Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 22
230 LÆKNABLAÐIÐ Transhepatic Portography) (3). Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá aðferðinni við þessa rannsókn, en við þræðinguna er hægt að taka blóðsýni úr portæð, miltisbláæð, brisbláæðum frá neðri hengisbláæð (v. mes. inf.) og efri hengisbláæð (v. mes. sup.). Þessi aðferð er vel þekkt en fremur sjaldan notuð til greiningar á hormónframleiðandi æxlum í briskirtli (4). Ekki er til þess vitað að aðferðin hafi áður verið notuð hérlendis til greiningar á hormónframleiðandi brisæxli. SJÚKLINGUR OG AÐFERÐ Sjúklingur okkar hafði klínísk merki um ofgnótt insúlíns. Þrátt fyrir endurteknar ómskoðanir, tölvusneiðmyndarannsóknir og æðamyndatöku, sem allar beindust að brisi, tókst ekki að staðsetja æxlið í kirtlinum og var því horfið að því ráði að framkvæma PTP. Árið 1987 fékk sjúklingur (61 árs karlmaður) krampakenndar hreyfingar í útlimi og rugl. Blóðsykur reyndist 1,9 mmól/1. Grunur lék á insúlínframleiðandi æxli, insúlínoma, en fyrstu insúlínmælingar eftir 14 klukkustunda föstu voru innan eðlilegra marka en í efri kanti. Benti það til óeðlilegrar insúlínframleiðslu miðað við blóðsykurmagn, <2 mmól/1. Samtímis hafði sjúklingurinn einkenni um blóðsykurfall sem leiðréttist við sykurgjöf. Á næstu þremur árum voru insúlínmælingar endurteknar og fóru smám saman hækkandi, hæsta mæling 120 rn/i/1 (geislaónæmismæling, Medicinsk Laboratorium, Kaupmannahöfn). Enginn efi var því á greiningunni insúlínoma, en hins vegar tókst ekki að staðsetja æxlið þrátt fyrir endurteknar ómskoðanir, TS- rannsóknir og æðarannsóknir samfara TS- rannsókn. Sjúklingurinn var meðhöndlaður með diazoxíð 100 mg x 3, sem dregur úr insúlínframleiðslu beta-frumnanna. Þannig hélst blóðsykur innan eðlilegra marka og var sjúklingur að mestu einkennalaus. Sjúklingur hafði ekki heilkenni æxlamergðar vakakirtla (MEN-syndrom), hormónamælingar bentu ekki heldur til þess. Stefnt að því allan tímann að sjúklingur færi í aðgerð jafnskjótt og unnt væri að staðsetja æxlið, vegna þess að insúlínframleiðsla æxlisins virtist greinilega fara vaxandi samkvæmt insúlínmælingum og eins vegna þess að insúlínoma geta í sumum tilfellum verið illkynja. Haustið 1990 var PTP- rannsókn framkvæmd. Aðferð: Sjúklingur lá á baki á röntgenborði sem hefur gegnumlýsingu. Hægri handleggur lá upp með höfði, þannig að gott aðgengi var að hægri hlið sjúklings í hæð við miðja lifur. Nauðsyn lyfjaforgjafar er einstaklingsbundin, en ekki var talin þörf á henni hér. Stungustaður var valinn á miðhandkrikadýpi (mid axillary) og miðað við lifrarporthæð. Nýleg TS-rannsókn af efri hluta kviðar var liöfð til hliðsjónar, auk skyggningar. Húð var þvegin og dúkað var kringum stungustað. Eftir staðdeyfingu í undirhúð og í millirifjavöðva auk lífhimnu var deyft, rétt innfyrir lifrarhýði (capsula), áður en reynt var að stinga á portæðargrein. PTC-nál (Percutan Transhepatic Colangiography, COOK Cat no. DPLTH-5,0- 27-P) var notuð til ástungu á portagrein og miðað við að komast í stóra grein í hægra lifrarblaði, sem næst lifrarporti (hilus). Nálin sem hér um ræðir var 27 cm plastslanga með stálstíl og var stíllinnn dreginn úr eftir stungu. Sjúklingur þurfti að halda andanum á meðan stungið var og anda grunnt eftir að slangan var komin inn, til þess að öndunarhreyfingar hefðu sem minnst áhrif á legu slöngunnar. Reynt var að draga blóð gegnum slönguna strax og stíllinn hafði verið fjarlægður. Fáist ekki út blóð er slangan dregin út ofurhægt nokkra millimetra og áfram reynt að draga upp blóð í tóma sprautu á slönguenda. Þegar gott flæði fæst má sprauta saltvatni inn. Gangi auðveldlega að sprauta því er dælt inn nokkrum ml af skuggaefni Ultravist (Schering, 300 mg J/ml) og lega slöngunnar staðfest í gegnumlýsingu. Ef ekki tekst að komast strax í heppilega æð skal slangan samt ekki dregin alveg út heldur reynt að halda henni að minnsta kosti 1-2 cm inn í lifur og setja stílinn aftur í. Við það er þörf mikillar aðgæslu til þess að forðast að stíllinn skeri slönguvegginn. Hjá okkar sjúklingi þurfti tvær stungur að lifrarporti áður en góð lega fékkst í heppilegri æðagrein. Þegar slönguendinn var kominn á réttan stað var mjúkur, langur málmleiðari þræddur gegnum slönguna og honum ýtt áfrarn gegnum stærri portagreinar í lifur allt niður í portæð utan lifrar og þaðan út í miltisbláæð. Yfir leiðara var skipt um slöngu og sett inn önnur lengri sem þrædd var yfir leiðara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.