Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 38
316 LÆKNABLAÐIÐ afritin til þjónustuhóps aldraðra þar sem viðkomandi býr (í Reykjavík til matshóps). Annist þjónustuhópur aldraðra matið, varðveitir hann bæði grænu og bleiku afritin ásamt fjórblöðungnum. Þeir sem vilja kynna sér þessi eyðublöð nánar geta fengið þau hjá heilbrigðisráðuneytinu. Þegar þjónustuhópur aldraðra, eða matshópur í Reykjavík, hefur lokið vistunarmati eða þegar hópnum berast bleik afrit frá stofnunum, skal færa nafn viðkomandi á vistunarskrá. Arsfjórðungslega skal senda skrána til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þegar einstaklingur vistast á stofnun er gula afritið sent til baka til þjónustuhópsins, svo að nafn viðkomandi sé máð af vistunarskrá. Viststofnunin skal senda frumrit til Tryggingastofnunar ríkisins með komudagsetningu og nafni viststofnunar og hefjast greiðslur til stofnunarinnar þar með. Loks sendir Tryggingastofnun ríkisins þessi gögn til varðveislu í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, þar sem nefnd á vegum ráðuneytisins mun annast eftirlit með framkvæmd vistunarmatsins. UMRÆÐA Markmið mats á vistunarþörf aldraðra er að ná samræmi á stofnunum hvar sem er á landinu, og að vistun taki mið af þörfum einstaklinganna. Þannig er reynt að leggja hlutlægara og samræmdara mat á þörf einstaklinganna en verið hefur, og fá einnig hugmynd um umfang þeirra vandamála sem við er að etja í samfélaginu á hverjum tíma. Undirflokkar og stig voru samin af starfshópi um vistunarmat og er reyndar um huglægt mat hópsins að ræða en höfð hliðsjón af erlendum öldrunarmatskvörðum (12-14). Að ákveðnum reynslutíma liðnum er líklegt að endurskoða þurfi bilið milli stiga og vægi einstakra þátta í vistunarmatinu. Þetta má gera með tölfræðilegum aðferðum. Einnig verður mikilvægt að meta samræmi milli mismunandi matsaðila og gildi matsins. Vistunarmatið og úrvinnsla á gögnum þess mun skilgreina biðlista viststofnana. Annars vegar sést hversu margir vilja helst fara á hverja stofnun og hinsvegar hverjir aðrir gætu hugsað sér að fara á stofnunina sem næst besta valkost. Biðlistinn endurspeglar þannig óskir fólksins um þjónustu og aðstöðu. Líklega mun fólk vistast með »mismikla þörf« eftir því hverjar aðstæður eru á hinum ýmsu stöðum landsins en heildarfjöldi rýma og innbyrðis hlutfall þeirra í vemduðu þjónustuhúsnæði og hjúkrunarrými er breytilegt eftir landsvæðum. Vistunarmatið mun þannig einnig lýsa þeim aðstæðum, sem leiða til vistunar á hverjum stað. Niðurstöðumar verður hins vegar að túlka og skilja í víðara samfélagslegu samhengi. Vistunarmatsferlið kemur í veg fyrir tvítalningu á umsóknum og mun þannig auðvelda áætlunargerð, t.d. um nýjar framkvæmdir. Þar sem biðlistinn verður skilgreindur eftir því hversu vistunarþörf er brýn, ætti að gefast kostur á að sinna neyðarástandi betur en hingað til. Komi í ljós að ákveðnir hópar fólks verði útundan og vandamál þeirra séu óleyst eða illleysanleg, má grípa til ráðstafana til að leysa vandann með reglugerðarbreytingu um vistun með nýjum úrræðum og nýjum stofnunum. Vistunarmatið tekur skýra afstöðu til þess hvort einstaklingur skuli vistast í þjónustuhúsnæði eða á hjúkrunardeild. Skiptir þetta miklu máli fjárhagslega, þar sem kostnaður á hjúkmnardeild er allt að þrefaldur á við þjónustuhúsnæði. Þar sem vistunarmatið er brotið niður í félagslega-, líkamlega-, andlega- og fæmiþætti er einnig ljóst að mjög umfangsmikil gagnasöfnun felst í vistunarmatinu, sem gæti orðið grundvöllur að rannsóknum í öldmnarfræðum. Þannig mætti leita að áhættuþáttum fyrir vistun og síðar úrræðum, sem draga kynnu úr vistunarþörf í framtíðinni. Vistunarmatseyðublöðin með meginþáttum og undirþáttum geta nýst sem minnislisti fyrir þá sem annast aldraða. Læknar geta hugleitt og kannað aðstæðar skjólstæðinga sinna í ljósi þeirra þátta, sem ráða vistun síðar. Með því að spurt er hvort læknisfræðileg eða félagsleg úrræði hafi verið reynd eru læknar hvattir til þess að reyna að leysa þau vandamál, sem fyrir liggja, áður en að leitað er eftir stofnanavist sem lausn vandans. Árangur af framkvæmd matsins er að verulegu leyti háður því að þeir læknar sem að matinu vinna kunni að meta þá grunnhugmyndafræði sem að baki matsins liggur. Til stofnanavistunar skal aðeins grípa þegar aðrir valkostir hafa verið þrautreyndir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.