Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 40
248 LÆKNABLAÐIÐ að ýkja alvarleika sjúkdómanna. Nú greinast mun vægari tilfelli en áður er ekki þarfnast sjúkrahúsvistar (26). Sú ímynd að rauðir úlfar séu ætíð lífshættulegur sjúkdómur hefur breyst á seinni árum og verður gerð nánari grein fyrir því síðar í Læknablaðinu. Rannsóknir á faraldsfræði blandaðs bandvefssjúkdóms hafa ekki verið gerðar fyrr (27). Tíðni blandaðs bandvefssjúkdóms hefur verið talin mun meiri en fjölkerfaherslismeins og fjölvöðvabólgu/liúð-vöðvabólgu, en minni en rauðra úlfa (27). Samkvæmt okkar tölum er tíðni blandaðs bandvefssjúkdóms sambærileg við tíðni fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu. Rétt er að geta þess að ekki eru allir á einu máli um það hvort blandaður bandvefssjúkdómur sé sérstakur sjúkdómur eða óljós byrjunarmynd annarra vel skilgreindra fjölkerfabandvefssjúkdóma. Reyndar hafði sjúkdómsmynd flestra þeirra sjúklinga sem Sharp lýsti fyrst 1972 (28) þróast yfir í fjölkerfaherslismein þegar þeir voru skoðaðir að nýju nokkrum árum síðar (29). Nýgengi fjölkerfaherslismeins er mun lægra hér á landi en erlendis, eins og fram kemur í grein um herslismein er birtast mun í næsta tbl. Læknablaðsins. Nýgengi fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu hefur verið talið 0,2-0,6 (15,16). í þessari rannsókn var nýgengið 0,2 á 100 þúsund á ári. Allir sjúklingarnir höfðu fjölvöðvabólgu, en þrátt fyrir mikla eftirgrennslan fannst enginn nýgreindur sjúklingur með húð-vöðvabólgu á þessu 10 ára tímabili. Frá 1984 hafa aftur á móti greinst að minnsta kosti þrír sjúklingar með húð-vöðvabólgu, en það hlýtur að vera tilviljun þar sem sjúkdómurinn er sjaldgæfur. Greiningartöf er breytileg, sérstaklega er áberandi hve langur tími getur liðið frá upphafi einkenna til greiningar rauðra úlfa. Greiningartöfin fyrir fjölvöðvabólgu er aftur á inóti stutt og endurspeglar það sláandi sjúkdómseinkenni sem valda því að sjúklingar leita fljótt læknis. Þrátt fyrir það, að væg sjúkdómstilfelli greinist nú oftar en áður var, reyndist dánartíðni marktækt aukin við alla þessa sjúkdóma. ÞAKKIR Vísindaráð íslands veitti styrk til þessarar rannsóknar. Helga Sigvaldasyni er þökkuð tölfræðileg aðstoð. HEIMILDIR 1. Reichlin M. Introduction to systemic rheumatic diseases: Nosology and overlap syndromes. In: McCarty DJ, ed. Arthritis and allied conditions. llth ed. Philadelphia: Grune & Stratton, 1989: 1017-20. 2. Siegel M, Lee SL. The epidemiology of systemic lupus erythematosus. Semin Arthritis Rheum 1973; 3: 1-54. 3. Michet JC, McKenna CH, Elveback LR, Kaslow RA, Kurland LT. Epidemiology of systemic lupus erythematosus and other connective tissue disease in Rochester Minnesota 1950 through 1979. Mayo Clinic Proc 1985; 60: 105-13. 4. Helve T. Prevalence and mortalitiy rates of systemic lupus erythematosus and causes af death in SLE patients in Finland. Scand J Rheumatol 1985; 14: 43- 6. 5. Fessel WJ. Systemic lupus erythematosus in the community. Incidence, prevalence, outcome and first symptoms; the high prevalence in black women. Arc Intem Med 1974; 134: 1027-35. 6. Jónsson H, Nived O, Sturfelt G. Outcome in systemic lupus erythematosus: A prospective study of patients from a defined population. Medicine 1989; 68: 141- 50. 7. Hart HH, Grigor RR, Caughey DE. Ethnic difference in the prevalence of systemic lupus erythematosus. Ann Rheum Dis 1983; 42: 529-32. 8. Meddings J, Grennan MD. The prevalence of systemic lupus erythematosus (SLE) in Dunedin. NZ Med J 1980; 91: 205-6. 9. Hochberg M. The incidence of systemic lupus erythematosus in Baltimore, Maryland, 1970-1977. Arthritis Rheum 1985; 28: 80-6. 10. Nived O, Sturfelt G, Wollheim F. Systemic lupus erythematosus in an adult population in southem Sweden: Incidence, prevalence and validity of ARA revised classification criteria. Br J Rheumatol 1985; 24: 147-54. 11. Kurland LT, Hauser WA, Ferguson RH, Holle K. Epidemiological features of diffuse connective tissue disorders in Rochester, Minnesota 1951 through 1967. With special reference to systemic lupus erythematosus. Mayo Clinic Proc 1969; 44: 649-63. 12. Medsger TA, Masi AT. Epidemiology of systemic sclerosis (Scleroderma). Ann Int Med 1971; 74: 714- 21. 13. Medsger TA, Masi AT. The epidemiology of systemic sclerosis (Scleroderma) among male U.S. veterans. J Chron Dis 1978; 31: 73-85. 14. Silrnan A, Jannini S, Symmons D, Bacon P. An epidemiological study of scleroderma in The West Midlands. Br J Rheunt 1988; 27: 286-90. 15. Medsger TA, Dawson WN, Masi AT. The epidemiology of polymyositis. Am J Med 1970; 48: 715-23. 16. Benbassat J, Geffel D, Zlotnick A. Epidemiology of polymyositis-dermatomyositis in Isreal, 1960-1976. Isr J Med Sci 1980; 16: 197-200. 17. Tan EM, Cohen AS, Fries JF. The 1982 revised criteia for the classification of systemic lupus erythematosus. Arth Rheum 1982; 25: 1271-7. 18. Subcommittee for scleroderma criteria of the American Rheumatism Association diagnostic and therapeutic criteria committee. Preliminary criteria for
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.