Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 8
216 LÆKNABLAÐIÐ Table V. Group A HCM (non HCM) Group B Symptoms Number ........................................... 12 322 112 Angina......................................... 6 (50%) */+++ 65 (20%) 8 (7%) Dyspnea........................................ 5(42%)*/++ 32(10%) 9 (8%) Syncope............................................ 4 (33%) ***/+++ 8 (2%) 2 (2%) Palpitations....................................... 3 (25%) ns/+ 24 (7%) 4 (4%) No symptoms........................................ 3 (25%) **/+++ 233 (69%) 92 (82%) ECG-findings LVH............................................ 5(42%)**) 41(13%) ST-T abnormality................................... 6 (50%) ns 110 (34%) Q-waves........................................ 3 (25%) ns 53 (16%) BBB ........................................... 1 (8%) ns 33 (10%) LAA............................................ 1 (8%) ns 11 (3%) P<0.05*; P<0.001***; HCM compared to group A P<0.05+; P<0.001+++; HCM compared to group B LVH = left ventricular hypertrophy; BBB = bundle branch block LAA = left atrial abnormality; ns = not significant. (tafla IV). Hjartavöðvasjúkdómur var ekki meðal sjúkdómsgreininga á dánarvottorðum hinna 80 karlanna. Telja má að algengi hjartavöðvaþykknunar meðal miðaldra karla, sem hafa afbrigðilegt hjartarit, sé 3,6% (14 af 393). Meðal karla með eðlilegt hjartarit var algengið 0,8% (tveir af 242). Reiknað algengi hjartavöðvaþykknunar meðal 3607 karla sem voru upphafsþýðið í rannsókninni er því eftirfarandi [(452 x 0,05) + (3155 x 0,008)] : 3607 = 1,1% eða 1100 af 100.000. Óvissumörkin (95%) eru 300-3200. Sé reiknað með því að allir einstaklingar með hjartavöðvaþykknun í upphafsþýðinu séu fundnir er reiknað algengi 0,4% eða 440 af 100.000. Framhreyfing míturloku í slagbili sást við ómskoðun hjá fjórum af 12 körlum með hjartavöðvaþykknun, en einnig hjá þremur körlum í hópi A sem höfðu ekki hjartavöðvasjúkdóm. Óhljóð heyrðist í slagbili hjá fimm körlum með hjartavöðvaþykknun en 49 (15%) þeirra sem höfðu afbrigðilegt hjartarit án hjartavöðvaþykknunar (p<0,01). Fjórir karlar sem reyndust hafa hjartavöðvaþykknun við ómskoðun áttu fyrsta stigs ættingja sem hafði látist skyndilega eða hafði hjartavöðvaþykknun. Enginn marktækur munur var á blóðþrýstingi karla með hjartavöðvasjúkdóm í samanburði við aðra þátttakendur sem höfðu eðlilegt eða afbrigðilegt hjartarit í upphafi, en fiestir karlar með háþrýsting tóku háþrýstingslyf að staðaldri. Tíðni sjúkdómseinkenna var meiri hjá körlunum með hjartavöðvasjúkdóm en í samanburðarhópunum (tafla V). Helstu einkenni voru brjóstverkur og mæði en fjórðungur karlanna með hjartavöðvaþykknun höfðu engin sjúkdómseinkenni. Einn af fjórum körlum sem reyndust hafa hjartavöðvaþykknun við krufningu hafði greinst í lifanda lífi með sjúkdóminn og 42% þeirra sem greindust við óntskoðun voru fyrirfram taldir hafa sjúkdóminn. Algengustu afbrigði á hjartariti karlanna með hjartavöðvaþykknun voru þykknun á vinstri slegli (50%) og ósértækar ST og T-breytingar (42%). Djúpir, viðsnúnir T-takkar fundust hjá þremur körlum. Tveir karlar sem reyndust við krufningu hafa hjartavöðvaþykknun höfðu eðlilegt hjartarit. Holterskráning var gerð hjá 11 körlum með hjartavöðvasjúkdóm. Tveir höfðu gáttatif og tveir höfðu gangráð vegna endurtekinna aðsvifa eða yfirliða. Hjá hinum kom fram eðlilegur sínustaktur. Takttruflanir frá sleglum af flokkun Lowns 3 eða 4 fundust hjá fimm, þar á meðal pöruð aukaslög frá sleglum hjá tveimur og stuttar runur af sleglatakti hjá þremur körlum. Enginn hafði sjúkdómseinkenni sem rekja mátti til takttruflana. Þessar niðurstöður voru bomar saman við Holterskráningu hjá 40 eðlilegum körlum sem áður voru rannsakaðir (17), en meðal þeirra höfðu aðeins tveir takttruflanir í sama flokki. Munurinn á flokkun takttruflana var því marktækur (p<0,001) körlum með hjartavöðvasjúkdóm í óhag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.