Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 213-9
213
Uggi Agnarsson0, Þóröur Haröarson2’, Jónas Hallgrímsson3), Nikulás Sigfússon1'
ALGENGI HJARTAVÖÐVAÞYKKNUNAR
MEÐAL KARLA Á ÍSLANDI
INNGANGUR
Hjartavöðvaþykknun (cardiomyopathia
hypertrophica) einkennist af veggþykknun
í vinstri slegli og sleglaskipt án víkkunar
hjartahólfa og án þess að unnt sé að sýna fram
á aðra sjúkdóma sem gætu leitt til þykknunar
hjartaveggja (1).
Rannsókn okkar var ætlað að meta algengi
kvillans meðal fullorðinna karla í þýði
sem valið var af handahófi. Ymsar fyrri
rannsóknir hafa bent til þess að 73-98%
sjúklinga með hjartavöðvaþykknun hafi
afbrigðilegt hjartarit (2-6). Hugmynd okkar
var sú að hjartaritið væri næmt, en ósértækt
greiningartæki hjartavöðvasjúkdóms í
slembiúrtaki, þar sem margir einstaklingar
eru án einkenna hjartasjúkdóms (7-9) og
þannig væri hjartaritið gagnlegt til að velja
einstaklinga til að rannsaka nánar og fá
endanlega sjúkdómsgreiningu.
Rannsókn Hjartavemdar hentar vel ef leita
skal svara við spumingum af því tagi sem hér
er lýst. Við ákváðum því að rannsaka hóp af
körlum, sem höfðu reynst við fyrri rannsókn
Hjartavemdar hafa afbrigðilegt hjartarit, en
einnig var valinn samanburðarhópur sem hafði
eðlilegt rit við fyrri skoðun Auk almennrar
skoðunar og viðtals var ómskoðun á hjarta
gerð hjá báðum hópunum.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Rannsókn Hjartavemdar (10) sem gerð var
1979-1981 tók til 3607 karla sem fæddir voru
1914-1935 og 1940-1954. Alls reyndust 452
karlar eða 12,5% hafa afbrigðilegt hjartarit
samkvæmt Minnesota-skilmerkjum (hópur
A). Til samanburðar voru valdir 128 karlar úr
sama upphafsþýði (hópur B). Við litum svo á
að meðal eðlilegra afbrigða á hjartariti væru
Frá uRannsóknarstöö Hjartaverndar, 2)lyflækningadeild
Landspítalans Háskóla íslands, 3,Rannsóknastofu Háskólans
í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Uggi Agnarsson.
Minnesotaflokkamir 100, 880, 630, 810 og
730, þ.e. eðlilegt hjartarit, sínus hægataktur,
fyrstu gráðu torleiðnirof, ófullkomið hægra
greinrof og einstaka aukaslög frá gáttum eða
sleglum. Hjartaritin voru túlkuð án vitneskju
um aðrar breytur. Túlkandi var NS sem
hefur hlotið réttindi WHO til túlkunar á
hjartariti í hóprannsóknum. A tímabilinu,
sem leið frá upphafsrannsókn Hjartavemdar,
til ómrannsóknar okkar höfðu 59 (13%)
látist í hópi A og 130 (4%) af þeim 3155
sem reyndust hafa eðlilegt hjartarit við
upphafsskoðun, samtals 189 dauðsföll úr
hinum upprunalega hópi 3607 karla. Af
körlunum 128 í hópi B höfðu fjórir (3,1%)
látist.
Omskoðun var gerð frá september 1986 til
maí 1988 Einnig voru dánarvottorð skoðuð og
krufningarskýrslur þeirra sem látist höfðu frá
hinni upphaflegu rannsókn Hjartavemdar.
Samþykki þátttakenda fyrir þátttöku í
rannsókninni lá fyrir í upphafi. Þátttakendur
fengu spumingalista sem tók meðal annars til
fjölskyldusögu og var stuðst við spumingakver
Hjartavemdar. Læknisskoðun var gerð, hæð
og þyngd skráð og blóðþrýstingur mældur.
Tekin var röntgenmynd af hjarta og lungum
og venjulegt hjartarit skráð. Hjartavöðvi var
talinn þykknaður eftir hjartaritsskilmerkjum
Romhilts (11). Einnig voru skráð sérstaklega
eftir viðeigandi skilmerkjum ST-T breytingar,
stækkun vinstri gáttar, afbrigðilegir Q-takkar,
hægra greinrof og vinstra greinrof (4,12,13).
Omrannsóknin var gerð með Hewlett-
Packard tæki 500 og 2,5-3,5 mHz
sneiðmyndarhljóðgjafa þannig að skráð var
bæði tvívíddar- og einvíddarmynd. Myndimar
voru geymdar á myndbandi. Hjartað var sneitt
eftir langöxli og skammöxli og tekin var
fjögurra hólfa inynd frá hjartabroddi. Þess
var gætt að beina hljóðbylgjunni homrétt á
sleglaskipt. Einvíddarmynd var einnig tekin
með Pickertæki, Echoview system 80 C og