Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 243-9 243 Vigfús Sigurðsson, Kristján Steinsson, Sveinn Guðmundsson, Árni J. Geirsson FJÖLKERFABANDVEFSSJÚKDÓMAR Á ÍSLANDI ÁGRIP I faraldsfræðilegri rannsókn á Islandi á rauðum úlfum, fjölkerfaherslismeini, fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu og blönduðum bandvefssjúkdómi var beitt viðurkenndum skilmerkjum til flokkunar sjúkdómanna. Efniviður voru allir sjúklingar, skráðir á sjúkrahúsum landsins sem og utan sjúkrahúsa, á 10 ára tímabili frá 1975- 1984. Alls fundust 100 ný tilfelli: Með rauða úlfa 76, 13 með herslismein, sex með fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu og íimm með blandaðan bandvefssjúkdóm. Aldursstaðlað nýgengi fyrir rauða úlfa var 5,8 fyrir konur og 0,8/^00.000/ári fyrir karla; fyrir herslismein 0,7 og 0,4; fyrir fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu 0,3 og 0,1 og fyrir blandaðan bandvefssjúkdóm 0,4 og 0,0. Af sjúklingum með rauða úlfa hefðu 25% ekki talist með ef efniviður rannsóknarinnar hefði takmarkast við sjúkrahús landsins. Samanborið við fyrri rannsókn á rauðum úlfum á fjórum sjúkrahúsum á íslandi kom fram raunveruleg fjölgun tilfella á síðastliðnum 20 árum. Nýgengi og algengi rauðra úlfa og fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu hér á landi reyndist vera innan þeirra marka, sem fram hafa komið í erlendum rannsóknum, en algengi herslismeins og blandaðs bandvefssjúkdóms reyndist lægra en talið hefur verið til þessa. Sjúkdómamir eru allir mun algengari meðal kvenna en karla. Meðalgreiningartöf er áberandi löng fyrir rauða úlfa. Dánartíðni reyndist marktækt aukin við alla þessa sjúkdóma. INNGANGUR Fjölkerfabandvefssjúkdóma (diffuse connective tissue diseases) ber að hafa í huga við mismunagreiningu sjúkdóma er birtast með Frá lyflækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipli: Kristján Steinsson. einkennum frá mörgun líffærakerfum. Orsakir fjölkerfabandvefssjúkdóma eru enn að mestu óþekktar, en þessir sjúkdómar eiga ýmislegt sammerkt, hvað meingerð og sjúkdómsmynd varðar. Yfirleitt er hægt að sýna fram á sjálfsmótefni í blóðvatni og mótefnafléttur í vefjasýnum. Áhrifa gætir á mörg líffærakerfi og sjúkdómsmyndin getur verið óljós í byrjun, hvað ákveðna sjúkdómsgreiningu varðar. Sjúkdómamir þróast síðar yfir í ákveðnari mynd. Sjúkdómsmyndin er þó áfram blönduð í vissum tilfellum (blandaður bandvefssjúkdómur). Vegna fjölbreytilegrar sjúkdómsmyndar hafa verið sett fram skilmerki fyrir þessa sjúkdóma til stuðnings við greiningu og flokkun. Til fjölkerfabandvefssjúkdóma teljast rauðir úlfar (systemic lupus erythematosus), iktsýki (arthritis rheumatoides), herslismein (systemic sclerosis), fjölvöðvabólga/húð-vöðvbólga (polymyositis/dermatomyositis), æðarbólga (vasculitis), blandaður bandvefssjúkdómur (mixed connective tissue disease) og Sjögrens sjúkdómur (1). Faraldsfræðilegar rannsóknir á rauðum úlfum, fjölkerfa herslismeini, fjölvöðvabólgu/húð- vöðvabólgu og blönduðum bandvefssjúkdómi á heilt þýði (population) hafa ekki verið framkvæmdar fyrr. Fyrri erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir á þessum sjúkdómum (2-16) byggja yfirleitt á völdu úrtaki frá ákveðnum sjúkrahúsum eða landsvæðum. Hér á landi eru aðstæður hagstæðar til faraldsfræðilegra rannsókna og verður hér fjallað um slíka rannsókn á rauðum úlfum, fjölkerfaherslismeini, fjölvöðvabólgu/húð- vöðvabólgu og blönduðum bandvefssjúkdómi. Leitast var við að finna öll tilfelli ofangreindra fjögurra sjúkdóma á landinu og gefa þannig raunsanna mynd. ítarlegri athugun var gerð á sjúkdómsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.