Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 56
264
LÆKNABLAÐIÐ
sóknarprestinn velkonrinn, þakkaði honum
kurteislega fyrir komuna og bauð honum sæti.
En sjúkrahúspresturinn hélt þá sína leið og
þama lauk samskiptum hans og konunnar.
I þessu er auðvitað fólgið mikið tækifæri
fyrir báða aðila. Þarna leyfist það, sem báðir
eru sammála um. Það getur hjálpað við
áfallaaðstæður, að mega gefa til kynna innri
sársauka með orðum og atferli sem í öðm
samhengi gætu virst óviðeigandi og það án
þess að þurfa í framtíðinni að umgangast
þann sem man, og þar með að taka ábyrgð
á ummælunum og atferlinu um alla framtíð.
Mér er skylt samkvæmt vígsluheiti mínu,
að gefa ekki til kynna það, sem mér er
sagt í trúnaði. Þess vegna geta sumar þær
upplýsingar, sem mér eru gefnar, hvergi
komið fram annars staðar. Mér er ekki
heimilt, að segja stjóm Ríkisspítala frá
því, ef starfsmaður stofnunarinnar er með
efasemdir um réttmæti eigin viðbragða við
áfallaaðstæður og lætur þær í ljósi við mig í
sálgæslusamtali.
Mér er ekki heldur heimilt, að segja
aðstandendum eða starfsfólki frá hinstu
játningu dauðvona sjúklings, sem í
sálgæslusamtali undirbýr sig undir að mæta
dauðanum.
Hins vegar get ég hvatt skjólstæðinga mína til
að gera upp vandamál í viðeigandi samhengi.
ÓHÖPP OG MISTÖK
Ég velti því oft fyrir mér, hver sé rétti
vettvangurinn til að tala um óhöpp o’g mistök.
Nú er sagt einhvers staðar, að það sé mannlegt
að gera mistök. En á því er mikill munur,
að bregðast við með glæpsamlegu kæruleysi
annars vegar eða bregðast við á óheppilegan
hátt vegna skorts á þekkingu eða innsæi,
skorts á upplýsingum, eða vegna þess að
velja þurfti þann skárri tveggja slæmra kosta.
Fagleg vinnubrögð við slíkar aðstæður snúast
ekki um langa lista yfir lærð viðbrögð, heldur
um Itæfni og.teynslu, sjálfsþekkingu og
jafnframt fúsan vilja til að setja sig inn í
aðstæður skjólstæðinganna.
Að mínu viti er mest hætta á slæmri þjónustu
og jafnvel óhöppum, þegar menn verða sem
trénaðar rófur í uppskrúfaðri og misskildri
fagmennsku, sem byggist á því að tala niður
til skjólstæðinganna í krafti íntyndaðs valds
yfir lífi og dauða.
En þessi hætta er líka mikil, þegar eigin
vanmáttarkennd hjálparaðilans nær slíkum
heljartökum, að ekki verður heil brú í hugsun
og/eða viðbrögðum:
Ég hef staðið frammi fyrir læknum, sem
voru svo yfirþyrmdir af ósigri tækninnar í
baráttunni við dauðann, að þá langaði helst
til að ganga út og koma aldrei aftur inn á
sjúkrahús. Þó voru þeir búnir að reyna allt.
Ég hef staðið frammi fyrir
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, sem
reyndu allt til að ntilda áhrif áfalls á
fjölskyldu og fengu einungis ásakanir og reiði
fjölskyldunnar til baka og hún beindist jafnvel
að persónu þeirra.
Síðan er þetta spurningin um það, hvemig
fólk í heilbrigðisþjónustu talar um hvert
annað. Er það til dæmis rétt af lækni, sem er
sannfærður um, að starfsbróðir eða -systir hafi
gert mistök, sem leiddu til andláts sjúklings,
að fara inn til ættingja og láta þessa skoðun í
ljósi við þá? Eða er það réttur vettvangur fyrir
hjúkrunarfræðing, að segja við ættingja, að
ef læknirinn hefði bmgðist öðru vísi við, þá
hefði verið hægt að bjarga sjúklingnum?
Svarið er auðvitað nei. Þetta em ekki fagleg
vinnubrögð. Það eru til aðrar leiðir.
MISTÖK OG AÐ BREGÐAST VIÐ
DAUÐANUM
Svo eru það málin, sem valda okkur verulegu
hugarangri, til dæmis þegar heilbrigt nýra er
fjarlægt úr sjúklingi, en hið sjúka látið eftir;
þegar heilbrigður útlimur er fjarlægður, en
hinn sjúki ekki meðhöndlaður; þegar röng
sjúkdómsgreining leiðir til rangrar meðferðar
og dauða sjúklings, svo nokkuð sé nefnt.
En hversu langt á að ganga í útdeilingu
refsinga við slíkar aðstæður?
Sjálfsagt er, að greiddar séu miskabætur vegna
sjúklinga, sem verða fyrir slíkum mistökum,
en þá innan einhverra skynsamlegra marka og
sjálfsagt er að svipta réttindum þá sem starfa á
glæpsamlegan hátt.
En mig grunar, að sjaldnast sé svona augljóst
að úrskurða um sekt eða sakleysi.
Svipuð óvissa getur tengst dauðanum.
Fyrir ekki löngu var það svo, að ef hjarta
sjúklings stoppaði þá var hann/hún dáin(n).
Nú er hægt að lífga slíka sjúklinga við. Við