Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 26
306
LÆKNABLAÐIÐ
Tafia III. Algengi þvagleka og hreyfigetu, sjálfshjargargetu og skilvitundar á öldrunarstofnunum tengdum
Borgarspítalanum.
Þátttakendur Þvagleki Hreyfigeta’ Sjálfsbjargargeta' Skilvitund'
Stofnanir Ka Ko Smt Ul % 1 2 3 1 2 3 1 2 3
Seljahlíö 13 63 76 22 (29) 45 30 1 39 28 9 57 11 8
Droplaugarstaöir 12 55 67 33 (49) 29 27 11 15 23 29 28 13 25
Heilsuverndarstöö 7 8 15 10 (57) 4 7 4 0 12 3 7 3 1
B-álma 12 31 43 33 (77) 12 24 7 5 17 21 12 15 15
Hvítabandið 3 16 19 18 (95) 8 8 3 0 3 16 0 1 18
Samtals 47 173 220 116 (53) 98 96 26 59 83 78 104 43 68
* Færniskvaröi 1-3, sbr. tafla I
195 manns hafði þvagleki gengið til baka hjá
tveimur en sjö til viðbótar, eða alls 106 af
195, voru með þvagleka í síðara skiptið. Eftir
12 mánuði höfðu 55 látist, 37 höfðu verið
með þvagleka, eða 67% látinna, og það er
marktækur munur (P<0.05).
SKIL
Þvagleki er verulegt vandamál á hjúkrunar-
og vistheimilum fyrir aldraða. Orsakir
þvagleka eru margvíslegar, s.s. blöðru- og
þvagfærasjúkdómar, sjúkdómar í kynfærum
og taugasjúkdómar (5-8). Með hækkandi
aldri minnkar rúmmál þvagblöðrunnar og
ósjálfráðir samdrættir aukast í blöðruveggnum.
Viðnám í þvagrás minnkar, blöðrusig verður
algengt og tæming blöðrunnar ófullkomin.
Talið er að þessar öldrunarbreytingar geti
stuðlað að myndun þvagleka en oftast
kemur hann í kjölfar annarra breytinga
á heilsufari, til dæmis þegar hreyfifæmi,
skynjun, skilvitund og sjálfsbjargargetu hrakar
(1,2,9-13).
Sálfræðilegir atburðir eins og vistun á stofnun,
missir, einangrun og einmanaleiki getur haft
hér áhrif. Fæmi hins aldraða og félagsleg
staða hefur eflaust áhrif á getu og vilja
hans til þess að haldast þurr og eru þessi
atriði vissulega þess verð að skoða betur.
Sjálfsvirðing einstaklingsins skiptir líka
miklu máli en hún bíður oft mikinn hnekki
þegar þvagleki verður vandamál. Þvagleki
getur beinlínis valdið þvf að manneskjan
getur ekki lengur búið heima hjá sér eða hjá
aðstandendum sínum (1).
Rekstur stofnana fyrir aldraða kostar mikið
fé og vegur hér þungt umönnun aldraðra með
þvagleka. Margt starfsfólk þarf til viðveru og
umönnunar allan sólarhringinn og kostnaður
við hjálpartæki til meðferðar er mikill.
Hins vegar felst líka verulegur kostnaður
og fyrirhöfn í því að halda vistfólki þurru
og kostir þess ekki alltaf augljósir í augum
starfsfólks (14).
Greining á orsökum þvagleka eða á meðferð
var ekki liður í rannsókninni. Oftast eru
orsakir þvagleka margþættar, líkamlegar
og starfrænar og meðferð í samræmi við
það. Margir héldust þurrir að mestu leyti
með reglubundnum salernisferðum þótt þeir,
samkvæmt skilgreiningu, teldust vera með
þvagleka. Lyfjameðferð við þvagleka var
heldur ekki metin sérstaklega. Þrátt fyrir mikla
umönnun við þvagleka virðast batahorfur
litlar. Aðeins hjá tveimur einstaklingum hafði
þvaglekinn gengið til baka á sex mánuðum. A
sama tíma höfðu sjö einstaklingar til viðbótar
orðið þvaglekir, sem ekki voru það áður.
Flestar ferilrannsóknir hafa bent til að
þvagleki sé algengari meðal kvenna (1,10-12)
og er þá oftar um yngra og frískara fólk að
ræða en í okkar rannsókn þar sem ekki fannst
marktækur munur milli kynja. Mjög ákveðin
tengsl fundust milli verulega skertrar andlegrar
og líkamlegrar fæmi annars vegar og þvagleka
hins vegar. Aðrir hafa fundið lítil tengsl
á milli þvagleka og ákveðinna sjúkdóma
eða lyfjatöku (2,8,11,15). 1 okkar rannsókn
reyndist þvagleki misjafnlega algengur eftir
stofnunum og það endurspeglar ólíka starfsemi
þeirra.
Dánartíðni eftir sex mánuði var ekki marktækt
hærri hjá þeim sem voru með þvagleka en
eftir eitt ár mældist marktækur munur.
Campell og samstarfsmenn hans fundu að
dánartíðni eftir þrjú ár var verulega hærri