Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 323 athuguðu finnanleg tilfelli Reiterssjúkdóms í Rochester, Minnesota, tímabilið 1950- 1980. Tóku að vísu með tilfelli tengd þarmasýkingum, sem ekki eru höfð með hér. Alls fundu þeir 16 sjúklinga. Af þeim höfðu 63% ýmist samfelld einkenni lengi, allt að 59 mánuðum, endurtekin köst eða langvinnar liðbólgur og/eða festumein, í allt að 12 ár. Michet (1) vitnar í Fox sem fann langvinn einkenni hjá 83% sinna sjúklinga og Leirisalo, sem taldi langvinnan sjúkdóm hjá 68% síns hóps. Sambærilegir hópar hér samkvæmt töflu V gætu verið annars vegar þeir, sem fengu endurvirkni einu sinni eða sjaldnar. Hinsvegar þeir sem höfðu langvinnan sjúkdóm með endurvirkni tvisvar eða oftar. Sé þannig litið á hópinn kemur í ljós að 57% sjúklinga hefur skammvinnan, en 43% langvinnan sjúkdóm sem er lægra en hjá framangreindum höfundum. Sé íslenski hópurinn sundurliðaður með tilliti til sýklalyfjameðferðar sést að skammvinnan sjúkdóm fá 77%, 40% og 38%, allt eftir því, hvort sýklalyf voru gefin í meira en eitt ár, þrjá til sex mánuði eða tvær vikur. Síðasta talan 38% er jöfn því sem var hjá Michet (1), sem fann 37%. Aðeins 24% þeirra sjúklinga sem fengu meðferð í meira en eitt ár, fengu langvinn einkenni. Þótt stærðarmunur hópanna geri tölfræðilegan samanburð óöruggan, teljum við samt þessar niðurstöður gefa til kynna mögulega gagnsemi langtíma sýklalyfjameðferðar í því skyni að útrýma orsakandi sýkingu. Sé svo, mætti í dag gera betur. Sýklagreiningu hefur fleygt fram og auðveldara er að greina endursýkingu. Verjunotkun og meðferð maka þyrfti að vera virk. Sú spuming vaknar, hvort ástæða sé til að beita blöðruspeglun til að fylgjast með lækningu blöðruháls- og þvagrásarbólgu. Súlfalyf eru sennilega ekki besti kosturinn lengur. Spuming er um trímetóprím. Erýþrómýsín þolist sæmilega og doxýsýklín og síprofloxasín allvel þótt tekin séu lengi, þau virka betur á klamydíu, auk þess sem þau síðastnefndu em virk gegn Ureoplasma ureolyticum (11). SUMMARY To examine whether long term antibiotic treatment is effective in shortening or preventing attacks of Reiters disease, a retrospective study was undertaken on 35 patients, (32 males, 3 females) who all fulfilled the ARA criteria for Reiters disease and had been treated at St. Joseph’s Hospital, Reykjavik in the years 1970-1984. They were followed up to the end of 1988. Patients with enteropathic conditions were excluded. All but three got 14 days initial treatment with Erythromycin, Sulfadimethoxin or Tetracyclin. Seventeen patients got treatment for more than one year, 10 for 3-6 months, 20 with Trimethoprim- sulfa. Seven with Sulfadimethoxin. Eight patients had no long term treatment. Eighty five per cent of the long term treatment group had attacks lasting six months or less versus 75% in the short term treatment group. Two attacks or less were observed in 75% of those treated for one year or more. In 40% of the 3-6 months treatment group and in 38% of those not having received long term treatment. Of the remaining patients, all had more than two attacks, some more than five with more or less chronic symptoms. HEIMILDIR 1. Michet CJ, Machado EBV, Ballard DJ, McKenna CH. Epidemiology of Reiter’s Syndrome in Rochester Minnesota 1950-1980. Arthritis and Rheumatism 1988; 31: 428-31. 2. Treating Reiter’s Syndrome. Editorial. Lancet 1987; II: 1125-6. 3. Keat A. Reiter’s Syndrome and Reactive Arthritis in Perspective. N Engl J Med 1983; 309: 1605-15. 4. Ford DK. Antibiotica Treatment in Reiter’s Syndrome. Ann Rheum Dis 1979; 38/Suppl: 98-9. 5. Keat A, Dixey J, Sonnex C, Thomas B, Osbom M, Taylor-Robinson D. Chlamydia Trachomatis and Reactive Arthritis: The Missing Link. Lancet 1987; I: 72-4. 6. Pott HG, Wittenborg A, June-Hiilsing G. Long Term Antibiotic Treatment in Reactive Arthritis. Lancet 1986; I: 245-6. 7. Martin DH. Pollock S, Kuo CC, et al. Chlamydia Trachomatis Infection in Men with Reiter’s Syndrome. Ann Int Med 1984; 100: 207-13. 8. Levinus BA, van de Putte, Berden JHM, et al. Reactive Arthritis after Campylobacter Jejuni Enteritis. J Rheumatol 1980; 7: 531-5. 9. Schachter J. Sexually Transmitted Disease. In: Holmes KK, ed. New York: McGraw-Hill Book Company, 1984: 249-55. 10. Schachter J. Chlamydial Infections. N Engl J Med 1978; 298: 428-35. 11. Fong IW, Linton W, Simbul M, et al. Treatment of Nongonococcal Urethritis with Ciprofloxacin. Am J Med 1987; 82/Suppl. 4A: 311-5.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.