Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 251-5 253 nema einn hlotið dóma fyrir margvísleg afbrot. Til dæmis höfðu allir er höfðu hlotið dóma fyrir fíkniefna- og áfengisafbrot, einnig hlotið dóma fyrir augðunarbrot. Nokkrir þeirra fengu líka dóma fyrir kynferðisafbrot, manndráp eða líkamsárás. Tafla V sýnir aðra dóma en þann dóm sem flokkaðist sem aðalafbrot. Aðeins er sýnt eitt afbrot hvers fanga í öðrum afbrotaflokkum. Taflan sýnir meðal annars að meðal íimm fanga er flokkuðust undir kynferðisafbrot hafði einn einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás, fjórir fyrir auðgunarbrot, fjórir fyrir umferðarlagabrot og fjórir fyrir áfengisafbrot. Þeir 26 fangar er flokkuðust undir auðgunarbrot höfðu einnig verið dæmdir fyrir umferðarlagabrot, áfengisafbrot eða annað. Afbrotaferill: í töflu VI er sýndur fjöldi dóma, dómsátta, tímalengd fangelsisdóma og lengd afbrotaferils. Afbrotaferillinn er talinn frá fyrstu meðferð dómstóla á fyrsta afbroti hvers fanga til síðasta dóms, en þeim var fylgt eftir til september árið 1982. í töflu VI sést að fangamir þrír er höfðu verið dæmdir fyrir manndráp höfðu allir hlotið færri en 10 dóma. Enginn þeirra hlaut fleiri en einn dóm fyrir manndráp. Einn þeirra hefur ekki fengið aðra dóma. I töflunni sést að tveir þeirra fimm fanga er flokkuðust undir kynferðisafbrot höfðu hlotið 10 eða fleiri dóma fyrir margvísleg afbrot. Þrír þessara manna höfðu verið dæmdir oftar en einu sinni fyrir kynferðisafbrot. Þrír þeirra sex sem flokkuðust undir líkamsárásir hlutu aftur dóma fyrir samskonar afbrot. Allir sem flokkuðust undir auðgunarbrot hlutu fleiri en einn dóm fyrir sama afbrot. Flestar dómsáttir reyndust vera meðal þeirra er höfðu verið dæmdir fyrir auðgunarbrot (tafla VI). Allir nema einn höfðu einnig framið afbrot sem áður hafði orðið dómsátt um. Um 60% fanga höfðu verið dæmdir samanlagt í fangelsi í fimm ár eða lengur. Ekki þýddi þetta að þeir vistuðust í fangelsi svo lengi því ætíð var afplánunartíminn styttur. Við athugun á tímalengd afbrotaferils frá dómi fyrsta afbrots, samkvæmt sakaskrá ríkisins, fram til síðustu meðferðar dómstóla fyrir september árið 1982 kom í ljós, að tæplega helmingur allra fanga og meira en helmingur Tafla V. Önnur afbrot en aðalafbrot. Aðeins eitt afbrot talið í hverjum flokki. Aöalafbrot n Líkams- Auðgun- árás arbrot Umferða- lagabrot Áfengis- afbrot Annaö Manndráp .. 3 - - 1 2 - Kynferðis- afbrot 5 1 4 4 4 - Líkamsárás . 6 6 4 6 - Auögun- arbrot 26 - - 20 25 4 Tafla VI. Fjöldi dóma, sátta, lengd fangelsisdóma og afbrotaferils í árum frá fyrsta afbroti til september 1982. Mann- dráp n-3 Kynferðis- afbrot n-5 Líkams- árás n-6 Auögunar- brot n-26 Alls n-40 Fjöldi dóma <9 3 3 3 16 25 10-19 - 1 2 6 9 20+ - 1 1 4 6 Fjöldi sátta <9 2 4 3 9 18 10-19 1 1 2 10 14 20+ - - 1 7 8 Dæmd fangavist <4 í árum 1 3 12 16 5-10 1 4 3 10 18 11-20 2 - - 4 6 Lengd afbrotaferils í árutr, <15 2 ! 1 1 5 9 16-25 1 3 2 6 12 26-35 - 1 2 11 14 36-54 - - 1 4 5 þeirra er flokkuðust undir auðgunarbrot höfðu lengri afbrotaferil að baki en 25 ár (tafla VI). Á undan dómi þeim er fangar afplánuðu í fangelsunum, þegar rannsóknin fór fram 1964, höfðu sex (11,5%) aðeins fengið skilorðsdóma eða sættir og átta (15,4%) enga dóma. Mynd I sýnir fjölgun fanga miðað við ártal fyrsta dóms hvers fanga fram til fyrsta rannsóknarviðtals 1964 (dómsáttir ekki taldar með). Með ofbeldisbroti er átt við afbrotaflokkana, manndráp, kynferðisafbrot og líkamsárás. Fyrsti dómur var felldur árið 1944. Var það dómur fyrir auðgunarbrot. Meðal þeirra fanga er flokkast undir ofbeldisafbrot var fyrsti dómur á árinu 1949. Mynd II sýnir fækkun fanga miðað við ártal síðasta dóms hvers fanga fram til 1. september árið 1982. Á árunum 1965-1967 fá flestir fangar áfram dóma en eftir það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.