Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 38
246 LÆKNABLAÐIÐ Til viðbótar ofannefndum 76 sjúklingum teljum við 57 sjúklinga hafa rauða úlfa þó þeir uppfylli einungis tvö og þrjú skilmerki. Fjölkerfaherslismein: Þrettán sjúklingar (átta konur og fimm karlar) uppfylltu skilmerki fyrir fjölkerfaherslismein. Meðalaldur við greiningu var 49 ár með aldursdreifingu 19- 81 ár (tafla V). Aldursstaðlað nýgengi var 0,7 fyrir konur og 0,4 fyrir karla, með heildartölu 0,55 (tafla VI). Meðalaldur við fyrstu einkenni var 42,6 ár og meðalgreiningartöf 5,6 ár (tafla VII) . í árslok 1984 voru 13 sjúklingar á lífi með herslismein, (níu konur og fjórir karlar). Aldursstaðlað algengi var 6,3 fyrir konur og 3,1 fyrir karla, með heildartölu 4,7 (tafla VIII) . Fimm sjúklingar létust meðan á rannsókn stóð og fram til 1. desember 1988. Meðalaldur við dauða var 65 ár. Fjölvöövahólga/h úð-vöövahólga: Sex sjúklingar (fimm konur og einn karl) uppfylltu skilmerki fyrir fjölvöðvabólgu (definite or probable), en enginn fyrir húð-vöðvabólgu. Meðalaldur við greiningu var 56,7 ár með aldursdreifingu 24-81 ár (tafla V). Aldursstaðlað nýgengi var 0,3 fyrir konur og 0,1 fyrir karla, með heildartölu 0,2 (tafla VI). Meðalaldur við fyrstu einkenni var 56 ár og meðalgreiningartöf var 0,5 ár (tafla VII). í árslok 1984 voru þrír sjúklingar á lífi, allt konur. Aldursstaðlað algengi var 2,8 fyrir konur og 0,0 fyrir karla, með heildartölu 1,4 (tafla VIII). Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu og fram til 1. desember 1988. Meðalaldur við dauða var 77,2 ár. Blandaðnr bandvefssjúkdómur: Fimm einstaklingar uppfylltu skilmerki fyrir blandaðan bandvefssjúkdóm (allt konur). Meðalaldur við greiningu var 25,6 ár með aldursdreifingu 12-41 ár (tafla V). Aldursstaðlað nýgengi var 0,4 fyrir konur og 0,0 fyrir karla, með heildartölu 0,2 (tafla VI). Meðalaldur við fyrstu einkenni var 23,4 ár og meðalgreiningartöf 1,75 ár (tafla VII). I árslok 1984 voru fjórir sjúklinganna á lífi, allt konur. Aldursstaðlað algengi var 3,6 fyrir konur og 0,0 fyrir karla, með heildartölu 1,7 (tafla VIII). Einn sjúklingur lést meðan á Table VIII. Age standarized prevalence* of SLE, SS, PMIDM and MCTD in Iceland at the end of 1984. Females Males Total 95% C.I. SLE No. of cases ... . 77 9 86 Prevalence .... . 62 7.2 34.6 28.0-42.9 SS No. of cases ... 9 4 13 Prevalence .... 6.3 3.1 4.7 2.5-8.0 PM/DM No. of cases ... . 3 0 3 Prevalence .... 2.8 0.0 1.4 0.3-4.1 MCTD No. of cases ... 4 0 4 Prevalence .... 3.6 0.0 1.7 0.5-4.4 * Cases/100,000 inhabitants. rannsókninni stóð og fram til 1. desember 1988. Alls létust 10 sjúklingar með fjölkerfa- herslismein, fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu og blandaðan bandvefssjúkdóm á rannsóknartímabilinu og fram til 1. desember 1988. Aætluð dánartala sambærilegs viðmiðunarúrtaks úr þjóðfélaginu er 2,2. Áhættuhlutfallið er því 4,5. UMRÆÐA Faraldsfræðilegar rannsóknir á rauðum úlfum, fjölkerfaherslismeini, fjölvöðvabólgu/húð- vöðvabólgu og blönduðum bandvefssjúkdómi á heilt þýði (population), þar sem beitt er ströngum skilmerkjum, hafa ekki verið framkvæmdar áður. Uppbygging rannsóknarinnar leyfir okkur að álykta, að líklega hafi náðst til þjóðarinnar allrar hvað varðar tíðni þessara sjúkdóma. Allir þessir sjúkdómar flokkast sjaldgæfir (algengi <80/100.000) samkvæmt skilgreiningu »National Commission on Orphan Diseases« (24). Nýgengi og algengi rauðra úlfa í erlendum rannsóknum er talsvert mismunandi (tafla IX) (1-10). Þannig eru íslenskar tölur innan marka en þó nokkru lægri en í ýmsum erlendum athugunum. Líkt og í öðrum löndum eru allir þessir sjúkdómar mun algengari hér á landi meðal kvenna en karla. Fróðlegt er að gera samanburð á niðurstöðum þessarar rannsóknar og fyrri rannsókn á rauðum úlfum hér á landi (25). Sú rannsókn spannaði árin 1966-1975 og takmarkaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.