Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 221-7
223
ef bæði tókst að þræða gallpípu (choledochus)
og brispípu eða þá pípu sem áður var ákveðið
að þræða. Þræðing var talin hafa tekist að
hluta, ef annað hvort tókst að þræða gallpípu
eða brispípu þegar ætlunin var að þræða báðar
pípumar.
Með tilviki er átt við einstaka rannsókn eða
aðgerð sem framkvæmd var á sjúklingunum.
Reynt var að meta samdrátt eða þrengsli
í hringvöðva: 1) Með Nardi rannsókn
(Morphine - prostigmín rannsókn), 2)
ef viðnám var aukið gegn þræðingu eða
hreyfingu á þræðingarlegg í hringvöðvanum
eftir þræðingu, 3) með klínísku mati, ef verk
var lýst í kviðarholi undir hægri rifjaboga,
afbrigðilegar lifrarrannsóknir í blóði og
útþensla á gallpípu við ómskoðun.
NIÐURSTÖÐUR
Rannsóknir og aðgerðir (samtals 535) voru
gerðar einu sinni í 463 (86,5%) tilvikum,
tvisvar í 60 (11,2%), þrisvar í fjórum (0,8%)
og fjórum sinnum í átta (1,5%) tilvikum.
Allar ræktanir á bakteríum frá holsjá og
skolvökva voru neikvæðar.
Aðgerðir og rannsóknir tókust í 467 (87,3%)
tilvika, þar af fullkomlega í 454 tilvikum
(84,9%). Þræðing tókst að hluta til í 13 (2,4%)
tilvikum. Rannsóknin mistókst í 68 (12,7%)
tilvikum, en helstu ástæður voru, að ekki tókst
að þræða gallpípu (choledochus), brispípu
eða hringvöðva í 38 tilvikum. Aðrar algengar
ástæður fyrir því að holsjárskoðun tókst ekki
voru skeifugamarpoki (duodenal diverticulum)
í 10 tilvikum og samdráttur eða þrengsli í
hringvöðvanum í 11 tilvikum. í níu tilvikum
tókst hins vegar að þræða hringvöðvann við
endurtekna þræðingu. Hringvöðvaþrengsli
voru staðfest í skurðaðgerð hjá tveimur
sjúklingum. Aðrar ástæður voru óalgengari.
Algengasta ábendingin fyrir að sjúklingur fór í
rannsókn var grunur unt stein í gallgöngum
í 275 (51,4%) tilvikum (mynd 3). Áðrar
ábendingar voru grunur um sjúkdóm í
briskirtli í 73 tilvikum (13,6%), kviðverkir af
óþekktum uppruna í 65 tilvikum (12,2%) og í
63 tilvikum (11,8%) var rannsókn framkvæmd
vegna gruns um æxli í eða við briskirtil.
Fátíðari ábendingar voru hringvöðvaþrengsli
(papillary stenosis), afbrigðileg lifrarpróf,
niðurgangur og síendurteknar gallvegabólgur.
Table I. Indications for therapeutic ERCP
interventions.
Indication Number (%)
Stone(s) in CBD*) .... 95 (62.5)
Spasm/stricture in SO**) .... 33 (21.7)
Neoplasm .... 17 (11.2)
Other 7 (4.6)
No. of procedures .... 152 (100.0)
*) CBD: Common Bile Duct.
**) SO: Sphincter of Oddi.
1 152 tilvikum voru aðgerðir framkvæmdar í
kjölfar HRGB (tafla I). Algengasta ábendingin
fyrir aðgerð var grunur um stein(a) í gallpípu
í 95 tilvikum (62,5%). Þrengsli eða samdráttur
í hringvöðva var ábending fyrir aðgerð í 33
tilvikum (21,7%), æxli í 17 tilvikum (11,2%),
en aðrar ábendingar voru fátíðari eða í sjö
tilvikum (4,6%).
Algengasta aðgerðin var hringvöðvaskurður
með holsjá (HSH) alls í 134 tilvikum (88,2%).
Þar af eingöngu HSH í 69 tilvikum, en ásamt
steintöku í 57 tilvikum og ísetningu holpípu
eða leggs í átta tilvikum (tafla II). HSH var
framkvæmdur til að auðvelda steintöku þar
sem steinn var í gallpípu, einnig var HSH
framkvæmdur þar sem því var við komið
væri um hringvöðvaþrengsli að ræða. Aðrar
aðgerðir voru ísetning holpípu/leggs án
hringvöðvaskurðar í sjö tilvikum og víkkun
á gallpípuþrengslum í þremur tilvikum.
Vefjasýni var tekið úr papilla Vateri í þremur
tilvikum. I fimm tilvikum var um að ræða
aðrar aðgerðir, óalgengari.
I þeim 65 tilvikum, þar sem rannsókn var
gerð vegna óljósra kviðverkja, var ekki hægt
að finna neina ástæðu fyrir verkjum í 43
Stones in
bile ducts
275 (51.4%)
Other
59 (11.0%)
Pancreatic turrn
63 (11.8%)
Non-specific
abdominal pain
65 (12.2%)
Pancreatic disease
73 (13.6%)
Fig. 3. Indications for diagnostic and therapeutic ERCP
(535).