Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 26
234 LÆKNABLAÐIÐ en önnur læknisstörf, þannig að sérfræðingar urðu að afla sér og sínum viðurværis með því að gerast heimilislæknar og stunda alla almenna læknisfræði. Þetta hélst langt fram á sjöunda áratuginn og minnist ég þess, að þegar að ég kom heim frá framhaldsnámi í Svíþjóð og var ráðinn aðstoðarlæknir við handlækningadeild Landspítalans, var mér ráðlagt af þáverandi yfirlækni að ná mér í sjúkrasamlagssjúklinga. Æxlaðist svo til, að ég erfði heimilispraxís Kristbjamar Tryggvasonar, sem þá var að taka við yfirlæknis- og prófessorsstöðu í barnalækningum við Landspítalann. Engum fannst athugavert við það, að læknir nýkominn frá skurðlækninganámi með lýtalækningar sem undirgrein, tæki að sér stærsta bamapraxís bæjarins. AÐ STUNDA AÐEINS SÉRFRÆÐI SÍNA Það kostaði all harða baráttu innan læknasamtakanna og við heilbrigðisyfirvöld að koma þeirri skipan á, að menn gætu lifað á því að vera sérfræðingar, en ekki verður sú saga rakin hér. Síðan í lok heimsstyrjaldar hafa íslenskir læknar leitað fanga um menntun, bæði austanhafs og vestan og sérgreining hefur þróast, nokkum veginn í takt við það sem er og hefur verið annarsstaðar. A íslandi em nú 656 sérfræðingar í 44 sérgreinum, eða einn á hverja 400 íbúa. Ohætt er að fullyrða að styrkur íslenskrar læknisfræði liggur annarsvegar í því, að við eigum sérfræðinga í flestum greinum læknisfræðinnar og svo því, að sérmenntun hefur verið sótt tjl margra staða. En í hinni miklu sérhæfingu felst einnig veikleiki. A því hundrað þúsund ferkílómetra landssvæði, sem heitir ísland, búa aðeins tvöhundmð fimmtíu og níu þúsund sálir. Þjóðinni hefur fjölgað á undanfömum árum, en þó ekki svo, að mannfjölgunin nægi til að veita öllum sérfræðingunum störf við sitt hæfi og möguleika á að halda við þjálfun sinni og þekkingu. Við vitum ekki, hvort mannfjölgunin heldur áfram, en við höfum reynslu af því að í illu árferði flýjum við land. Ef við trúum því í alvöru, að lífsskilyrði og lífskjör munu versna á komandi árum, er ekki ólíklegt að dragi úr fólksfjölgun og jafnvel að á bresti fólksflótti, án þess að til komi plágur fyrri tíma, svo sem eldgos, hafís og harðir vetur. AÐ FINNA SÉRGREIN VIÐ HÆFI Ungir læknar, sem leita sér menntunar erlendis, reyna oftast að finna sérgrein, sem enginn stundar í landinu, eða sérgrein þar sem fáir sérfræðingar eru fyrir, án þess að skoða þörfina. Þegar þeir svo koma sprenglærðir heim að loknu námi og vilja taka til hendinni komast þeir að raun um að verkefni eru svo takmörkuð, að litlar líkur eru til að þau nægi til að viðhalda harðsóttri þekkingu og afla fæðis, klæðis og húsnæðis fyrir sig og sína. Hingað til hefur flestum tekist að fá hlutastarf við einhverja lækningastofnun og svo hafa þeir opnað stofu. Hlutastörf á sjúkrastofnunum eru illa launuð, og ekki gefur mikið í aðra hönd að laða að sér sjúklinga í harðnandi samkeppni, að minnsta kosti ekki í byrjun. Því verður freistandi að seilast yfir mörkin til skyldra sérgreina og læðast í bita og bita úr annarra öskum, sem kannski eru ekki alltof fullir. Þetta fyrirbæri er ekki sér íslenskt, það þekkist víða og sérlega þar sem offramboð er af læknum. Enginn veit með vissu, hver þörfin er fyrir sérfræðinga í einstökum þjóðfélögum. Almennt má segja, að eftir því sem þjóðfélagið er þróaðra og eftir því sem velmegun er meiri, þeim mun meiri verður eftirspumin eftir sérfræðingum og sérfræðilæknishjálp. Þegar litið er yfir sviðið hér á landi, er næsta ótrúlegt að svo margir sérfræðingar, sem raun ber vitni, geti þrifist. Þó eru teikn á lofti um að markaðurinn sé að mettast að minnsta kosti í nokkmm sérgreinum. STRAUMHVÖRF Á NÝ? Frá því Petsamofaramir komu til Islands 1940 má segja, að stöðug framþróun hafi verið í íslenskri læknisfræði og við öll þáttaskil hafi stefnt fram á leið. Islenskir læknar, sem komið hafa heim frá sémámi, hafa nær allir fengið starf. En nú hafa skipast veður í lofti. í fyrsta skipti í sögu íslenskrar læknisfræði er farið að segja læknum upp störfum á sjúkrastofnunum og allt útlit er fyrir að sjúkrastofnunum á Reykjavíkursvæðinu muni fækka, en sú fækkun hlýtur að leiða af sér fækkun stöðugilda, hvað sem hvatamenn hennar láta í veðri vaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.