Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 28
236 LÆKNABLAÐIÐ University Hospital í New York, Mayo Clinic í Rochester eða Cleveland Clinic í Ohio, svo eitthvað sé nefnt. Sjúklingar í öðrum löndum, sem hafa efni á og möguleika til að leita sér læknishjálpar annarsstaðar en í heimalandi sínu, fylgja trúlega sömu lögmálum, þ.e. þeir leita lækna sem hafa nafn og þeir leita til lækningastofnana sem hafa nafn. AÐ FLYTJA INN SJÚKLINGA OG LÆKNA Undanfarna daga hef ég líka séð ýjað að því í blöðum, að við ættum ekki bara að flytja inn sjúklinga, heldur ættum við líka að flytja inn lækna og hafa lýtalæknar sérstaklega verið nefndir í þessu sambandi. Þessir læknar ættu þá væntanlega að fá aðstöðu fyrir sig og sjúklingana sína á lokuðu sjúkradeildunum okkar og íslenskir sérfræðingar fengju þá hugsanlega að njóta einhverra mola, sem falla kynnu af borðum þessara höfðingja. Þetta hljómar illa, en þar með er ekki sagt að ekki sé hugsanlegt að fá útlendinga til að leita sér lækninga hér á takmörkuðum sviðum, og hafa bæði lýtalækningar og hjartaskurðlækningar verið nefndar í þessu sambandi. Líklegast er þó, að sá markaður muni einna helst tengjast náttúrulækningum. En til þess að laða hingað sjúklinga nægir íslenskum læknum ekki sæmileg menntun og góð tæki og tól, heldur þurfa þeir líka að hafa nafn, og meðan við ekki eigum alvöru háskólaspítala get ég ekki séð, hvemig það má verða. Margt bendir til, að innan fárra ára verðum við orðinn hluti af Stór Evrópu. Þá munu íslenskir læknar hljóta rétt til að starfa í öllum þeim Evrópulöndum, sem eru hluti af þessari Stór Evrópu. En það eru fleiri lönd en Island, senr búa við offramleiðslu á læknum, og samkeppnin innan Stór Evrópu verður hörð. Þar munu gilda þau lögmál, og þau lögmál ein, að sá einn getur búist við frama sem er betri en hinir. Hvað sem líður einkavæðingu og hvað sem líður innflutningi á sjúklingum er ljóst, að meðan íslensk læknavísindi hafa ekki á sér alþjóðlegan stimpil sem gæðavara, verða fáir til að sækjast eftir þeim, en leiðin til að öðlast slíkan stimpil er ekki að herða á innbyrðis samkeppni og dreifa íslenskri læknisfræði útum víðan völl. Leiðin er að taka höndum saman og efla alla þætti hennar með því að samhæfa hlutverk íslenskra lækningastofnana þannig, að þær virki í lækninga- og vísindalegu tilliti senr ein sterk heild, sem getur borið sig saman við hliðstæðar starfsheildir í öðrum löndum. Árni Björnsson, yfirlœknir Upphaflega flutt sem erindi í febrúar 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.