Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 135-40 135 Stefán Hreiðarsson '), Jóhann Heiðar Jóhannsson * 2), Matthías Kjeld 3) ALFA-FETÓPRÓTÍN í SERMI ÞUNGAÐRA KVENNA OG TENGSL ÞESS VIÐ LITNINGAGALLA (ÞRÍSTÆÐU 21) HJÁ FÓSTRI ÁGRIP Fjölmargar greinar hafa birst á undanförnum árum, sem sýna tengsl milli lágra AFP gilda í sermi þungaðrar konu og litningagalla hjá fóstri. Til að kanna þessi tengsl hjá íslenskum konum og til að finna viðmiðunargildi fyrir rannsóknaraðferð Rannsóknadeildar Landspítalans voru athuguð s-AFP gildi hjá 1309 konum, sem höfðu gengist undir legástungur árin 1982 til 1986. Af þeim reyndust 763 konur hafa s-AFP gildi undir viðmiðunarmörkum og fannst þrístæða 21 hjá 10 þeirra eða 1,3%; 546 konur voru með s-AFP ofar viðmiðunarmörkum og fannst þrístæða 21 hjá einni þeirra eða 0,2%. Með skimun á s-AFP gildum hjá þunguðum konum undir 35 ára aldri má bæta verulega leit að litningagöllum í meðgöngu. Rannsóknir erlendis frá benda til þess að ineð því að mæla einnig hCG og estríól megi auka verulega árangur þessarar skimunar. Lagt er til, að slík skimun verði tekin upp í mæðravernd á Islandi. INNGANGUR Alfa-fetóprótín (AFP) er prótín, sem við eðlilegar aðstæður myndast eingöngu í fósturlífi. Það er eitt af plasmaprótínum fóstursins og er framleitt í nestispoka, lifur og meltingarfærum. Þéttni þess í fósturblóði nær hámarki við 14 vikna meðgöngu og lækkar síðan. Eftir fæðingu má finna það í blóði barnsins, en það er oftast horfið við tveggja ára aldur. Hlutverk AFP er ekki fyllilega þekkt, en hugsanlegt, að það hafi Frá 'jgöngudeild Kvennadeildar Landspítalans, 2)litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstig, 3)Rannsóknadeild Landspítalans í meinefnafræði. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Stefán Hreiðarsson, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi. Afsökunarbeiðni Við birtingu þessarar greinar t síðast tbl. Læknablaðsins (Læknablaðið 1993; 79: 115-20) urðu þau hrapallegu mistök í prentsmiðju að íslensku stafirnir Ðð, Þþ og Ý féllu út. Vegna þessa varð greinin ólæsileg. Höfundar og lesendur eru beðnir afsökunar um leið og greinin er endurbirt. áhrif á aðlögun ónæmiskerfis móðurinnar að þunguninni (1). Á meðgöngutíma finnst AFP bæði í legvatni og sermi þungaðra kvenna. I legvatnið kemst það við eðlilegar aðstæður með fósturþvagi. Þéttni AFP í legvatni nær hámarki við 15 vikna meðgöngu, en minnkar síðan jafnt og þétt fram að fæðingu. Þéttni AFP í sermi móður fylgir hins vegar vexti fóstursins. Það er lágt í byrjun meðgöngu, finnst í nokkrum mæli upp úr 12. viku og hækkar eftir því, sem líður á meðgönguna (1,2). Hækkuðum AFP gildum í legvatni var fyrst lýst 1972 við klofinn hrygg og heilaleysi hjá fóstri (3,4), og ári síðar var einnig sýnt fram á verulega hækkun þess í sermi mæðra, sem gengu með fóstur með þessa galla (2,5). Mælingar á AFP í sermi þungaðra kvenna hafa verið notaðar til leitar að þessum göllum, bæði hjá áhættuhópum og sem skimpróf (6). Hækkuðum AFP gildum hefur einnig verið lýst við ýmsa aðra fæðingargalla (tafla I) og við fjölburameðgöngur (1,2). Tengsl á milli lágra AFP gilda í sermi móður og ákveðinna litningagalla hjá fóstri, fyrst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.