Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 16
224 LÆKNABLAÐIÐ tilvikum eða 66,1%. í 12 tilvikum (18,2%) var um hringvöðvaþrengsli að ræða og í fjórum tilvikum (6,2%) var um briskirtilbólgu að ræða. Aðrar ástæður, óalgengari voru í samtals sex tilvikum. Algengustu niðurstöður HRGB voru steinar í 142 tilvikum (26,5%) (tafla III). Æxli greindust í 45 tilvikum (8,4%), hringvöðvaþrengsli eða samdráttur í 43 tilvikum (8,0%) og merki um brisbólgu í 28 tilvikum (5,2%). Aðrar ástæður, óalgengari voru í 67 tilvikum (12,7%). Enga niðurstöðu var hægt að fá í 68 tilvikum (12,7%). Rannsóknin var eðlileg í 142 (26,5%) tilvikum. Aukakvillar komu fyrir í samtals 32 tilvikum (6,0%). í 23 tilvikum (4,3%) var um briskirtilbólgu að ræða og fimm alvarlegustu aukaverkanimar (fjórir sjúklingar) voru af þeim toga. Tveir sjúklingar gengust undir margar brottrennslisaðgerðir (drainage procedures) og dvöldu í marga mánuði á sjúkrastofnunum vegna þessara aukakvilla. I sex tilvikum (1,1%) var gallgangasýking aukakvilli eftir rannsókn eða aðgerð. I öllum tilvikum var um væga sýkingu að ræða sem lét fljótt undan sýklalyfjameðferð án frekari aukakvilla. Skammvinn blæðing kom fyrir hjá þremur sjúklingum (0,6%) og fengu þeir eina til tvær einingar af blóðrauða. Frekari aðgerða var ekki þörf. Einn sjúklingur með krabbamein í gallpípu fékk slæma briskirtilbólgu eftir HRGB, HSH og gallvegaþræðingu gegnum lifur (PTHC- Percutaneous Transhepatic Cholangiography) til framveitu á galli. Hann lést tveimur mánuðum eftir aðgerðimar. UMRÆÐA Algengasta ábendingin fyrir HRGB á Borgarspítalanum var steinar í gallgöngum. Þessi rannsókn er nú viðurkennd sem fyrsta rannsókn, ef sýnt hefur verið fram á eða ef grunur leikur á að um gallstein(a) sé að ræða í gallpípu. Sérstaklega á þetta við ef gallblaðran hefur verið fjarlægð og hjá eldra fólki, sem neitar eða er ekki treyst í holskurð vegna ýmissa frábendinga (4,12-14). Einungis fáir af þeim gallsteinum, sem sitja í gallpípu sjást við ómskoðun, eða um 25% samkvæmt rannsókn Cross et al (14). Ef um gallgangasýkingu er að ræða, samfara steini í gallpípu, gefur HSH með steintöku fæsta aukakvilla (13). Table II. Therapeutic interventions following ERCP. Procedure Number <%) ES*) ... 69 (51.5) ES and stone extraction ... 57 (42.5) ES and biliary prosthesis/ Nasobiliary catheter 8 (6.0) No. of procedures ... 134 (100.0) Biliary prostesis/ Nasobiliary catheter 7 Biopsy (papilla Vateri) 3 Dilation of biliary stricture 3 Other 5 Total no. of procedures ... 152 *) ES: Endoscopic Sphincterotomy. Table III. Results of 535 procedures in 388 patients. Diagnosis Number (%) Stones in CBD* 142 (26.5) Tumors 45 (8.4) SO**, spasm/stricture 43 (8.0) Pancreatitis 28 (5.2) No results 68 (12.7) Other 67 (12.7) Normal 142 (26.5) No. of procedures 535 (100.0) *) CBD: Common Bile Duct. **) SO: Sphincter of Oddi. Telja verður líklegt að steinn í gallpípu verði áfram helsta ábendingin fyrir HRGB og HSH á næstu árum. Einnig má gera ráð fyrir vaxandi þörf fyrir þessa rannsókn og aðgerðir tengdar henni, nú þegar mögulegt er að framkvæma gallblöðrutöku með kviðarholsjá (Laparoscopic Cholecystectomy). Grunur um briskirtilbólgu var næst algengasta ábendingin fyrir HRGB. HRGB er viðurkennd rannsókn ef grunur er um langvinna briskirtilbólgu og orsök óþekkt (15). Stundum má sjá breytingar á brispípu með ómskoðun. HRB (holsjárröntgenmyndun af brispípu) er þó talin nákvæmari rannsókn að þessu leyti (8). Það er þó ókostur að ekki er alltaf mögulegt að greina á milli æxlis og briskirtilbólgu. Ef bráð briskirtilbólga er talin orsakast af gallsteini í gallpípu (stíflar papillu Vateri), er HRG, HSH og steintaka besta rannsókn og aðgerð fyrir þessa sjúklinga. Kviðverkir af óljósum uppruna voru þriðja algengasta ábendingin fyrir HRGB. Ef einkenni vekja ekki grun um sjúkdóm í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.