Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
293
Table V. Diagnostic investigations.
Syncope Number of patients Number of diagnosis Near syncope Number of patients Number of diagnosis
History and physical examination 169 90 83 53
Blood count and basic chemistries 169 5 83 _
Electrocardiography 169 10 83 10
Cardiac monitoring 88 20 45 11
Exercise test 41 2 32 _
Echocardiogram 47 3 24 1
Orthostatic test 35 7 21 3
Electrophysiologic examination 10 7 1 —
Coronary angiography 9 2 4 1
CT of cranium 31 2 5 —
EEG 29 4 3 -
Table VI. Present study compared to recently published studies of etiologies of syncope
Present Reykjavík Yale Boston Pittsburgh I Pittsburgh II Bois-
study 1985-86 {>60 yrs) quillaume (>65 yrs)
169 pls 11 pts 176 pts 198 pts 204 pts 210 pts 188 pts
N (%) N {%) N (%) N (%) N (%) N (%) N (%)
Cardiovascular 44 (26) 11 (10) 15 (9) 17 (8) 53 (26) 71 (34) 53 (28)
causes
Noncardio- vascular 109 (64) 80 (72) 92 (52) 156 (79) 54 (26) 56 (27) 100 (53)
Unknown 16 (10) 20 (18) 69 (39) 25 (13) 97 (48) 83 (39) 35 (19)
í töflu V má sjá hvaða atriði leiddu til
greiningar fyrir hvom hóp fyrir sig og
jafnframt hjá hve mörgum hver rannsókn var
gerð. Af þeim fimm sjúklingum sem greindust
við blóðrannsókn höfðu þrír blóðleysi, hjá
einum sjúklingi leiddi hækkun á kreatinkínasa
í ljós hjartadrep og hjá einum kom í ljós
ofmagn karbamazepíns í blóði og var það
talin orsök aðsvifsins. Hjartasíritun í 48 klst.
var gerð hjá 88 sjúklingum en nokkrir þeirra
höfðu þó áður greinst með hjartarafsjá á
bráðamóttöku eða hjartadeild.
Áreynslupróf leiddi til greiningar hjá tveimur
sjúklingum með aðsvif, annar hafði alvarlega
blóðþurrð til hjarta en hinn slegilshraðslátt
útleystan við áreynslu.
Þrír sjúklingar með aðsvif greindust
við ómskoðun á hjarta, tveir vom með
ósæðarþröng og einn með neggaukaþröng.
Ómskoðun sýndi ósæðarþröng hjá einum
sjúklingi með aðsvifskennd.
Hjartaþræðing var gerð hjá níu sjúklingum
með aðsvif og greindist þannig orsök
aðsvifsins hjá tveimur, hafði annar alvarlegan
kransæðasjúkdóm en hinn ósæðarþrengsli.
Hjartaþræðing leiddi til greiningar hjá einum
af fjórum sjúklingum með aðsvifskennd. Tveir
sjúklinganna sem fóm í hjartaþræðingu höfðu
eðlilegar kransæðar.
Raflífeðlisfræðirannsókn á hjarta var
framkvæmd hjá 11 sjúklingum með aðsvif og
aðsvifskennd. Alls greindust sjö sjúklingar við
þessa rannsókn, þrír höfðu sjúkan sinus hnút,
aðrir þrír sleglahraðslátt og einn gáttahraðslátt.
Einn sjúklinganna með sjúkan sinus hnút hafði
jafnframt gáttahraðslátt og annar hafði sjúkan
gáttasleglahnút (atrioventricular node).
UMRÆÐA
Aðsvifskennd er fyrirbæri sem ekki hefur
verið rannsakað mikið áður og við höfum
enga sambærilega rannsókn til samanburðar.
Færri sjúklingar leituðu á Borgarspítalann
með aðsvifskennd en með aðsvif. Líklegt er
að fólk leiti síður til læknis ef það missir ekki
meðvitund.