Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 44
252 LÆKNABLAÐIÐ Búseta: í töflu I sést að tæplega 56% fanga voru fæddir í Reykjavík. Arið 1964 voru hins vegar um 71% fanga búsettir í Reykjavík. A sama tíma bjuggu þar 50,4% íslenskra karla. Jafnframt sýnir taflan að 25% fanga fæddust í kaupstöðum en tæp 6% bjuggu þar árið 1964. Við frekari könnun á gögnum kom í ljós að ekki var um að ræða meiri aðfiutning foreldra fanga til Reykjavíkur en foreldra annarra Reykvíkinga. Samanburður við fanga árið 1982: Upplýsingar Dómsmálaráðuneytisins um fanga árið 1982 ná til ríkisfangelsanna á Litla-Hrauni og Kvíabryggju og einnig til fangelsanna í Síðumúla 28 og Hegningarhúsinu, Skólavörðustíg 9. I Síðumúla og Hegningarhúsinu dvöldu almennt fangar sem afplánuðu styttri en þriggja mánaða refsingar, fangar er voru í yfirheyrslum og rannsóknum vegna afbrota og þeir sem biðu eftir flutningi í ríkisfangelsin Litla-Hraun eða Kvíabryggju. í töflu II kemur í ljós nokkur mismunur á aldri við samanburð fanga frá árinu 1964 og þá er vistuðust í áðurnefndum fjórum ríkisfangelsum árið 1982. Hlutfallslega fjölgar föngum undir tvítugsaldri árið 1982 en fækkar hlutfallslega í tveim næstu aldursflokkum. Rúmlega 65% fanga í rannsókninni voru á aldrinum 21-30 ára en rúmlega 48% fanga í fangelsunum 1982. Með aldri er hér átt við annars vegar aldur fanga í rannsókninni er fyrsta rannsóknarviðtal fór fram og hins vegar fanga í fangelsunum miðað við mitt árið 1982. Dreifing fanga eftir aldri var þó ekki marktæk. í töflu III er sýnt tilefni fangavistunar fanga árin 1964 og 1982. Farið er eftir þyngstu dómum á afbrotaferli þeirra fram til september árið 1982. í töflunni kemur fram óverulegur mismunur á hlutföllum flokkanna. Andlát: í töflu IV sést að 12 fangar létust fyrir árslok 1984. Fjórir voru 35 ára og eldri er athugunin fór fram. Flestir eða tíu létust innan fyrstu sex ára eða fyrir árslok 1970. Tveir létust af völdum krabbameina, þrír af völdum æða- og hjartasjúkdóma, einn af sjúkdómum í lungum og sex af slysförum. Meðal þeirra er létust af slysförum lést einn við skipsskaða, tveir drukknuðu í höfnum, tveir létust í bifreiðaslysum og einn kafnaði í bruna. Allir er létust af slysförum voru undir 35 ára aldri. Af þeim er létust af slysförum Tafla I. Fœðingarstaður og búseta fanga er voru í ríkisfangelsunum þegar athugunin fór fram 1964 og búseta íslenskra karla árið 1964. Fæöingarstaður Búseta Búseta karla 1964 N (%) N (%) N (%) Reykjavík .. 29 (55,8) 37 (71,2) 50.538 (50,4) Kaupstaðir. 13(25,0) 3 (5,8) 21.986(21,9) Dreifbýli ... 10(19,2) 12 (23,0) 27.803(27,7) Samtals 52 (100) 52 (100) 100.327 (100) Tafla II. Aldurfanga þegar athuganirnar voru gerðar 1964 og 1982. 1964 1982 Aldur N (%) N (%) 16-20 ..................... 1 (1,9) 24(11,3) 21-25 ..................... 16(30,8) 48(22,5) 26-30 ..................... 18(34,6) 55(25,8) 31-35 ..................... 9(17,3) 34(16,0) 36-40 ..................... 4 (7,7) 28(13,1) 41-50 ..................... 3 (5,8) 16 (7,5) 51+........................ 1 (1,9) 8 (3,8) Samtals 52 (100) 213 (100) Tafla III. Tilefni fangavistunar 1964 og 1982. 1964 1982 Afbrot N (%) N (%) Manndráp Kynferðisafbrot Líkamsárás Auðgunarbrot Fíkniefnabrot/áfengisafbrot.. Annað 4 (7,7) 3 (5,8) 2 (3,8) 31 (59,6) 12(23,1) 17 (8,0) 15 (7,0) 6 (2,8) 111 (52,1) 57(26,8) 7 (3,3) Samtals 52 (100) 213 (100) Tafla IV. Fjöldi látinna og lifandi í lok ársins 1984 eftir aldri. Aldur Lifandi Látnir <26 15 2 26-35 21 6 36+ 4 4 Samtals 40 12 voru tveir í flokki kynferðisafbrota og fjórir í flokki auðgunarbrota. Af þeim sem létust af öðrum orsökum voru þrír í flokki líkamsárása og þrír í flokki auðgunarbrota. Flokkun afbrota: Fangamir 40 sem athugaðir voru 1964 og voru á lífi 1984 höfðu allir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.