Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 32
240
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 238-41
verulega aðstoð við að svara spumingunum.
Ekkert kom fram, sem benti til þess að
einstakar spurningar væru sérstaklega
torskildar. Meðalniðurstöður úr einstökum
flokkum fæmismatsins em birtar í töflu II.
Niðurstöður úr hlutlægu mati iðjuþjálfa á
þrettán af tuttugu spurningum spurningalistans
reyndust mjög líkar svörum sjúklinga (sjá
mynd). Gott samræmi (rs >0,7) var milli
svara við einstökum spumingum og mats
iðjuþjálfa. Sú spurning, sem fékk hæstu
einkunn bæði við eigið fæmismat (2,1 + 1,2)
og mat iðjuþjálfa (1,9 + 1,1) var: »Getur þú
ryksugað?«.
Þegar litið var á meðaleinkunnir, komu í ljós
tengsl við aldur sjúklinga (rs 0,56, p<0,01),
sjúkdómstíma (rs 0,49, p<0,01) og handstyrk
(rs -0,66, p<0,001). Minni samsvörun var
við sársaukakvarða (0,42), »Ritchie’s index«
(0,26) og sökk (0,2). Athyglisvert var, hvemig
einstakir þættir færnismatsins virtust tengjast
einstökum þáttum í lífi sjúklingsins. Þannig
virtist aldur hafa tölfræðilega marktæk áhrif
á liðina »klæðnað og snyrtingu«, »að fara á
fætur«, og »hreinlæti«. Sjúkdómstími virtist
hins vegar hafa mest áhrif á »hreinlæti«,
»seilingu«, »grip« og »annað«. Handstyrkur
tengdist mest því að »borða«, »seilingu« og
»gripi«. Tölfræðilega marktækt samband var
einnig á milli sökks og athafnarinnar að »fara
á fætur«, en sökk hafði annars lítil tengsl við
aðra þætti niðurstaðnanna.
UMRÆÐA
Aðalniðurstöður þessarar rannsóknar eru þær
að HAQ fæmismatið er hentugt við mat á
fæmi íslenskra iktsýkisjúklinga. Langflestir
sjúklingar geta svarað spurningalistanum
vandræðalaust, og ber svörum þeirra vel
saman við hlutlægt mat iðjuþjálfa.
Miklar framfarir hafa orðið á seinustu
árum, að því er varðar eigið fæmismat
gigtarsjúklinga, en mat af þessu tagi hefur
ótvíræða kosti, ekki síst við langtímaeftirlit.
Með því að láta sjúklinginn sjálfan svara
elnföldum spumingalista er hægt að skrá
færni sjúklings óháð mismunandi skoðendum.
Færnismatið er einfalt, það tekur um 8-10
mínútur að svara því og það hentar því vel til
notkunar á göngudeildum eða móttökustöðum
lækna. Niðurstöður fæmismatsins hafa reynst
auðvelda yfirsýn læknis, og hefur verið talið,
Tafla II. Meöalstig einstakra fœrnisflokka í rannsókninni.
Klæönaður, snyrting ................. 1,1 ±1,0
Fara á fætur......................... 0,7 ±0,8
Boröa................................ 1,2 ±1,0
Ganga ............................... 0,7 ±0,8
Hreinlæti ........................... 1,7 ±1,2
Seiling ............................. 1,6 ±1,2
Grip................................. 1,3 ±1,0
Annaö................................ 2,2 ±1,1
Mat iðjuþjálfa
Fylgni fœrnismats sjúklinganna sjáifra og hiutlœgs mats
iOjuþjálfa á athöfnum HAQ spurningaiistans (n-30).
að það hafi áhrif á meðferðarval í allt að 20%
tilfella (7). Því má segja, að full ástæða sé
fyrir alla lækna, sem stunda iktsýkisjúklinga
að nota HAQ- fæmismatið. Auk þess eru
greinileg tengsl á milli kostnaðar á hvem
sjúkling og niðurstöðu fæmismatsins (8).
Skerðing á færni hefur einnig reynst hafa
forspárgildi að því er varðar lífslíkur sjúklinga
með iktsýki (9).
Athyglisvert er að niðurstöður HAQ
færnismatsins hafa lítil tengsl við hefðbundið
virknismat læknis, sem byggt er á aumum
liðum »Ritchie’s index«, kvörtunum um verki
(sársaukakvarða) og sökki. Þetta virðist sýna
ótvírætt, að fæmismatið hefur sjálfstætt gildi
og er góð viðbót við hefðbundið virknismat.
Það kemur ekki á óvart, að færni sjúklinga er
tengd sjúkdómstíma, en athyglisvert er, að enn
skýrara samband er við aldur sjúklinga. Hér
ber að hafa í huga háan aldur flestra sjúklinga