Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 319-23. 319 Halldór Steinsen, Hákon Hákonarson REITERSSJÚKDÓMUR: SJÚKLINGAR VISTAÐIR Á LANDAKOTSSPÍTALA1970 TIL1984 INNGANGUR Ovissa hefur ríkt um hvort langtíma sýklalyfjagjöf hafi áhrif á gang Reiterssjúkdóms. Til að forvitnast um þetta voru sjúkraskrár allra sjúklinga með Reiterssjúkdóm, sem innlagðir höfðu verið á St. Jósefsspítalann, Landakoti árin 1970-1984, athugaðar. Haft var samband við þá sjúklinga sem mögulegt var, og sjúkrasaga fengin til ársloka 1988. Leitast var við að fá upplýsingar um það hversu lengi sjúkdómur hafði staðið, virkni hans og tegund meðferðar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Leitað var í sjúkraskrám Landakotsspítala að sjúklingum, sem uppfylltu greiningarskilmerki American Rheumatism Association (ARA) varðandi Reiterssjúkdóm, þ.e. liðeinkenni samfleytt lengur en í einn mánuð, tengd þvagrásar- eða leghálsbólgu (1). Ferill þessara sjúklinga var kannaður með aðstoð göngudeildargagna og símaviðtölum til ársloka 1988. Alls fundust 36 karlar og þrjár konur. Ekki reyndist unnt að fylgja eftir fjórum karlanna. Rannsóknarhópurinn telur því 35 einstaklinga á aldrinum 15-55 ára við innlögn. Tuttugu og tveir sjúklingar, 19 karlar og þrjár konur, höfðu augneinkenni (conjunctivitis eða iridocyclitis), liða- og þvagrásareinkenni, þ.e. Reitersþríkenni. Þrettán karlar höfðu aðeins einkenni frá liðum og þvagrás. Engin kona var í þessum hópi. Einn karlmaður hafði meltingareinkenni, en ekki tókst að sanna þarmasjúkdóm, sem tengst gæti liðbólgum. Hafði hann klamydíuþvagrásarbólgu og því talinn Frá lyflækningadeild Landakotsspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Halldór Steinsen. með í hópnum. Enginn hinna hafði meltingareinkenni. Einn karlmaður með einkennaþrennuna alla hafði jákvætt Rose Waaler-próf og vægt hækkað and-DNA en önnur gigtarpróf eðlileg. Ari seinna voru öll þessi próf eðlileg. Þessi sjúklingur hafði klamydíusýkingu í þvagrás, og var HLA B-27 jákvæður. Engir aðrir höfðu Rose Waaler-svörun né andkjamamótefni (ANA), en 34 sjúklingar voru prófaðir fyrir Rose Waaler og 27 fyrir ANA. Einn sjúklingur með N. gonorrhoea í þvagrás var tekinn með, þar sem hann fékk tvisvar endurtekið Reitersþríkenni eftir að meðferð lauk, og þá án þess að N. gonorrhoea ræktaðist. Allir fengu sterafrí bólgulyf, en tíu fengu sterainntökur og fimm sterainnspýtingar í einn lið eða fleiri á sjúkrahúsinu. Þrjátíu og tveir sjúklingar vom meðhöndlaðir með sýklalyfjúm í 14 daga. Tuttugu og tveir fengu erýþrómýsín, 1-1.5 g á dag, fimm fengu tetrasýklín 1 g á dag og fimm súlfadímetoxín 2 g á dag. Tuttugu og sjö sjúklingum var ráðlögð langtímameðferð og fengu tuttugu þeirra kotrimoxazól 80/400 mg tvisvar sinnum daglega. Sjö fengu súlfadímetoxín 500 mg einu sinni daglega. Fjórir sjúklingar tóku erýþrómýsín 250 mg þrisvar til fjórum sinnum daglega eftir að súlfameðferð hafði brugðist. Af þeim tóku tveir lyfið eitt ár eða lengur, tveir skemur en sex mánuði. Alls héldu 17 sjúklingar eða 49% meðferð í að minnsta kosti eitt ár en 10 sjúklingar (29%) í þrjá til sex mánuði að meðaltali. Engar alvarlegar aukaverkanir hlutust af sýklalyfjameðferð, og ekki þurfti að hætta meðferð neins vegna aukaverkana.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.