Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 3-4 3 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaíclag Islands og l£JU| Læknafclag Rcykjavikur 79. ARG. JANUAR 1993 Læknafélag íslands 75 ára Þann 14. janúar á þessu ári eru liðin 75 ár frá stofnun Læknafélags Islands. Stjóm félagsins þykir viðeigandi að minnast þessara tímamóta í sögu félagsins með ýmsum hætti. Dagskrá afmælisársins hefst með árshátíð félagsins þann 16. janúar. Vikan 13.-18. september á hausti komanda má kallast afmælisvika Læknafélags íslands og vonandi geta sem flestir læknar tekið þátt í því sem þar verður boðið upp á. I vikunni verður tveggja daga fræðslunámskeið, vísindadagur opinn öllum íslenskum læknum og fyrirlestrar boðsgesta. Sérstök afmælisdagskrá verður einn dag vikunnar og í tengslum við aðalfund Læknafélags Islands verða tvö málþing, annað um siðfræði og hitt um fræðslu- og útgáfustarf læknafélaganna. A árinu munu svæðafélögin gangast fyrir ráðstefnum um læknisfræðileg efni fyrir almenning. Utgáfustarfsemi verður meiri en endranær og helguð að hluta umfjöllun um félagsmál, læknisfræðilega siðfræði, vísindi og rannsóknir, skipulag heilbrigðisþjónustu og atriði úr sögu Læknafélags Islands. Nú þegar, með eins konar forskoti á afmælið, hefur Læknafélag Islands átt aðild að VI. ráðstefnu læknadeildar Háskóla Islands um rannsóknir í læknadeild og voru við upphaf þeirrar ráðstefnu flutt tvö erindi á vegum félagsins; annað um grunnrannsóknir í læknisfræði hér á landi og hið síðara um siðfræði og læknavísindi. Fyrirlesarar voru læknamir Guðmundur Þorgeirsson og Örn Bjamason. Erindi þeirra munu birtast í febrúarhefti Læknablaðsins. Þess er vænst að á árinu 1993 hefjist ritun sögu Læknafélags íslands og er unnið að undirbúningi þess. I tilefni afmælisársins sainþykkti aðalfundur Læknafélags Islands rausnarlegt framlag til læknaminjasafnsins í Nesstofu. Aður hafði prófessor Jón heitinn Steffensen ánafnað Læknafélagi Islands umtalsverðum fjármunum er renna skyldu til safnins. Þessi framlög ættu að geta tryggt að læknaminjasafnið verði að veruleika, öllum læknum til sóma og verðug minning um prófessor Jón heitinn Steffensen. A árinu mun Læknafélag Islands taka ákvarðanir um húsnæðismál sín. Þá er þess enn að geta að veitt verður fjármunum til fræðslunefndar læknafélaganna þannig að hún megi styðja enn fjölbreyttara fræðslustarf en greint er frá hér að framan. Margir læknar hafa verið kallaðir til starfa vegna alls þessa og hafa allir brugðist vel við. I Læknablaðinu frá janúar 1918 segir svo í grein eftir Guðmund Hannesson þar sem greint er frá stofnun félagsins: »Um það skal engu spáð, hversu félagi voru famast, hvert gagn það getur unnið bæði læknastéttinni og landinu, en eins dæmi væri það áreiðanlega, ef það yrði ekki báðum til gagns og blessunar. í öllum menningarlöndum hafa læknar komið á fót föstum félagsskap og skipulagi sín á milli, og fleiri eða færri málgögnum til að ræða sín mál. Og hvervetna, undantekningarlaust, að eg hygg, hefir þetta komið að bestu notum. Ólíklegt er það, að vér verðum eina undantekningin, að oss gefist betur sundrung og sinnuleysi en »organisation« og áhugi.« A vegum Læknafélags Islands er unnið öflugt starf að almennum félagsmálum, fræðslu, siðfræðiþáttum, skipulagsmálum og beinum, öðmm hagsmunamálum lækna, einstaklinga eða heildar, hvort heldur hér heima eða með þátttöku í starfi læknasamtaka á alþjóðlegum vettvangi. Þá hefur félagið mótað og lagt fram hugmyndir að skipulagi og uppbyggingu einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar og heilbrigðismála í landinu og reynt að þoka áleiðis hugmyndum sem tryggðu að heilbrigðisþjónustan byggðist á góðri menntun og þjálfun ekki hvað síst lækna, að heilbrigðiskerfið væri skipulagslega vel virkt og aðgengilegt og rekið með þeirri hagkvæmni sem gerði því mögulegt að standa undir sjálfu sér og þeim kröfum sem til þess

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.