Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 48
326
LÆKNABLAÐIÐ
Einstakir sjúkdómar hafa vinninginn yfir
samþætta hrömunarsjúkdóma, en þá sjáum
við einkum hjá hinum eldri.
Að síðustu er svo munur á sjúkdómum
eftir því hvort þeir eiga sér þrýstihópa og
stuðningsfélög eða ekki. Þannig em ekki til
stuðningsfélög fyrir slitgigt, kviðslit, æðahnúta
eða harðlífi og þess vegna eru ekki til sterkir
talsmenn fyrir þessa sjúklingahópa. Að sönnu
eru þessir sjúkdómar ekki lífshættulegir, en
þeir eru - mun oftar en við gerum okkur grein
fyrir - orsök langvarandi báginda.
SÁLFRÆÐI
FORGANGSRÖÐUNARINNAR OG
PÓLITÍSK ÁKVARÐANATAKA
Oft rekumst við á nauðsyn
forgangsröðunarinnar, þegar beitt er þrýstingi
vegna einstakra tilvika, til dæmis þegar
dagblöðin eða sjónvarpsstöðvamar slá því
upp, að tiltekinn sjúklingur hafi ekki fengið
nauðsynlega þjónustu. Starfsmanni ríkis
eða borgar er stillt upp við vegg og þegar
mikið liggur við er ráðherra tekinn á beinið.
Svörin verða venjulega þau, að þessu verði
nú kippt í liðinn svo fljótt sem verða má.
Embættismennimir svara sjálfsagt á þennan
máta af því að starfsheiðurinn er í veði og
engum stjómmálamanni dettur í hug að hætta
atkvæðunum. Þannig er fullnægt því, sem
ég hefi áður kallað tilvikaréttlæti (kasuistisk
retfærdighed). Þar sem fjárframlögin
aukast ekki, leiða slíkar skyndilausnir til
nafnleyndaróréttlætis (anonym uretfærdighed),
vegna þess að aðrir sjúklingar fá ekki að njóta
þessara úrræða og oft er þar um að ræða eldri
sjúklinga með sín samþættu vandamál. Inn í
þessa sálfræðimynd kemur einnig sá Svarti-
Pétur, sem læknar og stjómmálamenn spila.
Þannig verður læknum til dæmis á orði: »Ef
við þurfum að skera niður, verða pólitíkusamir
að segja okkur hvaða sjúklingum það á að
bitna á« - og er þeim það þó fullljóst, að
enginn stjómmálamaður fer að fremja pólitískt
sjálfsmorð með þess háttar yfirlýsingum.
Stjómmálamennimir reyna fyrir sitt leyti
að koma svarta litnum á læknana: »Við
setjum starfsemina á föst fjárlög og síðan geta
læknamir svei mér deilt þessu niður«.
ÞRÍR HÓPAR OG FJÖLMIÐLARNIR í
MIÐJUNNI
í sérhverri umfjöllun um forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustunni eru þrír leikaðilar,
borgaramir, stjórmálamennimir og
heilbrigðisstéttimar. Af og til eru það
fjölmiðlamir sem hleypa umræðunni af stað,
stundum með fréttaflutningi og stundum
þegar þeir gerast sjálfskipaðir dómarar í
leiknum. Hver leikaðili um sig er bundinn
hinum tveimur gagnkvæmum réttindum og
skyldum. Oftast fer umræðan í fjölmiðlunum
aðeins fram milli tveggja leikaðila í einu og
oft eru réttindi og skyldur slitin úr samhengi.
Þannig er oft horft fram hjá því, að oftast er
ekki hægt að auka úrræðin nema borgaramir
vilji axla auknar skattabyrðar. I raunsærri
umræðu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu
verður að horfa fram hjá draumnum (eða
blekkingunni) um það að við getum veitt
hömlulausa þjónustu og við verðum að venja
okkur við tilhugsunina um að þurfa að velja
og hafna.
SAMKENND OG HEILDARSÝN
í forgangsröðuninni innan lýðræðisins á
Norðurlöndum er oft látið í veðri vaka, að
efnahagsþátturinn sé sá mikilvægasti. Þetta
er auðvitað rétt í þeim skilningi, að væru
fjármunimir tiltækir í hæfilegu magni, myndi
draga stórlega úr þörfinni á forgangsröðun og
þá myndu siðrænu vandamálin skreppa saman.
Hins vegar hygg ég, að ennþá mikilvægara
sé afl þeirrar samkenndar, þeirrar kenndar um
samstöðu, sem getur leitt til þess, að þeir sem
standa utan þjóðfélags- eða hagsmunahóps fái
einnig sæti ofarlega á forgangslistunum,
Bæði stjómmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn
hafa átt þá ósk, að í stað heildarsýnarinnar,
(en á hana er ekki til nein mælistika), gætu
komið »hlutlaus«, mælanleg hugtök eins
og aukin lífsgæði mæld í árum (Quality
Added Life-Years, QUALY) eða raunverð
á kransæðaígræðslum, mjaðmarliðs- og
dreraðgerðum o.s.frv. Þess kyns efnahagslega
mælikvarð.a má að sjálfsögðu nota til þess að
opna augu manna, en þeir geta aldrei komið
í stað þess flókna ákvörðunarferlis, sem tekur
mið af þörfum, úrræðum, samkennd o.s.frv.