Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 233-6 235 Hvað er þá framundan? Eru líkur á því að við eigum eftir að sjá fram á atvinnuleysi í læknastétt, eru líkur á því að læknar munu flytja í vaxandi mæli til annarra landa, eða er hugsanlegt að skapa fleiri atvinnutækifæri? Ég vil helst ekki vera svartsýnn og helst vildi ég að þær svartsýnisspár, sem ég hlýt að láta í ljós, rætist á svipaðan hátt og spáin sem ég fékk og tók ekki mark á í upphafi námsferils míns. HVER ER STAÐAN? Aður en við tökum til við spár og framtíðarmöguleika er kannski rétt að huga að því hvar við stöndum í dag. Við segjum oft, að íslensk læknisfræði og læknisþjónusta sé á heimsmælikvarða. Þessi svokallaði heimsmælikvarði er kvarði, sem hvergi hefur verið löggiltur og því lítið mark á honum takandi. Fræðilega stendur íslensk læknisfræði ekki á neinu heimsplani. Greinar eftir íslenska lækna um grunnvísindi birtast örsjaldan í viðurkenndum erlendum tímaritum, svo sjaldan að þegar það gerist þykir oftast ástæða til að gera það að fréttaefni í fjölmiðlum. Þetta á þó ekki við um íslenska lækna, sem haslað hafa sér völl erlendis og starfa við erlendar rannsóknastofnanir. Rannsóknastofnanir þeim líkar eigum við ekki og því vafasamt að tala um íslenskar rannsóknir, þó nafn höfunda geti verið íslenskt. Við Islendingar eigum engan háskólaspítala, sem stendur undir því nafni, og ekki verður séð að á næsta áratug að minnsta kosti verði til neinn slíkur. Ef svo heldur sem horfir, komum við til með að eiga hér tvo spítala, sem í hæsta lagi geta borið sig saman við lénssjúkrahús í Svíþjóð. I hverju felast þá þessi svokölluðu gæði íslenskrar læknisþjónustu? Þau felast í aðgengileika; þau felast í góðri umönnun sjúklinga sem byggist líka á góðum vilja og menntun stoðstétta og þau felast í góðri þekkingu íslenskra lækna á breiðum grunni, sökum þess að hún er sótt víða að og á góða staði. Að sjálfsögðu kosta þessi gæði nokkurt fé og íslensk læknisþjónusta er ekki ódýr, en ég fullyrði að hún er ekki heldur óeðlilega dýr. Hvað eftir verður af þessum kostum þegar ráðstafanir þær í heilbrigðismálum, sem nú er verið að framkvæma, fara að bera árangur, má auðveldlega gera sér í hugarlund. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Við skulum aðeins líta til framtíðar og þeirra úrræða sem hugsanleg eru og nefnd hafa verið til að tryggja íslenskum læknum atvinnu, til þess að þeir fái nýtt þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér á námsferlinum. Einkavæðing opinberrar þjónustu, þar á meðal heilbrigðisþjónustu er boðorð dagsins í dag. Þessi kennisetning er boðuð af jafn miklum trúarhita nú eins og kommúnisminn var í mínu ungdæmi. Reynslu af einkavæðingu höfum við frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem læknisþjónusta er dýrari en hún gerist annarsstaðar á byggðu bóli. Hin fullkomnasta í heimi, þar sem hún gerist best, en líka lítið betri en í löndum þriðja heimsins, þar sem hún gerist verst. Menn hafa stundum haldið því fram að rekstrarform Landakots og svo rekstur sjálfstæðra lækningastofa sé einkarekstur. Þetta er ranghermi. Þessi rekstur er baktryggður, vegna þess að þessar stofnanir byggja allar tilveru sína á því, að almannatryggingar greiða mestan hluta þjónustunnar og því er nær að tala um ríkisrekinn einkarekstur. Ef við einkavæðum hluta af eða alla íslenska heilbrigðisþjónustu, yrðu einkafyrirtækin að standa undir sér, það þýddi að sjálfsögðu hið sama og allsstaðar annarsstaðar, að þeir efnaðri hefðu forgang og hinir sætu á hakanum, þannig að sá kostur íslenskrar læknisþjónustu að vera aðgengileg fyrir alla væri úr sögunni og trúlega yrði þjónustan einnig dýrari. Hvað atvinnutækifæri varðar, yrði samkeppnin harðari og fyrirtækin, því sjúkrastofnanir yrðu reknar sein fyrirtæki, myndu reyna að hafa eins fáa starfsmenn og kostur væri. Ég er næstum því viss um, að í einkavæddri læknisþjónustu á Islandi myndi atvinnutækifærunum fækka en ekki fjölga. Þá hefur verið í gangi í þjóðfélaginu nokkur umræða um það að flytja inn sjúklinga, vegna þess hve læknisþjónustan hér sé góð, vegna þess hvað loftið á Islandi sé gott og vegna þess hvað leirinn sé hollur. Þegar við íslendingar leitum okkur lækninga erlendis, þá leitum við þeirra ekki á Lénssjúkrahús í Svíþjóð, á Amtsygehus í Danmörku eða á Fylkessykhus í Noregi. Nei, við leitum til Guy’s í London, á New York
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.