Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 313-7. 313 Pálmi V. Jónsson1-21, Sigurbjörn Björnsson2-31 MAT Á VISTUNARÞÖRF ALDRAÐRA INNGANGUR Alkunna er að öldruðum fjölgar mest allra aldurshópa í þjóðfélaginu. í árslok 1989 voru 70 ára og eldri 7.1% af þjóðinni (1), en voru 5% 1950 (2) og spáð er að þeir verði 11.6 % árið 2020 (3). Jafnframt vex fjöldi háaldraðra mest. Árið 1984 var hlutfall 85 ára og eldri 1.1% af heildarmannfjölda en spáð er að 2028 verði hlutfall þeirra 1.7% (4) . Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að 6.7% af 65-74 ára, 15.7% af 75-84 ára og 44% af 85 ára og eldri lifa við skerta fæmi í að minnsta kosti einni af athöfnum daglegs lífs (5) . Borið saman við aldurshópinn 65-74 ára, hafa 85 ára og eldri liðlega þrefalt auknar líkur á því að tapa sjálfsbjargargetu, sjöfalt auknar líkur á að hafna á hjúkrunarheimili og 2.5 faldar líkur á dauða (6). Utgjöld ríkisins vegna vistunar aldraðra eru ekki fullkomlega ljós, en á árinu 1989 voru 999 einstaklingar á stofnunum reknum á hjúkrunardaggjaldi og 889 einstaklingar á stofnunum reknum á föstum fjárlögum (7,8). Meðalhjúkrunardaggjöld ársins 1989 voru 4.250 kr. (8) og má því ætla að útgjöld ríkisins vegna hjúkrunarvistunar aldraðra séu vægt áætluð 3 milljarðar kr. árlega og veruleg en óþekkt upphæð vegna þjónustuhúsnæðis aldraðra. Þrátt fyrir þetta er mikill vandi óleystur á suðvesturhomi landsins. Það er því ekki að undra að vistunarmál aldraðra séu í brennidepli. Undanfama áratugi hafa margar viststofnanir fyrir aldraða starfað á Islandi. Þessar stofnanir hafa verið reistar af opinberum aðilum, frjálsum félagasamtökum og einkaaðilum, en allar eru þær reknar af almannafé. Frá 1'lyflækningadeild Borgarspítalans, '^Hrafnistu, 3*Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Pálmi V. Jónsson. Vegna hörguls á vistrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu, hefur stundum verið deilt um úthlutun vistrýma. I lögum um málefni aldraðra frá 1982, sem voru hin fyrstu sinnar tegundar, var gert ráð fyrir mati á þörf fyrir langtímavistun (9). Ekkert varð úr framkvæmdum, en í lögum frá 1989 um málefni aldraðra, var kveðið enn skýrar á um vistunarmatið og í kjölfar lagasetningarinnar var sett reglugerð um vistunarmat snemma árs 1990. Höfundar tóku þátt í undirbúningi vistunarmatsins og vilja kynna það læknum, þar sem það snertir starf allra sem sinna öldruðum. LÖGGJÖFIN Lögin um málefni aldraðra frá 1982 (9) kváðu á um að aldraðir ættu rétt á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu, sem þeir þyrftu á að halda og að þjónustan skyldi »veitt á því þjónustustigi, sem væri eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand þess aldraða«. Ennfremur segir að miðað skuli að því að aldraðir geti, svo lengi sem verða má, búið við eðlilegt heimilislíf, en séð verði fyrir nauðsynlegri stofnanaþjónustu þegar hennar verði þörf. Samkvæmt lögum skyldi þjónustuhópur aldraðra starfa við hverja heilsugæslustöð og í honum ættu að starfa þrír til fimm aðilar, þar af einn læknir. Þjónustuhópurinn átti meðal annars að meta vistunarþörf aldraðra í sínu umdæmi. í annarri grein laganna sagði að stjóm dvalarstofnunar tæki ákvörðun um vistun fólks að fengnu áliti forstöðumanns hennar og mati þjónustuhóps aldraðra. Nánari reglugerð eða vinnureglur vom ekki settar í tengslum við þessi lög. Þjónustuhópar störfuðu á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur en í Reykjavík komst starfsemi þjónustuhópsins aldrei á skrið. Formlegt vistunarmat í kjölfar þessarar lagasetningar lognaðist því út af í fæðingu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.