Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 251-5
255
við persónuleikabresti að stríða, er að geta
ekki lært af reynslunni og að stjómast af
hugdettum (impulse) (4). Aðeins tvö slysanna
má rekja til vínneyslu, en tvö til viðbótar eru
sennilega tengd notkun annarra vímuefna
(samkvæmt lögregluskýrslum). Ekki liggja
fyrir upplýsingar um hversu mörg slys meðal
íslenskra karla gætu verið tengd vínneyslu en
ekki er ólíklegt að verulegur hluti þeirra sé
afleiðing hennar.
Við samanburð á tíðni annarra andláta en
slysa meðal Islendinga á svipuðum aldri
reyndist dánartíðnin aðeins lægri meðal fanga.
Samanburður er þó ekki raunhæfur þar sem
hér er unt fáa einstaklinga að ræða.
Niðurstöður sýna að 14 eða um 27% fanga
í fangelsum voru að afplána fangelsisdóm
í fyrsta skipti. Rannsóknin bendir einnig til
þess að um 2% afpláni fangelsisdóma aðeins
einu sinni. Vitað var um að 16 (40%) þeirra
einstaklinga er rannsóknin náði til voru enn
að fá dóma eftir 1. janúar 1981. Fleiri fangar
áttu yfir sér kærur sem þá höfðu ekki verið
teknar til dómsmeðferðar. Þess vegna má telja
líklegt að meira en 40% fanga hafi verið að
brjóta af sér um það leyti er rannsókn lauk.
Erlendar rannsóknir sýna svipaðan eða jafnvel
verri árangur (6).
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess
að í raun gildi »einu sinni fangi aftur fangi«.
Lög setja ákveðnar reglur um meðferð afbrota.
Þau viðurlög sem nú eru viðhöfð, refsing eða
betrun, koma ekki í veg fyrir endurtekningu
afbrota og virðast ekki draga úr tíðni þeirra í
neinum slflcum mæli að telja megi viðunandi.
Að halda sama formi og viðhalda með
því óbreyttu ástandi þýðir í raun og veru
algjöra uppgjöf. Hópur afbrotamanna einkum
síbrotamanna mun stækka og afbrotum fjölga.
í fjölmiðlum hefur komið fram sú skoðun
að afbrotum fari fjölgandi hérlendis. Islensk
athugun styður þessa skoðun (7).
ÞAKKIR
Vísindasjóður styrkti rannsókn þessa.
SUMMARY
A study was made of all 56 prisoners who served
a sentence in the two main prisons in Iceland
over a 11 months’ period, or from the lst of
December 1964 to the 31 st of October 1965.
Sufficient information was gained on 52 of these
prisoners. They were followed up until the 31st
of December 1984 but their criminal records until
September 1982. Twelve prisoners died during the
study period, six from organic diseases and six
from various forms of accidents. The prisoners
were divided into four offence groups. A little
distinction was found when the offence groups
were compared with similar offence groups in jailes
during the year 1982 even though the number of
prisoners were fourfold at that time.
Approximately 27% of the prisoners served the first
sentence at the beginning of the study. According
to criminal records 60% of the prisoners were
sentenced for more than 5 years in prison before
September 1982. Almost half of the prisoners have
criminal records for more than 25 years.
HEIMILDIR
1. Dómsmálaskýrslur. Arin 1966-1968. Hagskýrslur
Islands. Reykjavhík: Hagstofa Islands, 1973; II: 54.
2. Manntal á íslandi I. des. 1950: Hagskýrslur Islands.
Reykjavík: Hagstofa fslands, 1958.
3. Seltzer A, Langford A. Forensik psychiatric
assessment in the Northwest territories. Can J
Psychiatry 1984; 29: 665-8.
4. C Simonds JF, Kashani J. Drug abuse and criminal
behavior in delinquent boys committed to a training
school. Am J Paychiatry 1979; 136; 1444-8.
5. Helgason L. Psychiatric services and mental illness in
Iceland. Incidence study (1966-1967) with 6-7 years
follow-up. Acta Psychiatr Scand 1977. Suppl. 268.
6. Robertson G, Gunn J. A Ten-year follow-up of men
discharged from Grendon Prison. Br J Psychiatry
(987; 151: 674-8.
7. Olafsdóttir H. Kriminalitetstendenser i det islandske
samfunn. Nord Tidskr Kriminalvidenskap 1985.