Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 24
304 LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 304-7. Sólveig Benjamínsdóttir, Anna Birna Jensdóttir, Arsæll Jónsson ALGENGI PVAGLEKA MEÐAL VISTFÓLKS NOKKURRA ÖLDRUNARSTOFNANA í REYKJAVÍK: Framvinda þvagleka og tengsl við færni ÚTDRÁTTUR Rannsókn á algengi þvagleka var gerð á sjúklingum og vistmönnum öldrunardeilda Borgarspítalans og vistheimilum tengdum þeim. Jafnframt var hreyfigeta, sjálfsbjargargeta og skilvitund metin. Alls voru 220 manns í rannsókninni, 173 konur og 47 karlar. Algengi þvagleka reyndist 53% meðal kvenna og 51% meðal karla. Þvagleki var áberandi tengdur skertri fæmi; 92% hreyfihamlaðasta fólksins var með þvagleka og 82% þeirra sem höfðu langt gengna heilabilun. Eftir sex mánuði var hópurinn endurmetinn og höfðu þá 25 manns látist. Lítil breyting hafði orðið á stjómun þvagláta meðal eftirlifenda. Eftir ár höfðu 55 látist, þar af 37 úr hópnum með þvagleka og reyndist sá munur tölfræðilega marktækur. Þvagleki batnaði ekki hjá rannsóknarhópnum og lífshorfur sjúklinga með þvagleka voru marktækt skertar. INNGANGUR Á öldrunardeildum og hjúkrunar- og vistheimilum fyrir aldraða erlendis er þvagleki talinn vera algengt vandamál sem vegur þungt í umönnun og meðferð (1-3). Lítið er vitað um algengi þvagleka á stofnunum fyrir aldraða á Islandi eða tengsl við aldur, kyn og almennt heilsufar. Enn minna hefur verið skráð um batahorfur þvagleka og tengsl við lífslíkur. Það var því rík ástæða til að kanna þessi atriði nánar og aðstæður til upplýsingaöflunar þóttu kjömar við öldrunardeildir, og hjúkrunar- og vistheimili tengd Borgarspítalanum í Reykjavík. Frá öldrunarlækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ársæll Jónsson SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR í rannsókninni var allt vistfólk og sjúklingar öldrunardeilda B-álmu Borgarspítalans og stofnana fyrir aldraða tengdar spítalanum. Þessar deildir eru; öldrunarlækningadeildir í B-álmu, langlegudeild fyrir heilabilað fólk á Hvítabandi, hjúkrunar- og vistheimili að Droplaugarstöðum og vistheimilið að Seljahlíð sem njóta læknisþjónustu frá B-álmu og einnig langlegudeild E-63 á Heilsuvemdarstöð. Samtals voru þetta 220 manns, 173 konur og 47 karlar. Við skilgreiningu á þvagleka var notast við staðal Alþjóðaþvaglekafélagsins (ICSCST) sem er; »sjáanlegur og óviljandi missir þvags sem veldur félagslegum og hreinlætislegum vanda« (4). Þannig var þvagleki, sem stóð í stuttan tíma, ekki talinn með. Þeir einstaklingar sem höfðu þvaglegg í þvagrás eða utan þvagrásar, voru meðtaldir, en alls voru það þrír karlar. Þeir sem reglulega voru settir á salerni og þannig komið í veg fyrir þvagleka, voru einnig meðtaldir þrátt fyrir að þannig héldust flestir að mestu leyti þurrir. Á hverjum stað var upplýsingum safnað af sama aðila (S.B.) með viðtölum við viðkomandi hjúkrunarfræðinga, einstaklingana sjálfa og úr sjúkraskýrslum. Þessar upplýsingar voru því næst færðar inn á tölvuforrit til frekari úrvinnslu. Jafnframt því að kanna algengi þvagleka, voru könnuð tengsl þvagleka við aldur, kyn, hreyfigetu, sjálfsbjargargetu og skilvitund. Sjálfsbjargargeta ræðst að mestu leyti af hreyfigetu og skilvitund. Rétt þótti að nota þessa skiptingu þar sem annars vegar er hluti hópsins með góða sjálfsbjargargetu þrátt fyrir lélega hreyfigetu og hins vegar aðrir með lélega sjálfsbjargargetu, þrátt fyrir góða hreyfigetu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.