Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 50
258 LÆKNABLAÐIÐ * Með nýjum sjúklingum er átt við, að sjúklingar hafi ekki áður legið inni á geðdeildum Ríkisspítala. * Með endurinnlögðum sjúklingum er átt við sjúklinga, er höfðu einhvem tíma legið áður inni. I sumum tilfellum lögðust sjúklingar inn oftar en einu sinni sama ár. Ef þeir lögðust inn í fyrsta skipti og síðan aftur sama ár töldust þeir bæði sem nýir og endurinnlagðir sjúklingar það ár, þ.e. skráðust tvisvar. Því verður heildarfjöldi sjúklinga í rannsókninni heldur lægri en samanlagður fjöldi nýrra sjúklinga og endurinnlagðra sjúklinga. Ef hinsvegar er um endurinnlagðan sjúkling að ræða þá er hann aðeins skráður einu sinni sem endurinnlagður sjúklingur það ár. Leggist hann inn oftar sama ár eru allar endurinnlagnir skráðar. Því er samanlagður fjöldi endurinnlagna hærri en fjöldi endurinnlagðra sjúklinga. Þegar innlögn bar upp á sama dag eða daginn eftir að sjúklingur útskrifaðist var ekki litið á sem um aðra innlögn væri að ræða heldur um flutning milli deilda eða ótímabæra útskrift (oftast útskrifaði sjúklingur sig sjálfur gegn læknisráði). Þeir sjúklingar, sem voru inniliggjandi í upphafi hvers skráðs árs, voru ekki taldir með. Upplýsingar um rúmafjölda voru fengnar úr heilbrigðisskýrslum (3) en fyrir árið 1909 úr öðrum gögnum (4). Dagvistun, Gunnarsholt og Stykkishólmsspítali eru ekki talin með. Við útreikninga á meðalaldri var aldur hvers sjúklings miðaður við fyrstu innlögn hans á hverju skráðu ári. Meðalaldur lýsir því meðalaldri sjúklinga þegar þeir leggjast fyrst inn á árinu, en ekki meðalaldri þeirra fyrir allar innlagnir það ár. I alls 64 tilfellum lá ekki fyrir nákvæmur fæðingardagur, heldur aðeins fæðingarár. í þeim tilfellum var fæðingardagur áætlaður um mitt ár eða 2. júlí. Hjá fimm sjúklingum fengust engar upplýsingar um fæðingardag eða ár og var þeim því sleppt við útreikninga á aldri. I spjaldskrá geðdeildanna voru skráðar sjúkdómsgreiningar fram til ársins 1980. Frá upphafi og til ársins 1964 voru sjúkdómsgreiningar skráðar með heiti sjúkdóms án númera. Fyrir árin 1969, 1974 og 1979 voru sjúkdómsgreiningar skráðar samkvæmt Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni, 8. útgáfu (Intemational Classitícation of Diseases, ICD-8). Fyrir árið 1984 voru sjúkdómsgreiningar skráðar hjá tölvudeild Ríkisspítala, samkvæmt Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni, 9. útgáfu (Intemational Classification of Diseases, ICD-9) og var þeim gögnum fylgt. Allar sjúkdómsgreiningar voru í rannsókn þessari heimfærðar til ICD-9. Þrátt fyrir allmiklar breytingar á undirflokkun geðsjúkdómsgreininga á rannsóknartímabilinu hafa þær orðið fremur vægar á eftirfarandi þremur aðalsjúkdómaflokkum: Geðklofi, geðhvörf, áfengis- og vímuefnasjúkdómar. Undantekning er þó, að einstaka aldraðir sjúklingar er liðu af elliglöpum (dementia) voru fyrr á árum stundum greindir með geðklofa. Þeir voru í rannsókninni skráðir með elliglöp (ICD-9 290). Breytingar hafa hins vegar verið gerðar á undirgreiningum innan hvers þessara flokka fyrir sig. I rannsókn þessari var sjúklingum skipt í fjóra flokka: Geðkloíi (schizophrenia, ICD-9 295), geðhvörf (manio-depressive psychosis, ICD-9 296), áfengis- og vímuefnasjúkdómar (ICD-9 291, 303, 304, 305), aðrir geðsjúkdómar. Hverjum sjúklingi var í rannsókninni gefin ein sjúkdómsgreining og þeirri meginreglu fylgt, að skrá sjúkdómsdómsgreiningu síðustu innlagnar hvers sjúklings. I fáum tilfellum voru sjúkdómsgreiningar óljósar og voru sjúkraskrár þá athugaðar eða rætt við viðkomandi sérfræðing, þegar til náðist, áður en sjúkdómsgreining var ákveðin. NIÐURSTÖÐUR Alls náði könnunin til 5734 innlagna og 3224 sjúklinga. Karlar voru 2039 og konur 1185. Karlar voru innlagðir í 3698 skipti og konur í 2036. Um fyrstu innlögn var að ræða í 1777 skipti en endurinnlögn í 3957. Mynd 1 sýnir að heildarfjöldi sjúklinga og heildarfjöldi innlagna hélst að mestu í hendur fram til ársins 1959. Eftir árið 1959 og fram til 1979 óx fjöldi sjúklinga verulega, en heildarfjöldi innlagna þó öllu meir. A sama tímabili urðu litlar breytingar á fjölda sjúkrarúma. Frekari fjölgun sjúklinga og innlagna varð þó ekki eftir árið 1979. Vegna verulegra breytinga á fjölda sjúkrarúma á geðdeildinni, einkum fram til ársins 1949, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.