Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 263-6 263 Bragi Skúlason ÓVÆNT ATVIK í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI. Viðhorf og viðbrögð sjúkrahúsprests INNGANGUR Ég vil í byrjun varpa fram þeirri spumingu, að hve miklu leyti sé mögulegt að undirbúa sig fyrir óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu: * Er ekki eðlilegt að segja sem svo, að óhöpp geti átt sér stað, jafnvel þótt mjög hæft starfsfólk eigi í hlut? * Eru óhöpp ekki einfaldlega hluti af lífinu? í þessu sambandi vil ég andmæla þeirri skoðun, sem virðist njóta sívaxandi fylgis í þjóðfélaginu, að þegar óhöpp steðja að sé alltaf til einhver blóraböggull sem »hengja« megi í nafni »réttlœtisins«. Er þá jafnframt vaxandi tilhneiging til þess, að útkljá slík mál fyrir dómstólum og útdeila bótum og refsingu. En þá er samt eftir sá þátturinn, sem veit að því að styðja og styrkja þá sem fyrir áföllunum verða og/eða þeirra nánustu. SÁLGÆSLA í erindisbréfi mínu á Rrkisspítölum segir, að mér beri að veita «... prestlega, andlega og trúarlega þjónustu/stuðning þeim einstaklingum, sem eru sjúklingar eða vistmenn á stofnunum Ríkisspítala, œttingjum þeirra og starfsfólki þessara stofnana ...« Þar segir jafnframt: »SálgœsIuþjónusta, sem nœr til fólks utan Þjóðkirkju lslands, skal jafnframt innt af hendi...« Þetta merkir í raun, að sem sjúkrahúspresti er mér ætlað að sinna þjónustu við sjúklinga, aðstandendur þeirra og við starfsfólk, hverrar trúar sem þetta fólk er. En um hvað snýst sálgæsla eftir óvænt atvik og áföll? Hún snýst í fyrsta lagi um það að hlusta og veita nærveru og stuðning. I öðru lagi snýst hún um að hlusta eftir ákveðnum hlutum. í þriðja lagi snýst hún um að tala út frá því, sem sálgætirinn hefur heyrt, og um það sem brennur á skjólstæðingnum. í fjórða lagi má tala um hvers kyns ráðgjöf varðandi andleg og trúarleg efni. TRÚNAÐUR Nú er það ljóst, að í slíku starfi er trúnaður sérstaklega mikilvægur. Fyrst af öllu þarf að koma á trúnaði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Þetta getur verið mjög erfitt, sérstaklega við skyndiáföll, þar sem hjálparaðilinn og þeir sem eiga um sárt að binda eru að hittast í fyrsta skipti. En við þessar aðstæður gefst líka tækifæri fyrir þann, sem hefur orðið fyrir áfalli, að tjá sig opinskátt án þess að hafa áhyggjur af framtíðarsambandi við hjálparaðilann. Ég las fyrir nokkru um konu, sem hafði misst son sinn í sjálfsvígi. Viðbrögð hennar voru sterk. Sjúkrahúspresturinn kom til hennar. Þá sagði hún: »Ég hata Guð« og hún endurtók þetta aftur og aftur. Sjúkrahúspresturinn var hjá henni þar til sóknarprestur konunnar kom á staðinn. Þá skipti hún um ham, bauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.