Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 325-7.
325
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
1 æknafclag Rcykjavikur
77. ARG. - OKTOBER 1991
verði úr þeim verkefnum, sem síðar koma til
álita eða þá að þau útilokast með öllu.
Siðfræði er fræðilegur grunnur siðferðisins,
sem aftur er samstæða daglegs verðmætamats
okkar, en það er háð stað og stund.
Niðurjöfnunarsiðfræði felur í sér þær
meginreglur, sem stjóma eða ættu að stjóma
útdeilingu takmarkaðra úrræða og þær
meginreglur em ekki af efnahagslegum toga.
»Við getum meira en við völdum«
SIÐFERÐILEG VANDAMÁL
OG VALÞRÖNG
TENGD NIÐURJÖFNUNINNI
í
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI
Tilvitnunin - Vi' kan mere end vi magter
- er frá danska borgarstjóranum Erling
Tiedemann. Hann lýsir því í stuttu og skýru
máli, að nauðsyn sé forgangsröðunar í
heilbrigðisþjónustunni. I ummælunum teflir
hann saman tveimur sögnum, annars vegar að
geta, sem í víðasta skilningi merkir að eiga
tök á og hins vegar að valda, sem þýðir að
ráða við.
Þar sem flestir viðskiptavinir
heilbrigðiskerfisins eru sjúkir, er augljóst
að forgangsröðun hlýtur að leiða til
siðfræðilegra vandamála, þannig að
siðfræði niðurjöfnunarinnar er undirflokkur
læknisfræðilegrar siðfræði.
Áður en hægt er að hefja umræðuna, þurfum
við skilgreiningar lykilhugtaka:
Forgangsröðun merkir, að valkostum er raðað
eftir mikilvægi. í hvert sinn, sem verkefni fær
forgang, minnka líkumar á því, að eitthvað
Höfundur er yfirlæknir á Herlevsjúkrahúsinu,
(lyflæknisdeild C), prófessor í lyflæknisfræöi
viö Kaupmannahafnarháskóla, formaöur dönsku
vísindasiöanefndarinnar í læknisfræöi og þar til á síöasta
ári aöalritstjóri Ugeskrift for læger.
FORGANGSRÖÐUN SJÚKDÓMA
Forgangsröðunin ætti, þegar bezt verður á
kosið, að taka mið af því, að allir sjúklingar
séu jafnir, að því er varðar borgaraleg
réttindi, en jafnframt, að allir sjúkdómar séu
taldir jafnréttháir. Síðamefnda skilyrðið er
hins vegar ekki ávallt viit, þegar stefna í
heilbrigðismálum er ákveðin. Þeir sem henni
ráða munu mótmæla þessu kröftuglega og þeir
hneykslast jafnvel á slíkum fullyrðingum. Hins
vegar er ljóst, að ýmis atriði virka beint og
óbeint á ákvörðun stjómvalda og lækna um
forgangsröðun.
Algengir sjúkdómar eru þyngri á metunum
en þeir, sem mjög sjaldgæfir eru og eiga þó
borgarar með sjaldgæfa sjúkdóma, rétt eins og
aðrir, aðeins eitt líf hér á jörðu.
Sjúkdómar hinna yngri em settir skör hærra
en sjúkdómar hinna eldri, vegna vitundar um
það, að lækning þeirra sem yngri em muni
gefa betri arð, þegar til lengri tíma er litið.
Líffæmm og líffærakerfum er einnig skipað
í forgangsröð, með hjarta, blóð og nýru
framarlega, en þarmar, liðir, heili (sál),
fituvefur (offita) eru neðarlega á blaði.
Sjúkdómar, sem hægt er að lina eða lækna
með tæknimeðferð, til dæmis blóðskilun
eða kransæðaaðgerð, eru settir framar þeim
kvillum, sem eiga sér enga slíka tækni.
Þeir sjúkdómar, sem stimplaðir eru
sjálfskaparvíti, svo sem ofát, Iystarstol,
áfengis- og vímuefnamisnotkun o.s.frv., eiga
ekki upp á pallborðið á sama hátt og þeir
sjúkdómar er taldir eru leggjast á fólk af
tilviljun. Þessi skipting er siðfræðilega óhæf
og hún gefur til kynna, að við vitum alls ekki
nógu mikið um þá sálfræðilegu þætti sem að
baki liggja.