Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 30
238 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 238-41 Helgi Jónsson1’, Ingibjörg Jónsdóttir21 EIGIÐ FÆRNISMAT ÍSLENSKRA IKTSÝKISJÚKLINGA INNGANGUR A síðustu árum hafa komið fram nokkrir spurningalistar sem reynst hafa gagnlegir við mat á færni gigtsjúkra. Mestri útbreiðslu hefur náð »Stanford Health Assessment Questionnaire« (HAQ), en sá spurningalisti virðist gefa góða mynd af þeirri skerðingu á fæmi, sem gigtarsjúklingar glíma við (1). Nauðsynlegt hefur reynst að breyta orðalagi spurningalistans lítillega við þýðingu á önnur tungumál (2-4). Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi sá að þýða HAQ-spurningarnar á íslensku og kanna hvort íslenskir sjúklingar gætu svarað þeim. í öðru lagi að kanna hvort HAQ- færnismatið sýni raunverulega fæmi sjúklinga með hlutlægu mati iðjuþjálfa, og að skoða niðurstöðumar með tilliti til virkni sjúkdóms, aldurs og sjúkdómstíma. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Sjúklingar: Þrjátíu sjúklingar, sem uppfylltu ARA-skilmerki um iktsýki (5) og lögðust inn á Landspítala vegna iktsýki á 11 mánaða tímabili 1990-91, tóku þátt í rannsókninni. Um var að ræða 25 konur og fimm karla á aldrinum 17-74 ára, miðgildi 63,5 ár, og tímalengd sjúkdóms frá fyrstu einkennum var frá fimrn mánuðum til 55 ára, miðgildi 12 ár. Fœrnismat: HAQ spumingalistinn var þýddur með hjálp íslenskufræðings. Auk upprunalega spurningalistans var stuðst við sænska útgáfu listans (2). Þátttakendur voru beðnir um að framkvæma fæmismatið eftir bestu getu og miða við atburði síðustu viku. Þeim var tjáð, að þeir gætu fengið aðstoð, ef spumingamar vefðust fyrir þeim. A listanum eru 20 spumingar, sem flokkast í átta flokka (tafla I). Hverri spumingu er hægt að svara Frá lyflækningadeild Landspítala,2) endurhæfingardeild Landspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Helgi Jónsson. á fimm vegu, og eru gefin stig fyrir svarið sem hér segir: »Auðveldlega« = 0 stig, »með nokkrum erfiðismunum« = 1, »með miklum erfiðismunum« eða »með hjálpartæki« = 2 og »get það ekki« = 3 stig. Við einkunnagjöf er síðan tekin hæsta stigagjöfin í hverjum flokki, alls átta einkunnir, þær lagðar saman og deilt í með átta. Því verður endanleg meðaleinkunn á bilinu 0 til 3. Einnig fylgir matinu sársaukakvarði (»pain scale«), þar sem sjúklingar eru beðnir að meta sársauka síðustu viku á láréttum kvarða (0-10 cm). Mat á sjúkdómsvirkni: Við mat á virkni sjúkdóms var stuðst við talningu á aumum liðum »Ritchie’s index«, handstyrk og sökk. Sami læknir (HJ) annaðist matið á öllum sjúklingum. Mat iðjuþjálfa: Hlutlægt mat iðjuþjálfa var gert á 13 af 20 spumingum HAQ- spumingalistans (tafla I). Verkefnin voru stöðluð og skilgreind með tilliti til stigagjafar. Það fór eftir verkefnum, hvort sjúklingar notuðu eigin hluti (t.d. fatnað) eða staðlaða hluti frá iðjuþjálfa (t.d. hnífapör). Einkunnagjöf iðjuþjálfa var samkvæmt stöðluðu mati hans og sams konar og einkunnagjöf spumingalistans: Auðveldlega = 0 og svo framvegis (2). Tölfrœði: Við útreikninga á samsvörun var notuð »Spearman rank correlation (rs)«. Vegna margra útreikninga á samsvörun var marktækt samband miðað við p<0,01 (6). NIÐURSTÖÐUR Af þeim 30 sjúklingum, sem þátt tóku í könnuninni, svaraði 21 (70%) spumingalistanum án athugasemda. Sjö sjúklingar (23%) báðu um minniháttar aðstoð við að svara einstökum spurningum, en þetta var ekki talið hafa mikil áhrif á niðurstöðumar. Tveir sjúklingar þurftu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.