Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 327 SKYLDUR LÆKNA í UMRÆÐUNNI UM FORGANGSRÖÐUNINA Læknar hafa skyldu til að tjá sig umfram það, sem veit einungis að ráðgjöf um einstaka sjúkdóma eða líffæri og ekki nægir að þeir komi einungis fram sem talsmenn þrýstihóps, þó svo hópurinn beri fram réttmætar kröfur. Með öðrum orðum sagt: Læknar hafa siðferðilega skyldu til þess að tjá sig út frá heildarsýn til samfélagsins og heilbrigðiskerfisins. Lykilorðið í brýnni umræðu um forgangsröðunina á næstu árum er trúverðugleiki. Heilbrigðisstarfsmenn verða að leggja sitt af mörkum í nauðsynlegri og vísindalega viðeigandi upplýsingamiðlun. Það gera þeir ekki sem siðræn ofurmenni (því sú manngerð er, eins og við vitum, ekki til). Það gera þeir hins vegar sem borgarar með sérstaka ábyrgð. I þeim tilvikum hugsa þeir ekki einungis um eigin sjúklinga, heldur um alla þá sjúklinga sem þeir komast ekki í snertingu við og viðurkenna þar með rétt hinna til heilbrigðisþjónustu. Povl Riis Greinin er útdráttur úr erindi fiuttu á Landspítalanum 25. marz 1991. (Örn Bjarnason íslenzkaði.)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.