Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 309-11. 309 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL lll Læknaíélag islands og HÉBB Læknaíclag Reykjavikur 77. ÁRG. - OKTÓBER 1991 PVAGLEKI MEÐAL ALDRAÐRA Á STOFNUNUM Stjómun þvagláta er á meðal viðkvæmustu einkamála manna. Stjómunin er lærð í frumbemsku og þvagleki síðar á ævinni er alltaf mikið áfall fyrir þann, sem fyrir því verður. Meðal aldraðra með dvínandi heilsu, verður þvagleki oft til þess að hinn aldraði þarfnast vistunar á öldrunarstofnun. Á öldrunardeildum sjúkrahúsanna er varlega áætlað að hjúkrunarfólk verji 20-30% af tíma sínum við að annast um þvagleka að deginum til og mestur tími starfsfólks um nætur fer í þessa þjónustu. Það eru ekki til nákvæmar tölur um algengi þvagleka meðal aldraðra Islendinga utan stofnana. Meðal aldraðs fólks á Reykjavíkursvæðinu árið 1981, sem rannsakað var á vegum Hjartavemdar, töldu 16% kvennanna og 24% karlanna sig hafa »laust þvag« (1). Sama ár leiddi könnun á langlegusjúklingum á almennum sjúkradeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík í Ijós að 44% sjúklinganna höfðu enga stjóm og 14% til viðbótar höfðu takmarkaða stjóm á þvaglátum. Alls voru 19% þeirra meðhöndlaðir með inniliggjandi þvaglegg (2). í rannsókn á algengi og framvindu þvagleka meðal sjúklinga á öldrunardeildum Borgarspítala og vist- og hjúkrunarheimilum tengdum þeim sem birt er í þessu blaði (3), reyndist algengi þvagleka vera 53% meðal kvenna og 51% meðal karla. Meðal einstakra stofnana var tíðnin mismunandi, eða allt frá 29% á vistdeild Seljahlíðar til 95% á Hvítabandinu, sem er sérhæfð deild fyrir fólk með elliglöp á háu stigi. í þessari rannsókn var farið eftir skilgreiningu Alþjóðaþvaglekafélagsins (ICSCST) sem er; »sjáanlegur og óviljandi missir þvags, sem veldur félagslegum og hreinlætislegum vanda« (4). Allir, sem þurftu á sérstökum hjálpartækjum að halda, voru taldir með. Einungis þrír einstaklingar notuðu þvaglegg og endurspeglar það að nokkru hið mikla fyrirbyggjandi starf, sem unnið er á þessum vettvangi. Ljóst er einnig að sjúklingamir áttu við langvinnt ástand að stríða, sem komið var framyfir læknanlegt stig. Áberandi var að þvagleki tengdist annarri fötlun og heilsuleysi meðal sjúklinganna, þar sem 92% hreyfihamlaðasta fólksins var með þvagleka og 82% þeirra, sem höfðu langt gengna heilabilun. Ári síðar kom í ljós að lífshorfur sjúklinganna með þvagleka voru marktækt skertar miðað við þá, sem ekki höfðu haft þvagleka. Rannsóknum á þvagleka hefur fleygt fram á síðustu árum. Þessar rannsóknir hafa aukið skilning manna á því að þvagleki á sér fjölþættar orsakir, sem mikilvægt er að greina svo árangur náist við lækningu og meðferð hans (5,6). Þvagheldni byggist á því að blöðruvöðvinn (detrusor) geti slakað á og lokukerfi í blöðrubotni og þvagrás haldi. Hvoru tveggja er stjómað af ósjálfráða taugakerfinu. Kólínvirkir þrýstingsnemar hafa verið einangraðir í blöðruvegg og einnig alfa og beta adrenvirkir viðtakar, einkum í blöðrubotni og umhverfis þvagrás. Blöðruþan kemur til vitundar í framheila og aðrar stjómstöðvar þvagláta hafa verið kortlagðar s.s. í mænukylfu og neðst í mænu. Þegar boð um blöðruþan berast til vitundar og aðstæður leyfa ekki tæmingu, fara hömluviðbrögð niður til stjómstöðvar í mænu, vöðvar umhverfis þvagrás dragast saman og blöðruvöðvi slakar á. Með aldrinum verða breytingar á þvagfærum og stjórnkerfi þeirra, sem gera þvagheldni erfiðari en ella. Sjúkdómar annars staðar í líkamanum og heilsuleysi geta því auðveldlega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.