Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
321
Tafla V. Endun’irkni einkenna hjá 35 sjúklingum með Reiterssjúkdóm með tilliti til meðferðar.
Einkenni Meöferö 1 ár eöa > % Meðferð 3-6 mán. % Meöferö 0-2 vikur % Sam- tals %
Án endurvirkni 9 (53.0) 3 (30.0) 2 (25.0) 14 (40.0)
Endurvirknixl 4 (23.5) 1 (10.0) 1 (12.5) 6 (17.1)
Endurvirknix2-3 2 (11.8) - 1 (12.5) 3 (8.6)
Endurvirknix4 eöa meir 2 (11.8) 6 (60.0) 4 (50.0) 12 (34.3)
Samtals 17 (100.0) 10 (100.0) 8 (100.0) 35 (100.0)
á athugunartímanum, en 14 sjúklingar fengu
aðeins eitt kast.
Niðurstöður varðandi það hve
sjúkdómseinkenni stóðu lengi og varðandi
meðferð eru dregnar saman í töflu VI.
Eins og sjá má á töflu IV fengu fjórir þeirra
sjúklinga með sígildan Reiterssjúkdóm,
sem tóku lyf í eitt ár eða lengur, ekki nýtt
sjúkdómskast. Af þeim hafði einn sjúklingur
fyrst tekið kotrimoxazól í sex mánuði en hætti
þá og fékk nýtt sjúkdómskast þremur árum
síðar. Tók þá súlfalyf í þrjá til fjóra mánuði,
hætti og fékk nýtt sjúkdómskast stuttu síðar.
Hélt þá loks kotrimoxazólmeðferð í rúmt ár
og hefur verið alveg einkennalaus síðstaliðin
sex ár. Annar sjúklingur í þessum hópi var
heilt ár að jafna sig af sjúkdómnum en hefur
ekki fengið nýtt sjúkdómskast síðan.
Af sjúklingum með sígildan Reiterssjúkdóm,
sem fylgdu meðferð í þrjá til sex mánuði,
fengu þrír sjúklingar ekki nýtt sjúkdómskast
en sex sjúklingar urðu fyrir endurvirkni eftir
að þeirri meðferð lauk.
Þrír sjúklingar með sígildan Reiterssjúkdóm
fengu einungis sýklalyf í tvær vikur og tveir
alls ekki. Einn þeirra fyrmefndu fékk eftir
það eitt nýtt sjúkdómskast en tveir fjögur
sjúkdómsköst eða fleiri. Þeir fengu allir
tveggja vikna meðferð við upphaf á hverju
nýju kasti. Annar hinna síðamefndu hafði væg
einkenni í eitt ár og var síðan einkennalaus.
Hinn fékk endurvirkni oftar en fjórum sinnum.
Af þeim níu sjúklingum sem höfðu liða-
og þvagrásareinkenni án augneinkenna og
héldu meðferð í eitt ár, fengu fimm ekki nýtt
sjúkdómskast, utan einn sem fékk eitt nýtt
sjúkdómskast þremur árum eftir að meðferð
lauk. Þá ræktuðust frá honum klamydíusýklar.
Þessi sjúklingur er talinn til þessa hóps
Tafla VI. Hlutfallsskipting 35 sjúklinga með Reiters-
sjúkdóm með tilliti til varanleilca einkenna og meðferðar.
Meöferö Meöferö Meöferö
1 ár eöa > 3-6 mán. 0-2 vikur
i%) (%> (%)
Skammvinnur sjúkdómur tvö köst eöa færri (76.5) (40.0) (37.5)
Langvinnur sjúkdómur fleiri en tvö köst (23.5) (60.0) (62.5)
þar sem um staðfesta endursýkingu var að
ræða. Var sjúklingur þá meðhöndlaður með
erýþrómýsíni, sem hann tók í sex mánuði, og
hefur verið einkennalaus síðan. Tveir hinna
fjögurra fengu tvö ný sjúkdómsköst eftir að
meðferð lauk, annar þeirra þremur árum síðar
og fékk þá doxýsýklín í sex mánuði. Fékk
hann fljótlega nýtt kast og tók'.þá erýþrómýsín
í eitt ár o'g hefur verið einkennalaus síðan.
Hinn fékk einkenni að nýju tveimur mánuðum
eftir að meðferð lauk og tók þá kotrímoxazól
í þrjá mánuði og hefur verið einkennalaus
síðan. Einn þessara sjúklinga fékk margoft
ný sjúkdómsköst þrátt fyrir að hann tæki
fyrst kotrímoxazól í sex mánuði og síðan
erýþrómýsín í eitt ár.
Einn sjúklingur í þessum hópi hélt ekki
erýþrómýsínmeðferð nema í fimm til sex
mánuði og fékk mörg ný sjúkdómsköst eftir
það. Hefur hins vegar verið einkennalaus
síðastliðin átta ár.
Þrír sjúklingar í þessum hópi fengu tveggja
vikna meðferð með sýklalyfjum. Einn þeirra
varð einkennalaus eftir það. Annar fékk tvö
ný sjúkdómsköst, en við fyrsta kast ræktaðist
frá honum N. gonorrhoea. Þessi sjúklingur
hefur verið einkennalaus frá 1973. Þriðji
sjúklingurinn fékk endurtekin sjúkdómsköst
eftir þessa tveggja vikna meðferð.