvegar
geta sumir sjúkdómar, til dæmis heilabilun,
leitt til svo alvarlegra einkenna og/eða
röskunar daglegs lífs, að afleiðingar eins
sjúkdóms komi fram í mörgum þáttum. Okkur
er ekki kunnugt um heildrænt vistunarmat
sem þetta annars staðar. Hinsvegar var
höfð viðmiðun af erlendum rannsóknum og
þekktum matskvörðum við val á lykilbreytum
og mælikvarða (12-14).
Vistunarmatinu er skipt í fjóra meginþætti:
Félagslegar aðstæður, líkamlegt atgervi,
andlegt atgervi og færni. Með hliðsjón af
erlendum rannsóknum (12-14) var talið, að
undir þessum meginþáttum greindust flest
þau vandamál sem leiða til vistunar. Undir
hverjum meginþætti voru greindir tveir
til fjórir undirþættir. Lagt var til að hver
undirþáttur væri metinn á 10 punkta kvarða,
þar sem ekkert stig táknar að viðkomandi
þáttur er ekki vandamál og 10 stig tákna
neyðarástand í einni eða annarri mynd. A milli
0 og 10 stiga eru síðan tvö til fjögur millistig,
sem eru ekki jafnvíð, þ.e. með vaxandi þörf
eru gefin hlutfallslega fleiri stig. Þannig
hleypur kvarðinn yfir líkamlegt heilsufar frá
0 fyrir enga þörf á reglulegu eftirliti í 1 fyrir
að eftirlits sé þörf, en þó ekki vikulega, í 3
fyrir vikulegt eftirlit, í 7 fyrir daglegt eftirlit
og í 10 fyrir eftirlit oft á dag. Reynt var
að hafa samræmi í mati mismunandi þátta.
Eftirtaldir fjórir þættir eru t.d. allir metnir eftir
þjónustuþörf: Líkamlegt heilsufar, lyfjagjöf,
hæfni til að klæðast og annast persónuleg
þrif og stjóm á þvaglátum og hægðum. Þessir
þættir eru metnir á kvarðanum: Sjaldnar en
vikulega, vikulega, daglega eða oft á dag.
Aðrir þættir verða einungis metnir á huglægari
hátt og geymir lykillinn að vistunarmatinu
skilgreiningar á einstökum þáttum og stigum
og gefur dæmi þar sem við á.
Þar sem ekki er hægt að meta allt með þáttum
og stigum, er einnig veittur möguleiki á
sérstökum umsögnum um alla meginþætti
vistunarmatsins. A matsblaði er einnig
borin fram sú spuming hvort félagslegra
eða lækningarlegra úrræða hafi verið leitað
vegna þess vanda sem um er ræða. Er þetta
gert til þess að fólk með skammtíma eða
læknanleg vandamál vistist ekki til langs
tíma af þeim sökum. Loks eru niðurstöðumar
dregnar saman á matsblaðinu sem þörf,
brýn þörf og mjög brýn þörf. Þessi hugtök
hafa ekki verið skilgreind enn. Verður það í
höndum þjónustuhóps aldraðra eða matshóps í
Reykjavík.
Lykillinn að vistunarmati á að vera
auðskiljanlegur og er hér því aðeins minnst
á aðalatriðin. Með undirþættinum »eigin
aðstæður« er átt við aðdrætti, þrif og þvotta,
þætti sem heimilishjálp sinnir, þegar hjálpar
er þörf. Með »heimilisaðstæðum« er fyrst
og fremst átt við ástand húsnæðis, hvort
það henti þeirri fötlun, sem viðkomandi
einstaklingur býr við og hvort hugsanlega
megi laga húsnæðið. »Aðstæður maka eða
annarra aðstandenda« á við getu og vilja
þeirra til að aðstoða hlutaðeigandi einstakling.
Með »neyðarástandi«, svo dæmi sé tekið, er
átt við að aðstandendur séu engir eða veiti, ef
til em, hvorki félagslega aðstoð né aðstoð við
heimilishald.
Undir »líkamlegt heilsufar« fellur hverskonar
eftirlit eða meðferð vegna líkamlegra
sjúkdóma, að lyfjameðferð undanskilinni, sem
er metin sérstaklega. Þjónustan er að jafnaði