Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 44
322 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA Talið er að í allt að þremur hverra hundrað tilfella þvagrásarbólgu og ákveðinna þarmasýkinga fylgi »aseptískar liðbólgur« í kjölfarið, nokkrum vikum eða mánuðum síðar (2). Þessar liðbólgur hafa verið nefndar fylgigigt (arthritis reactiva). Vitað er að um helmingur liðbólgna í kjölfar þvagrásarbólgu er tengdur Chlamydia trachomatis-sýkingum í þvagrás. Um þriðjungur þessara sjúklinga hefur sígildan Reiterssjúkdóm (2). Hegðan þessa sjúkdóms er afar breytileg og sjúkdómsferlið ekki að fullu skilið. Sjúkdómurinn er greinilega tengdur ákveðnum vefjaflokkum en allt að 70% Reiterssjúklinga eru HLA B-27 jákvæðir (1). í heild er talið að rúmlega 2/3 þessara sjúklinga geti búist við að verða einkennalausir innan sex mánaða án langtímameðferðar (sérstaklega HLA B-27 neikvæðir sjúklingar) (3). Sjúkdómurinn byrjar mjög oft skyndilega og getur valdið einkennum frá mörgum liðum, ásamt festumeinum, einkennum frá húð, slímhúð, augum og þvagrás. Talið er að um 15% sjúklinga hafi mjög virkan sjúkdóm, liðeyðandi, sem skerði vinnugetu verulega og kalli á umfangsmikla meðferð (4). Um meðferð Reiterssjúkdóms ríkir nokkur óvissa. Menn eru sammála um, að fyrsta skrefið sé að útiloka og eyða mögulegri sýkingu. Er þá yfirleitt átt við stutta meðferð, talda í vikum, oft með tetrasýklíni. Skortur er á samanburðarrannsóknum með gervilyfjum, til athugunar á, hvort sýklalyfjameðferð geti annað hvort komið í veg fyrir liðbólgur eða haft áhrif á þyngd, útbreiðslu og tímalengd einkenna (5). Einni opinni stýrðri rannsókn var þó lokið í janúar 1988, þar sem meðferðarlengd var fjórir mánuðir (6). Var bati meðferðarhóps mun betri en búast hefði mátt við án meðferðar. Þama var þó um blandaðan hóp sjúklinga að ræða, með fylgigigt af völdum ýmissa sýkinga, í þvagrás, þörmum og víðar og því ekki sambærilegan við þann hóp sem hér er lýst. Aftursæ rannsókn, sem hér er reynd var ýmsum annmörkum háð. Sýklagreininging ónóg, þar sem klamýdíuræktanir hófust ekki hér fyrr en 1981. Ekki var hægt að útiloka nýsmit við endurvakningu sjúkdómseinkenna. Þótt mökum flestra þeirra sjúklinga sem langtímameðferð fengu hafi verið ráðlögð 7-14 daga tetrasýklín- eða erýþrómýsínmeðferð (7) er engin vissa fyrir því, að þeim ráðleggingum hafi alltaf verið fylgt. Engar ræktanir eru því til staðfestingar. Engar öruggar upplýsingar um kynsambönd þessa hóps eru fyrir hendi. Allt þetta eykur möguleika á nýsmitun einhverra í hópnum. Tilgangur langtímameðferðar var að útrýma sýkingu í þvagrás og blöðruhálskirtli og var meðferð ekki hætt fyrr en talið var að það hefði tekist. Lengst af var einkennaleysi, eðlileg þreifing blöðruhálskirtils, ásamt <5 hvítum blóðkomum í smásjárreit við 400 falda stækkun við skoðun fyrsta morgunþvags eða <10-15 hvít blóðkom í fyrsta þvagi eftir nudd blöðruhálskirtils talið útiloka bólgu. Vel má þó vera að þetta séu ekki nægjanlega ströng skilmerki, enda þau á reiki (3), þar sem þrír sjúklingar, sem uppfylltu þessi skilyrði reyndust hafa bólgu í blöðruhálskirtli við speglun. Því er mögulegt að meðferð í sumum tilfellum hafi verið hætt of snemma og það átt sinn þátt í endurvakningu einkenna. Astæðu þess að ekki fengu allir langtímameðferð, verður að rekja til þess vafa sem leikið hefur á gagnsemi meðferðarinnar (8). Virkustu lyf við klamydíusýkingu voru talin vera erýþrómýsín og tetrasýklín, en erýþrómýsín nær hærri þéttni í blöðruhálskirtli. Því voru þau notuð til upphafsmeðferðar. Þau tetrasýklínsambönd sem þekktust á áttunda áratugnum svo og erýþrómísín þolast ekki alltaf vel í langan tíma. Því voru súlfalyf og síðar kotrimoxazól valin til langtímagjafar, en þau verka einnig á klamydíasýkingar, þótt þau séu hinum síðri (9,10). Trímetóprím nær góðri þéttni í blöðruhálskirtli. Sé litið á niðurstöður hér að framan sést, að hvað lengd sjúkdómseinkenna varðar, sleppur þessi hópur vel. Einkenni í minna en sex mánuði samfleytt höfðu 83% sjúklinga, miðað við 71.7% (3). Af 27 sjúklingum sem hlutu langtímameðferð eru 86% í þessum hópi, en 75% hinna átta sem stutta eða enga meðferð fengu. Hvað langtímaáhrif varðar, var erfitt að finna samanburðarhóp. Helst væri hægt að bera framangreindan hóp saman við rannsóknarhóp Michet og samstarfsmanna, en sá hópur fékk ekki langtímameðferð sýklalyfja (1). Þeir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.