Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 6
290
LÆKNABLAÐIÐ
Voru eftirfarandi afriði fyrir hendi?
Já/Nei Já/Nei
Hræðsla Löng staða
Sársauki Nýstaöin(n) á fætur
Streita Úr baði
Aðgerð Skrýtiö bragð/lykt
Dofi í höndum/munni Kippir í útlimum
Köfnunartilfinning Bit í tungu/kinn
Hröð öndun Misst þvag/saur
Ógleði Brjóstverkur
Sviti Óreglulegur hjartsláttur
Hóstakast Líkamleg áreynsla
Verkur í tungu Erting á hálsi/rakstur
Verkur við kyngingu Horft til hliðar
Þvaglát Mæði
Hægöir Áreynsla á handlegg
Stuttu eftir máltíð Fastandi Áfengisneysla
Mynd. Atriiialisli sem fariö var í gegnuni við töku
sjúkrasögu eftir aðsvif og aðsvifskennd.
orsök var að ræða. Hjartasírit í 48 klst.,
ómskoðun á hjarta og áreynsluhjartarit
voru gerð ef einkenni sjúklings bentu til
hjartasjúkdóms. Hjartasírit var endurtekið ef
það fyrsta hafði verið óeðlilegt en uppfyllti
ekki skilmerki fyrir orsök aðsvifs eða
aðsvifskenndar. Hjartsláttartrufiun sem
olli aðsvifi eða aðsvifskennd meðan á
skráningu stóð var talin upphaflega orsökin.
Blóðþrýstingsmæling var gerð liggjandi og
standandi (orthostatic próf) ef líklegt þótti
að sjúklingur hefði fengið blóðþrýstingsfall
í réttstöðu en ekki hafði tekist að sýna fram
á það við fyrstu skoðun. Hjartaþræðing
var gerð ef einkenni leiddu til gruns um
alvarlegan kransæðasjúkdóm. Fengið var álit
sérfræðings í taugasjúkdómum ef einkenni
bentu til sjúkdóma í taugakerfi og það var
síðan mat hans hvaða sjúklingar þyrftu
í frekari rannsóknir, svo sem heilalínurit
og/eða tölvusneiðmynd af höfði. Á sama hátt
var fengið álit háls-, nef- og eymalæknis
ef einkenni bentu til mögulegs sjúkdóms í
miðeyra og jafnvægistaug.
Rafiífeðlisfræðirannsókn á hjarta var gerð ef
48 klst. hjartasírit eða hjartarafsjá leiddi í ljós
eftirfarandi (7):
1. Hjartablokk AV-II eða AV-III.
2. Hægatakt undir 40 slögum á mínútu (án
einkenna).
3. Hlé á hjartslætti meira en 2.5 sek. (án
einkenna).
4. Pöruð aukaslög frá sleglum, yfir 10 á 48
klst.
5. Hraðatakt frá sleglum oftar en einu sinni
með að minnsta kosti þremur slögum (VT) á
48 klst. hjartasíriti.
Ef sterkur grunur var um hjartsláttartruflun
þrátt fyrir að ofangreindum skilmerkjum væri
ekki fullnægt var rannsóknin gerð.
Rafiífeðlisfræðirannsókn var gerð á
sjúklingum vakandi og óslævðum og var töku
allra hjartalyfja hætt 48 klst. fyrir rannsóknina.
I staðdeyfingu voru þrjár rafskautsleiðslur
þræddar upp eftir nárabláæð (v. femoralis)
og með hjálp skyggnimagnara staðsettar hátt í
hægri gátt, við HIS knippið og í toppi hægra
slegils. Við raförvun var notaður tvöfaldur
hlébilsþröskuldur (diastolic threshold).
Skipulögð örvun var gerð í toppi og
útflæðishluta hægra slegils (right ventricular
outfiow tract). Medtronic 5356 forritanlegur
örvari og Mingograph 7 hjartarafriti voru
notaðir við rannsóknina.
Sjúklingum var skipt í eftirtalda
greiningarhópa:
1. Aðsvif eða aðsvifskennd vegna
skreyjutaugarertingar eða oföndunar (þar með
talin aðsvif eða aðsvifskennd tengd þvaglátum,
hægðurn eða hósta).
2. Hjartasjúkdómar.
3. Aðsvif eða aðsvifskennd tengd lyfjanotkun.
4. Blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu (án
lyfjanotkunar).
5. Sjúkdómar í taugakerfi.
6. Efnaskiptasjúkdómar (þar með talið
blóðleysi).
7. Óþekkt orsök.
Greinarhöfundar fóru í sameiningu yfir öll
sjúkdómstilfellin og ákvörðuðu greininguna
eftir að fullnægjandi upplýsingar og
rannsóknamiðurstöður lágu fyrir. Rannsóknum
var hætt þegar greining lá fyrir. Ef fleiri
en ein rannsókn hafði leitt til ákveðinnar
niðurstöðu var sú einfaldasta talin ákvarða
greiningu.
Aðsvif eða aðsvifskennd var talin vera vegna
skreyjutaugarertingar þegar sjúkrasaga gaf til
kynna undanfarandi hræðslu, sársauka eða