Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 42
320 LÆKNABLAÐIÐ Með endurvirkni sjúkdóms er hér átt við nýtt sjúkdómskast, sem snertir eitt eða fleiri líffærakerfi (liði, þvagfæri, augu, húð). NIÐURSTÖÐUR Fylgst var með 35 sjúklingum, 32 körlum og þremur konum, sem öll uppfylltu greiningarskilmerki Reiterssjúkdóms (ARA) og voru innlögð á Landakotsspítala árin 1970 til 1984. Meðallegutími var 15 dagar (8-30 dagar) og höfðu 25 sjúklingar einkenni frá fleiri en þremur liðum. Tími frá upphafi einkenna var breytilegur. Þrettán höfðu tveggja til átta vikna sögu, sex tveggja til sjö mánaða sögu og 16 sjúklingar höfðu árs sögu eða lengri. Þrjátíu og tveir sjúklingar höfðu sögu um þvagrásarbólgu með þvaglátasviða og útferð. Þrír þeirra voru blöðruspeglaðir til að meta einkenni og reyndust tveir hafa blöðruháls- eða þvagrásarbólgu með roða í efri þvagrás eða útferð frá blöðruhálskirtli. Aðrir þrír gáfu enga sögu um þvagrásareinkenni, en voru speglaðir í greiningarskyni. Sú rannsókn leiddi í ljós þvagrásar- og/eða blöðruhálskirtilsbólgu hjá þeim öllum. Þannig greindist þvagrásar- og blöðruhálskirtilsbólga hjá 35 sjúklingum. Sautján sjúklingar höfðu sögu um reðurhúfu- og forhúðarbólgu (balanoposthitis). Augneinkenni sem tárubólga (conjunctivitis) voru í sögu 21 sjúklings en aðeins fjórir höfðu sýnilega tárubólgu við innlögn. Níu sjúklingar fengu litu- og brárlíkisbólgu (iridocyclitis), sem leiddi til innlagnar. Augnlæknar skoðuðu þá og 21 sjúkling að auki, samtals 30 sjúklinga. Sökk var meira en 20 mm hjá 21 sjúklingi (sjá töflu I). HLA flokkun var á þessu tímabili einungis gerð hjá sjö sjúklingum og voru fjórir HLA B27 jákvæðir, en þrír sjúklingar neikvæðir. Röntgenmyndir voru teknar af sjúkum liðum, en auk þess alltaf af höndum, fótum og spjaldliðum. Niðurstöður sjást í töflu II. Ræktað var frá þvagrás og/eða blöðruhálskirtilsslími allra. Klamydía fannst aðeins hjá þremur, en klamydíuræktanir hófust hér haustið 1981. N. gonorrhoea ræktaðist frá einum. Tafla I. Sökkmœlingar hjá 35 sjúklingum með Reiterssjúkdóm. Sökk mm/klst <20 20-50 50-100 >100 Fjöldi sjúklinga 14 8 11 2 Tafla II. Röntgengreining liðmynda 35 sjúklinga með Reiterssjúkdóm. Röntgen- Ósértækar Úrátu iljabands- greining Eölileg breytingar liöbólga beingerving Fjöldi sjúklinga 20 9 5 1 Tafla III. Samfelld einkennalengd 35 sjúklinga með Reiterssjúkdóm með hliðsjón af lengd meðferðar. Samfelld einkennalengd <1 mán. 1-3 mán. 3-6 mán. >6 mán. Meöferö 1 ár eöa meir 1 8 5 3 Meöferö 3-6 mán 1 5 3 1 Meðferð 2 vikur eöa meir 1 4 1 2 Samtals 3 17 9 6 Tafla IV. Yfirlit yfir endurxirkni einkenna hjá 35 sjúklingum með Reiterssjúkdóm með tilliti til sjúkdómsmyndar og meðferðar. Meö- Meö- Meö- ferö ferö ferö Einkenna- 1 ár 3-6 0-2 Sam- samstæöur eöa > mán vikur tals Án endurvirkni L+Þ+Au 4 3 1 8 L+Þ 5 0 1 6 Endurvirknixl L+Þ+Au 3 1 1 5 L+Þ 1 - - 1 Endurvirknix2-3 L+Þ+Au - - — — L+Þ 2 - 1 3 Endurvirknix4 L+Þ+Au 1 5 3 9 eöa meir L+Þ 1 1 1 3 Samtals 17 10 8 35 Einkenni: L=liðir, Þ=þvagrás, Au=augu Samfelld einkenni stóðu allt frá einum til tólf mánaða (sjá töflu III). Einungis tveir höfðu væg samfelld einkenni í 12 mánuði. Tuttugu sjúklingar voru einkennalitlir við brottför af sjúkrahúsi. Ellefu höfðu einhver liðaeinkenni milli sjúkdómskasta. Fjöldi endurvirknitilfella var breytilegur og má sjá hann í töflu IV og V með tilliti til einkennasamstæðna og meðferðar. Tólf sjúklingar fengu fimm sjúkdómsköst eða fleiri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.