Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 32
160 LÆKNABLAÐIÐ sem tannverkir og höfuðverkur, virðast síður koma fyrir hjá börnum (5). Sýnt hefur verið fram á, að mat á klínískum einkennum ásamt röntgenmyndum með sjúklegum breytingum, segir fyrir um skútabólgu hjá 88% barna á aldrinum tveggja til sex ára, og að afbrigðilegar röntgenmyndir af afholum nefs sögðu í 70% tilfella fyrir um marktæka sýkingu hjá börnum þar sem ekki lá fyrir klínískur grunur um bólgu (6). Niðurstöður þessarar athugunar sýna, að full not eru af röntgenskoðun á afholum nefsins hjá börnum undir sex ára aldri við mat á skútabólgu, þar sem klínísk skoðun bendir til hennar. Eins og aðrir greinahöfundar hafa sýnt fram á (7,8) voru bólgubreytingar algengastar í kinnkjálkaholum. Sjúklegar breytingar í afholum komu gleggst í ljós þegar myndir voru teknar með upplyft andlit (Waters-stefna) og sýnist það töífræðilega staðfest. í þessum hópi greindist sýking í kinnkjálkaholum 14 sinnum á myndum með Waters-stefnu en aðeins tvisvar á myndum með Caldwell-stefnu. I þessu viðfangi er því greinilega marktækt meira upplýsingagildi og næmi á Waters- myndum hvað varðar kinnkjálkaholur, p<0,01 (paraður kí-kvaðrat samanburður). Breytingar í sáldbeinsholum komu ekki ótvírætt í ljós hjá fimm sjúklingum á þeirri mynd. Nauðsynlegt er að beita mjög mikilli nákvæmni við ákvörðun geislastefnunnar (mynd 2). Sjáist ekki móta fyrir kinnkjálka- og/eða sáldbeinsholum eru mestar líkur til að þær séu sýktar. Engin viðbótarvitneskja fékkst af hliðarmyndinni í þessari rannsókn. Litlu máli virtist skipta, hvort myndir væru teknar af litlum börnum sitjandi eða liggjandi. Nánast ógerlegt er að taka myndir af þessu tagi af börnum yngri en fimm ára og láta þau vera sitjandi. Allmargar rannsóknir hafa verið birtar þar sem reynt er að meta gildi ómskoðana (ultrasound), einkanlega varðandi kinnkjálkaholur. Kostir ómskoðana umfram röntgenskoðunina eru auðvitað að þar er ekki um jónandi geisla að ræða, en mjög lítil reynsla er fengin af gildi aðferðarinnar þegar lítil börn eiga í hlut (4). Því ber að bæta við, að þessi athugun staðfestir gildi röntgenmyndunar við mat á árangri meðferðar: Það er marktæk fylgni milli klínísks ástands eftir meðferð og upplýsinga röntgenskoðunarinnar. Af því má leiða, að eftirrannsókn sé ekki nauðsynleg, hafi sjúklingur engin klínísk einkenni um skútabólgu. í öllum eftirrannsóknum sýnist okkur nægilegt að taka aðeins eina mynd, það er með Waters-stefnu. SUMMARY Utility of radiographs in children with clinical infections of the paranasal sinuses. Abnormal radiographs of the paranasal sinuses are thought to be unreliable indicators of acute sinus infection in children. Asymmetry of sinus development, overlying soft-tissue swelling, or both can produce difference in the apparent aeration of the paranasal sinuses. A prospective clinical-radiographic study was undertaken to assess the utility of the various views, taken at a radiographic examination of small children, clinically suspected of paranasal sinus infection. The purpose was to find out if any of the three conventional views; Waters’, Caldwell and straight lateral could be omitted without compromising the diagnostic information. Primarily, 70 children under six years of age were examined. To evaluate the response to therapy, 34 children were referred for follow- up examination. The radiographic findings were analysed in correlation with their clinical status after treatment. Fifty-nine of the children (86%) had radiographic evidence of pathology in the paranasal sinuses. The maxillary sinuses were always involved in the sinus pathology. The Waters’ view was found to be the most valuable to identify the presence of sinus disease. The radiographic findings found in the follow-up corresponded to the clinical status in 91%. Conclusion: 1. In this age group Roentgen examination of the paranasal sinuses is a reliable and valuable adjuvant to the clinical diagnosis. 2. In the majority of these cases only one radiographic projection (Waters’) was needed to give the diagnosis. ÞAKKIR Höfundar þakka Laufeyju Tryggvadóttur, faraldsfræðingi hjá Krabbameinsfélagi íslands, reikningslega aðstoð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.