Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 24
232
LÆKNABLAÐIÐ
brisæxli með þessari aðferð, en hún gefur þó
ekki fölsk jákvæð svör (5).
Við endurmat á rannsóknum, sem
framkvæmdar voru á sjúklingi, má með
góðum vilja sjá æxlið á röntgenmyndum
sem teknar eru við skuggaefnisinndælingu
í iðrarholsstofnæð (truncus coeliacus), en
æxlið ber í miltað á öllum myndum og er það
sennilegasta skýringin á að það greindist ekki.
Dálítið mismunandi niðurstöður mælinga á
hormóninnihaldi miltisæðablóðs skýrist með
lagskiptu blóðflæði en mestur hluti blóðsins
kemur frá milta, þó brisbláæðarnar séu margar
eru þær allar smáar.
Fjölmörgum aukaverkunum og fylgikvillum
hefur verið lýst við lifrarástungur. Ef
stungið er í gegnum brjósthol er möguleiki
á loftbrjósti og blæðingu í brjósthol. Við
lifrarástungu er einnig möguleiki á því að
gat komi á gallgang eða gallblöðru og lýst
hefur verið gallleka í kviðarhol, en slíkt getur
verið mjög sársaukafullt fyrir sjúklinginn.
Einnig er möguleiki á blæðingu frá lifur eða
jafnvel frá neðri holæð (vena cava inferior).
Allir þessir fylgikvillar eru sárasjaldgæfir og
þarfnast næstum aldrei aðgerðar (2).
Til mikils er að vinna að skurðlæknirinn viti
sem nákvæmast um staðsetningu æxlisins
(sem getur verið smáarða), til þess að
ekki þurfi að nema á brott of stóran hluta
briskirtilsins eða taka burt stóran hluta
kirtilsins »blindandi«.
Niðurstaðan er því sú, að þó svo að PTP-
rannsókn sé tímafrek og krefjist lifrarástungu
og þar með ekki alveg hættulaus, eigi
hún rétt á sér eftir að aðrar algengari og
auðveldari aðferðir fyrir sjúklinginn hafa
reynst árangurslausar.
Saga þessa sjúklings er einnig athyglisverð
að því leyti að fyrstu insúlínmælingar voru
ekki sláandi háar þrátt fyrir lágan blóðsykur,
en insúlínið fór greinilega hækkandi með
tímanum. Meðan beðið er eftir að rannsóknir
leiði í ljós staðsetningu insúlínoma er meðferð
með diazoxíð gagnleg (6).
ÞAKKIR
Höfundar kunna Sigurði V. Sigurjónssyni
röntgenlækni Landspítala bestu þakkir fyrir
mynd 2 og Jóni Guðmundssyni röntgenlækni
Borgarspítala þakkir fyrir aðstoð við
rannsóknina og lestur hluta handrits.
HEIMILDIR
1. Amar DO, Theodors A, Isaksson HJ, et al. Cancer
of the Pancreas in Iceland. An Epidemiologic and
Clinical Study, 1974-1985. Scand J Gastroenterol
1991; 26: 724-30.
2. Rossi P, Allison DJ, Bezzi M. Endocrine Tumors of
the Pancreas. Radiol Clin North Am 1989; 27: 129-
61.
3. Hoevels J, Lunderquist A, Tylén U. Percutaneous
Transhepatic Portography. Acta Radiol (Diagn) 1978;
19: 643-55.
4. Ingemansson S, Lunderquist A, Holst J. Selective
Catheterization of the Pancreatic Vein for
Radioimmunoassay in Glucagon-Secreting Carcinoma
of the Pancreas. Radiology 1976; 119: 555-6.
5. Norton J, Shawker TH, Doppman JL, et al.
Localization and Surgical Treatment of Occult
Insulinomas. Ann Surg 1990; 212: 615-20.
6. Endocrinology and Metabolism. Felig P, Baxter JD,
Broadus AE, Frohman LA, eds. New York: McGraw
Hill Book Company, 1987: 1186.